Morgunblaðið - 29.08.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2018
Sigþór Ari Sigþórsson, verkfræðingur í Noregi, á 50 ára afmæli ídag. Hann býr í bænum Valen sem er rétt hjá Husnes, mitt ámilli Stavangurs og Björgvinjar.
„Það er merkilegt við þennan bæ að Alusuisse byggði álver þar á
sama tíma og það byggði álverið í Hafnarfirði,“ segir Sigþór Ari en
hann er Hafnfirðingur. „Maður reynir alltaf að finna tengingar við
sinn heimabæ og lætur sér líða vel með það. Það er með okkur eyja-
skeggjana að við erum alltaf á leiðinni heim þótt það verði jafnvel
ekki fyrr en í jarðarförinni. Í Noregi er gott að vera og lúxuslíf að ala
upp börn. Við komum hingað í lok árs 2011, en þá stóð valið milli þess
að gerast bankamaður eða flytja úr landi, en það voru engar fram-
kvæmdir í gangi þá á Íslandi. Ég er einn af eigendum verktakafyr-
irtækis hérna og sé um að bjóða í verk og stýra verkframkvæmdum.“
Sigþór Ari er núna staddur á Ródos ásamt stórfjölskyldu sinni.
„Mér finnst gaman að ferðast og svo horfi ég mikið á fótbolta, fer á 5.
deildar leiki í heimabænum í Noregi. Svo er ég farinn að spila aftur
brids en ég gerði töluvert af því á menntaskólaárunum og spila mikið
á netinu til gamans. Svo hef ég alltaf gaman af því að ræða um pólitík
Sú baktería er ekki farin. Maður er Liverpool- og FH-maður og krati
hvar sem þeir eru staddir og er skráður í norska Verkamannaflokk-
inn.“ Eiginkona Sigþórs Ara er Hólmfríður Jóna Aðalsteinsdóttir
hjúkrunarfræðingur og vinnur á heilsugæslunni í heimabænum. Börn
þeirra eru Þórhildur Guðný, f. 1993, Andri Þórir og Aðalheiður
Sæunn. Stjúpsonur Sigþórs Ara er Stefán Þórsson.
Hjónin Hólmfríður og Sigþór á góðri stundu.
Eyjaskeggjar eru
alltaf á leiðinni heim
Sigþór Ari Sigþórsson er fimmtugur í dag
G
uðrún Helga Lárusdóttir
fæddist í Reykjavík, 29.8.
1933 og ólst þar upp á
Grímsstaðaholtinu. Hún
missti móður sína þegar
hún var á fjórða aldursári og föður-
ömmu sína, Guðrúnu Lárusdóttur al-
þingiskonu og rithöfund, ári síðar.
Báðir þessir atburðir höfðu mikil áhrif
á líf hennar. Hennar stoð og stytta upp
frá því var Sigurbjörn föðurafi hennar.
Guðrún var send í sveit í æsku til
stjúpömmu sinnar, Guðríðar Jónsótt-
ur, í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð, sem
reyndist henni afar vel. Þar naut hún
sveitalífsins og bústarfanna..
Guðrún var aðeins 16 ára eru hún
kynntist Ágústi G. Sigurðssyni lífs-
förunauti, samstarfsmanni og félaga.
Hann var þá 18 ára en þau trúlofuðust
1951, giftust 1953 og hafa alla tíð verið
mjög samhent í öllu sem þau hafa tekið
sér fyrir hendur.
Guðrún Helga var í Skildinganes-
skóla til 12 ára aldurs, var einn vetur í
Melaskóla, lauk landsprófi frá Gagn-
fræðaskóla Vesturbæjar 1949, stund-
aði nám við MR í einn vetur og sinnti
síðan skrifstofustörfum hjá Blindra-
vinafélaginu 1951-53.
Guðrún og Ágúst fluttu til Dan-
merkur árið 1956 með unga dóttur
sína þar sem hann lagði stund á, og
lauk, skipatæknifræði. Þau komu heim
árið 1959 og Guðrún sá um heimilið og
dætur þeirra og sinnti meðfram hluta-
starfi í Árbæjarsafni.
Árið 1970 keyptu þau Ágúst togar-
ann Boston Wellvale sem hafði strand-
að við Arnarnes í Ísafjarðardjúpi,
gerðu hann upp og hófu útgerð frá
Hafnarfirði árið 1971. Togarinn fékk
nafnið Rán og Guðrún var ráðin fram-
kvæmdastjóri Stálskips, eins og út-
gerðin var nefnd. Síðan hefur hún
stýrt Stálskipi af stakri röggsemi
ásamt Ágústi manni sínum.
Guðrún sat í stjórn Útvegsmanna-
félags Hafnarfjarðar frá 1983, lengst
af sem formaður, og var fyrsta konan í
því félagi, sat í stjórn Fiskmarkaðar
Hafnarfjarðar 1987-94, var kjörin í
stjórn Landssambands íslenskra út-
vegsmanna 1983, fyrst kvenna, og
hætti setu þar árið 2013 þegar þau
hjón hættu útgerð. Hún sat í Útflutn-
ingsráði og ýmsum nefndum fyrir
hönd LÍÚ, sat einnig í varastjórn Jafn-
réttisráðs fyrir Vinnuveitenda-
samband Íslands, í varastjórn Olíufé-
lagsins hf. 1995-2004 og í bankaráði
Íslandsbanka 2003 og í sjóðsstjórn
Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í
erlendum tungumálum 2003- 2010.
Guðrún hlaut Riddarakross hinnar
Íslensku Fálkaorðu fyrir sjávar-
útvegsstörf 17. júní 1991, var kjörin
maður ársins, ásamt eiginmanni sínum
Guðrún Helga Lárusdóttir, framkv.stj. og útgerðarm. – 85 ára
Fjölskyldan Guðrún Helga og Ágúst Guðmundur, með dætrum sínum, tengdasonum og barnabörnum.
Afburða kvennafrum-
kvöðull í útvegsmálum
Nöfnurnar Guðrún Helga með
ömmu sinni, Guðrúnu Lárusdóttur,
alþingiskonu og rithöfundi.
Skógarbraut, Reykjanesbæ
Arnar Nökkvi Sæþórsson
fæddist 11. október 2017 kl.
11.12. Hann vó 3.994 g og var
51 cm langur. Foreldrar hans
eru Helga Rós Gísladóttir og
Sæþór Atli Gíslason.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is