Morgunblaðið - 29.08.2018, Blaðsíða 6
Hættulegt Gamla sprengjan sem
drengirnir fundu og léku sér að.
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Tveir drengir að leik við Seyðisfjörð
fundu fágætan hlut á förnum vegi í
vikunni og fór svo að kalla þurfti
sprengjusérfræðinga Landhelgis-
gæslunnar á svæðið. Um var nefni-
lega að ræða virka sprengjukúlu sem
talið er að komin sé úr loftvarnar-
byssu breska olíuskipsins El Grillo,
sem liggur á botni Seyðisfjarðar.
Drengirnir sluppu vel, því þeir
höfðu leikið sér að sprengjunni og
kastað henni á milli sín áður en þeir
gerðu foreldrum sínum viðvart um
fundinn. Sprengjan hefði vel getað
sprungið í loft upp í höndum þeirra.
Þegar sprengjusérfræðingarnir
komu á staðinn gerðu þeir sprengj-
una óvirka og eyddu henni.
Samkvæmt tilkynningu Landhelg-
isgæslunnar um fundinn finnast álíka
hlutir frá tíma hernámsins í seinni
heimsstyrjöldinni enn víðs vegar um
landið og geta verið mjög hættulegir.
Í tilkynningunni brýnir Landhelg-
isgæslan fyrir landsmönnum að láta
lögreglu eða Landhelgisgæslu vita ef
torkennilegir hlutir á borð við
sprengjuna finnast og snerta þá alls
ekki. Það verði að koma í hlut sér-
fræðinga að skera úr um hvort þeir
séu hættulegir.
Léku sér
að gamalli
sprengju
Tveir drengir
fundu virka sprengju
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2018
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Klínísk rannsókn á notkun banda-
rískra háskólanema á ofvirknilyfinu
Adderall sem er lítið notað á Íslandi
og er náskylt lyfjunum Concerta og
Rítalín, metýlfenídati sem ætlað er
einstaklingum með ADHD, leiddi í
ljós að þeir sem ekki eru með
ADHD-greiningu virðast ekki ná
bættum námsárangri með notkun á
Adderall. Inntaka
lyfsins viðist jafn-
vel hafa neikvæð
áhrif á frammi-
stöðu þeirra sem
ekki eru með
ADHD,“ segir
Bergljót Gyða
Guðmundsdóttir,
doktor í sálfræði
um rannsókn sem
hún gerði ásamt
sex öðrum vís-
indamönnum frá University of
Rhode Island og Brown University í
Rhode Island-ríki í Bandaríkjunum.
Skýrt er frá niðurstöðum hennar í
grein í vísindatímaritinu Pharmacy í
júlí síðastliðnum.
„Niðurstöðum rannsóknarinnar
verður að taka með þeim fyrirvara
að um frumrannsókn er að ræða og
þátttakendur fáir. En 13 háskóla-
nemar í grunnnámi, sem búið var að
ganga úr skugga um að væru ekki
með ADHD, komu í tvær heimsókn-
ir á rannsóknarstofu þar sem þeim
var gefið Adderall í annað skiptið en
lyfleysa í hitt. Hvorki þátttakendur
né þeir rannsakendur sem áttu í
samskiptum við þá vissu hvenær um
lyf eða lyfleysu væri að ræða,“ segir
Gyða og bætir við að þetta sé ein af
fyrstu rannsóknunum af þessu tagi á
áhrifum lyfsins á hugarstarf, líðan,
blóðþrýsting, hjartslátt og sjálfsmat
á eigin hugarstarfi í hópi há-
skólanema sem ekki hafi verið
greindir með ADHD. Í báðum heim-
sóknum hafi m.a hjartsláttur, blóð-
þrýstingur og púls verið mældir og
spurningalistar um líðan og áhrif
lyfjanna, lestrarpróf og minnispróf
lögð fyrir.
„Niðurstaða rannsóknarinnar var
í stuttu máli sú að áhrifin voru mis-
munandi og ekki að öllu leyti þau
sem búist hafði verið við. Þegar lyfin
voru tekin hækkaði blóðþrýstingur
og hjartsláttur jókst, líkt og búist
var við. Þátttakendur fundu fyrir
aukinni ánægjutilfinningu og þeim
leið frekar eins og þeir væru „hátt
uppi“, (e. feeling high) þegar þeir
fengu Adderall samanborðið við lyf-
leysu. Skammtíma- eða vinnslu-
minni hrakaði hins vegar undir
áhrifum lyfjanna samanborið við lyf-
leysu. Ekki var sjáanlegur munur á
lestrarfærni eða langtímaminni
þátttakenda. Jafnframt hrakaði
sjálfsmati þeirra á eigin hugarstarfi,
athygli, skipulagningu, tímastjórnun
og þess háttar. Athygli virtist hins
vegar fara lítillega fram undir áhrif-
um lyfjanna miðað við lyfleysu,“
segir Gyða. Hún segir það þekkt að
háskólanemendur í Bandaríkjunum
og víðar um heim misnoti örvandi
lyfseðilsskyld lyf til þess að bæta ár-
angur í námi og noti auk þess örv-
andi efni, svo sem koffín og orku-
drykki, til þess að geta haldið betur
athygli, vakað lengur og nýtt meiri
tíma í lærdóm. Margir noti þau einn-
ig sér til afþreyingar til að hafa
meira úthald þegar farið sé út að
skemmta sér, oft í bland við önnur
efni, s.s. áfengi og/eða tóbak. Rann-
sóknir bendi til þess að háskólanem-
ar sem misnoti lyfin telji að inntaka
þeirra sé hjálpleg, auki úthald, minni
og athygli og leiði þar með til aukins
námsárangurs.
Starfsemi heila mismunandi
„Það er mikilvægt að hafa það í
huga að undirliggjandi starfsemi
heila og taugaboðefnabúskapur er
mismunandi milli einstaklinga og
ýmislegt bendir til þess að sú heila-
starfsemi sem lyfin hafa áhrif á sé
ekki sú sama hjá þeim sem ekki eru
greindir ADHD og þeim sem eru
með ADHD.
Margt bendir einnig til þess að lyf
sem þróuð hafa verið við ADHD nýt-
ist síður þeim sem ekki eru með
ADHD, þ.e. þeim sem eiga auðvelt
með að hafa stjórn á athygli sinni og
hegðun. Misnotkun á slíkum lyfjum
virðist gera meira ógagn en gagn
fyrir þann hóp,“ segir Gyða.
Í doktorsritgerð sem Gyða lauk
árið 2015 kom fram að 11-13%
grunnnema við Háskóla Íslands
hefðu misnotað örvandi lyfseð-
ilsskyld lyf einu sinni eða oftar á
námsferlinum í þeim tilgangi að
bæta námsárangur og/eða sér til af-
þreyingar.
„Að mörgu leyti má segja að sam-
félagið „normalíseri“ og samþykki
notkun á ýmsum efnum til taugaefl-
ingar og til þess að ná meiri árangri í
námi og starfi,“ segir Gyða. Koffín
sé t.d. félagslega samþykkt örvandi
efni sem og orkudrykkir og jafnvel
áfengi upp að vissu marki.
Fara varlega með örvandi efni
„Fólk þarf almennt að gæta var-
úðar í umgengni við örvandi efni
sem virðast veita tímabundin já-
kvæð áhrif en jafnvel ekki síður nei-
kvæð. Enginn ætti að neyta örvandi
lyfseðilsskyldra lyfja nema að
læknisráði, þegar gengið hefur verið
úr skugga um að þeirra sé þörf. Það
sama gildir um taugaeflingu og
hugarstarf eins og annað sem varðar
heilsu okkar, frammistöðu og líðan.
Góð næring, nægur svefn og skyn-
samleg hreyfing eru gulls í gildi,“
segir Gyða, sem vonast eftir fleiri
tækifærum til rannsókna á þessu
sviði.
Í dag starfar Gyða sem sálfræð-
ingur í skólaþjónustu við Þjónustu-
miðstöð Breiðholts auk stunda-
kennslu við Háskóla Íslands og
samstarfs við Háskólann í Reykja-
vík. „Rannsóknarstarfið við kollega
mína í Bandaríkjunum er að ein-
hverju leyti tómstundagaman sem
ég sinni utan vinnu, “ segir Gyða.
Neysla ADHD-lyfja varasöm
ADHD-lyf geta haft neikvæð áhrif á frammistöðu þeirra sem ekki eru með
ADHD Samfélagið samþykkir taugaörvandi efni til þess að ná árangri í námi
og starfi Góð næring, nægur svefn og hæfileg hreyfing gerir meira gagn
Adderall Lyfið er notað við ADHD. Það er lítið notað hér á landi en er ná-
skylt lyfjunum Concerta og Rítalín sem eru í talsverðri notkun hér.
Bergljót Gyða
Guðmundsdóttir
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við erum búin að lækka kalda vatn-
ið tvisvar sinnum nýlega og raf-
magnsdreifinguna. Ég held að þetta
hafi samtals verið um 22% Við erum
ekki að skoða
frekari verðlækk-
anir á verðskrá
núna,“ segir
Bjarni Bjarna-
son, forstjóri
Orkuveitu
Reykjavíkur.
Á mánudag var
tilkynnt að hagn-
aður Orkuveitu
Reykjavíkur
hefði numið 3,8
milljörðum króna á öðrum ársfjórð-
ungi. Tekjur Orkuveitunnar og dótt-
urfélaga jukust um 1.550 milljónir
króna miðað við sama tímabil árið
2017.
Þrátt fyrir þessa góðu afkomu lít-
ur ekki út fyrir að borgarbúar njóti
góðs af með lækkun á verðskrá.
Bjarni segir að þess í stað sé horft til
frekari uppbyggingar fyrirtækisins.
Hann segir að aðgerðir síðustu ára
hafi treyst fjárhag Orkuveitunnar,
stöðu og þjónustu og það hafi þegar
leitt til lækkana.
„Nú erum við komin í þá stöðu að
við getum leyft okkur að horfa langt
fram á veginn. Hvernig þjónustu
vilja borgarbúar sjá næstu 20 árin?
Þar er auðvitað margt undir,“ segir
Bjarni í samtali við Morgunblaðið.
„Við þurfum að skoða fráveituna vel.
Næsta stig er að tryggja að hún geti
alltaf þjónað, við lentum í kröggum
með það í fyrra. Notkun á hitaveit-
unni hefur aukist verulega og við er-
um að skoða bæði lághitasvæðin og
Hengilinn, hvernig við getum aukið
forðann. Þetta kostar heilmikið.
Hitaveitan og fráveitan eru dýrustu
kerfin okkar. Fyrirtækið er komið í
mjög gott jafnvægi. Þar er góður
rekstur. Nú viljum við halda áfram
að byggja upp til framtíðar.“
Helmingur frá stóriðju
Samkvæmt upplýsingum frá Ei-
ríki Hjálmarssyni, upplýsingafull-
trúa OR, stendur nú yfir árviss gerð
fjárhagsspár fyrir næsta ár og
næstu fimm ár þar á eftir. Sú vinna
feli meðal annars í sér að áætla
tekjur og þar með gjaldskrár. „OR
birtir árlega samþykkta fjárhagsspá
samstæðunnar opinberlega að hausti
og í henni eru forsendur hennar, þar
á meðal verð á þjónustunni. Verð á
sérleyfisþjónustunni er háð sam-
þykki eða staðfestingu opinberra
eftirlitsaðila,“ segir Eiríkur.
Bjarni forstjóri segir aðspurður að
tekjuskipting raforkusölu Orku nátt-
úrunnar sé í grófum dráttum þannig
að helmingur teknanna komi frá
stóriðju en helmingur frá almennum
markaði. „Tekjurnar í stóriðju sveifl-
ast hins vegar með álverði og munu
gera það þar til þeim samningum
lýkur,“ segir hann. „Á almenna
markaðnum, hjá almenningi og
litlum og meðalstórum fyrirtækjum,
er samkeppni.“
Horfa til uppbyggingar en
ekki til lækkana á verðskrá
Forstjóri OR vill byggja upp fráveitu- og hitaveitukerfin
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Orkuveitan Góð afkoma verður
nýtt til uppbyggingar fyrirtækisins.
Bjarni
Bjarnason
Maðurinn, sem leitað var að í Jökulgili að Fjallabaki í fyrrinótt, var vanur
ferðamaður frá Sviss. Þetta sagði Guðbrandur Arnar Arnarson, verkefnis-
stjóri aðgerðamála hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, í samtali við
mbl.is í gær. Maðurinn fannst klukkan tvö um nóttina.
Umfangsmikil leit var gerð að manninum, en á svæðinu voru óvenjumikl-
ir vatnavextir og gul viðvörun frá Veðurstofu var í gildi. Maðurinn fór rétt
að, að sögn Guðbrands, hélt kyrru fyrir í tjaldi sínu og sendi neyðarboð í
stað þess að halda áfram. „Hann átti ekki langt eftir í Landmannalaugar en
hann hefði ólíklega bjargast af eigin rammleik,“ sagði Guðbrandur.
Hefði ólíklega bjargast af eigin rammleik