Morgunblaðið - 29.08.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2018
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
Ekki bara jeppar
2013
- 2017
ota, Hyundai, Nissan,
, og fleiri gerðir bíla
ER BÍLLINN ÞINN
ÖRUGGUR
Í UMFERÐINNI?
Varahlutir í...
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Heildarmarkmiðið mitt er að fá fólk
í leikhús. Ég vil að öllum hér fyrir
norðan finnist þeir eiga hlutdeild í
þessu leikhúsi og vilji koma á sýn-
ingar. Ég vil reyndar að allir lands-
menn finni sig knúna til að sækja
sýningar LA, slíkt verði aðdráttar-
aflið,“ segir Marta Nordal, leikhús-
stjóri Leikfélags Akureyrar (LA),
sem um þessar mundir kynnir fyrsta
leikárið eftir að hún tók við stjórnar-
taumum fyrr á árinu.
„Ég hef, frá því ég tók við, lagt
mig fram um að hlusta mig inn í
samfélagið til að komast að því hvað
talar til fólks. Mér finnst mikilvægt
að leikhúsið eigi í virku samtali við
samfélagið, en samtalið getur aðeins
átt sér stað ef áhorfendur skila sér í
leikhúsið. Sökum þess legg ég
áherslu á að sýningar okkar höfði til
breiðs hóps en eigi jafnframt skýrt
erindi, séu innihaldsríkar og áhuga-
verðar. Samtímis hef ég mikinn
áhuga á barnamenningu og íslenskri
frumsköpun. Ég mun allan minn
ráðningatíma leggja mikla áherslu á
barnaverk.“
Krúnk, krúnk og dirrindí nefnist
barnasýning eftir Daníel Þorsteins-
son og Hjörleif Hjartarson í leik-
stjórn Agnesar Wild sem frumsýnd
verður í Hamraborg í Hofi 16. sept-
ember. „Hér er um að ræða sam-
starfsverkefni allra sviða Menning-
arfélags Akureyrar,“ segir Marta og
tekur fram að í verkinu bjóði Sinfón-
íuhljómsveit Norðurlands ásamt
kór, dönsurum og leikara upp á
fuglakabarett.
„Krummi er veislustjóri á
skemmtistaðnum Fenjamýri og
kynnir til leiks helstu farfugla, spé-
fugla og spáfugla og segir frá ferða-
lögum þeirra á sinn einstaka og
gamansama hátt. Þetta er bæði
fræðandi og fjörug sýning fyrir alla
fjölskylduna,“ segir Marta, en með
hlutverk krumma fer Jóhann Axel
Ingólfsson.
Opnar prufur þarfar
Að sögn Mörtu verða allar aðrar
sýningar leikársins í Samkomuhús-
inu. Sú fyrsta þar, sem frumsýnd er
26. október, verður söngleikurinn
Kabarett eftir Joe Masteroff í þýð-
ingu Karls Ágústs Úlfssonar með
tónlist eftir John Kander í leikstjórn
Mörtu sjálfrar en tónlistarstjóri er
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson.
„Þessi sýning er líka samstarfsverk-
efni allra sviða MAK. Við Þorvaldur
vildum sem listrænir stjórnendur
byrja með trukki í Samkomuhúsinu
og setja okkar mark á starfið á þess-
um tímamótum,“ segir Marta, sem
stefnir að því að leikstýra reglulega
hjá LA meðan hún gegnir þar leik-
hússtjórastöðu.
„Kabarett smellpassar inn í Sam-
komuhúsið sem býður upp á mikla
nálægð við áhorfendur, sem kallast
vel á við sögusvið verksins,“ segir
Marta og rifjar upp að Kabarett ger-
ist að stórum hluta í Kit Kat klúbbn-
um í Berlín og á litlu gistiheimili árið
1931. „Við fylgjumst með Sally Bow-
les og rithöfundinum Cliff sem lifa
og hrærast í skemmtanalífi Berlínar.
Meðan íbúar borgarinnar fljóta sof-
andi að feigðarósi eykst hrylling-
urinn í kringum þá og tilveran
breytist í martröð,“ segir Marta og
tekur fram að Kabarett kallist með
áþreifanlegum hætti á við samtím-
ann. „Kabarett er einstaklega vel
heppnaður söngleikur þar sem sam-
an fer falleg ástarsaga og pólitísk
ádeila í bland við flotta tónlist.“
Í hlutverkum Sallyar, Cliffs og
skemmtanastjórans Max eru Ólöf
Jara Skagfjörð, Jóhann Axel Ing-
ólfsson og Hákon Jóhannesson, en í
hlutverkum eldri hjónanna eru Karl
Ágúst Úlfsson og Andrea Gylfadótt-
ir. Leikarar sýningarinnar voru
valdir eftir opnar prufur fyrr á
árinu. „Við fengum mjög mikil og já-
kvæð viðbrögð frá listafólki í brans-
anum við þessum prufum,“ segir
Marta og tekur fram að prufurnar
„Markmiðið að fá fólk í leikhús“
Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, leggur áherslu á barnaverk á komandi leikári
og vill höfða til breiðs áhorfendahóps Segir hún mikilvægt að eiga í virku samtali við samfélagið
Morgunblaðið/Hari
Leikhússtjóri „Ég vil reyndar að allir landsmenn finni sig knúna til að sækja sýningar LA, slíkt verði aðdráttaraflið,“ segir Marta Nordal.
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Kínversk-breski listamaðurinn, rithöf-
undurinn og kvikmyndagerðarkonan
Xiaolu Guo er stödd hér á landi til að
kynna uppvaxtarsögu sína, Einu sinni
var í austri, sem Angústúra gaf út í
þýðingu Ingunnar Snædal.
Þú lýsir æsku þinni sem einmana-
legri, en á sama tíma verja fjölskyldur
í Kína miklum tíma saman og mætti
því draga þá ályktun að mikil nánd
ríkti. Hver var upplifun þín af fjöl-
skyldumenningunni á uppvaxtarárum
þínum í Kína undir stjórn komm-
únista?
„Það er viðtekin hugmynd að kín-
verskar fjölskyldur verji miklum tíma
saman. Frá níunda áratug síðustu ald-
ar hafa foreldrar ýmist verið í verk-
smiðjum, á skrifstofunni eða að störf-
um langt að heiman til að draga björg í
bú með þeim afleiðingum að börn hafa
alist upp á ömmum sínum og öfum. Þú
getur gert þér í hugarlund hversu lítil
samskipti hafa í reynd verið milli
gamla fólksins og ungviðisins að
undanskildum frumþörfunum sem var
sinnt, þ.e. máltíðir og svefn. Ég skrif-
aði um það sem ég upplifði á uppvaxt-
arárum mínum og það fyllir rúmlega
hálfa bókina. Ég ólst upp í þorpi. Aðrir
ólust upp í borgum, sem ég held að
hafi verið jafn erfitt, með tilheyrandi
firringu, en í meira samræmi við sam-
félagsgerð kommúnismans í borgum.“
Ekki vera svona örvæntingarfull
Hvernig hefur æska þín mótað þig
sem rithöfund?
„Sennilega eru ákveðnir þættir
æsku minnar sem hafa haft áhrif á mig
sem rithöfund. Í grundvallaratriðum
hefur hún haft áhrif á sýn mína á lífið í
þorpum og bændur – hversu hart þeir
eru leiknir af kerfinu en eru á sama
tíma svo þrautseigir í lífsbaráttu sinni
– það varð leiðarstefið í vinnu minni. Á
hinn bóginn er einvera mín stærstan
hluta uppvaxtaráranna lykilþáttur í
því verða rithöfundur – ég fékk tíma til
að upplifa og íhuga daglegan raun-
veruleikann af fullkomnum hráleika.
Sú staðreynd að ég var bara þarna,
upplifa hlutina í reynd, en ekki í gegn-
um lestur ævintýra eða sagna. Rithöf-
undur þarf á þessu að halda, þ.e. lif-
„Fékk tíma
til að upplifa“
Hreifst af þrautseigju bænda
Einveran lykilþáttur í höfundaferli