Morgunblaðið - 29.08.2018, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.08.2018, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Kristín Heiða hvít flögg eftir það til merkis um að nú mætti almúginn tína söl,“ segir Berglind og bætir við að ekkert mál sé að þekkja sölin frá öðrum hafsins gróðri, því þau eru rauðbrún að lit. „En það er næring í öllum þessum hafsins gróðri, ég tíni líka stundum marinkjarna, hrossaþara og græn- þörunga. Ég er svo þakklát fyrir sjó- inn,“ segir Berglind í sæluvímu yfir gnægtum jarðar og sælunni að fá að vaða út í sjó og sækja sér björg í bú. Nágranni Berglindar, Guðrún Ólafsdóttir hómópati, var með í för og var að fara í fyrsta skipti í sölva- tínslu, en hún segist hafa borðað söl árum saman. „Þetta er svo hollt, stútfullt af snefilefnum. Söl eru sér- lega joðrík og við fjölskyldan borð- um þetta sem snakk allan veturinn. Ég klippi sölin niður og set í brauð- deig og svo er gott að mylja þau og nota eins og salt út á salat, strá þeim yfir. Ég naga þetta hvenær sem mig langar til, ég er oft með poka með mér í bílnum til að nasla, þá fer ég síður í sælgæti eða aðra óhollustu,“ segir Guðrún. Vasklegur kvennahópurinn breiðir síðan úr sölvunum á grasið þegar þær koma í land, til að láta sólina og hafgoluna þurrka þau. „Það tekur 14 klukkustundir að fullþurrka söl, en við látum sól og vind fyrst þurrka þau svolitla stund, til að losna við mesta vökvann, svo við getum fært þetta milli staða án þess að allt verði rennandi blautt.“ Valkyrjur Berglind, Guðrún, Rannveig, Katrín, Urður, Hjördís og Sigríður. Stórstreymi Best er að nýta stórstreymi til að komast sem lengst út að tína. Ekki detta! Eins gott að hafa gott jafnvægi í sleipum þaranum. Þurrkun Þær breiddu úr sölvunum á grasið og létu sól og vind um að þurrka. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2018 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646 ÚTSÖLULOK 20-70% afsláttur Opið virka daga kl. 10-18 Sonatorrek er ljóð eftir Egil Skalla-Grímsson og er eitt merkasta ljóð víkingaaldar. Ljóðið er 25 erindi og ort undir kviðuhætti og lýsir þar Egill mikilli sorg sinni og reiði í garð Óðins fyrir að hafa tekið tvo syni sína. Er líður á ljóðið dreg- ur Egill smám saman úr ásök- unum sínum og að lokum þakk- ar hann Óðni fyrir skáld- skaparhæfileikana sem honum höfðu hlotnast. Samkvæmt Egils sögu var til- urð ljóðsins sú að sonur hans Böðvar lést í sjóslysi í Borgar- firði. Skömmu áður hafði sonur hans Gunnar einnig dáið. Lagð- ist Egill þá í þunglyndi og ætlaði að svelta sig til bana. Var þá Þorgerður dóttir hans sótt og með klókindum gat hún fengið Egil til að hætta í sveltinu og yrkja frekar kvæði. Aðferð Þor- gerðar var sú að hún þóttist ætla að fylgja honum í dauðann og lagðist hjá honum. Bráðlega fór hún svo að tyggja söl og gaf föður sínum þá skýringu að hún gerði það til flýta fyrir dauð- anum. Sölin vöktu upp þorsta hjá Agli og var honum færð mjólk og þar með var úti um áform hans. Í staðinn fékk Þor- gerður hann til að yrkja erfiljóð eftir synina og það ljóð varð Sonatorrek. (heimild: www.Wikipedia.org) Söl björguðu lífi Egils DÓTTIRIN RÁÐAGÓÐA Egill Stytta Magnúsar Ágústssonar af Agli Skalla-Grímssyni. Morgunblaðið/Ásdís Sölin voru afvötnuð og soðin í mjólk eða mjólkurblandi, en til að ná vel úr þeim nærandi efnum þurfti að sjóða þau lengi. Einnig þekktust sölvakökur en þær voru gerðar úr rúgmjöli og sölvum. Sölin voru notuð til að drýgja mjöl í brauð, og voru þau þá fyrst soðin í vatni, svo söxuð smátt, oftast með tóbaks- eða káljárni og þannig hnoðuð saman við brauðið. Sölvabrauð voru sögð líkjast seyddu rúgbrauði. Varðveist hafa umsagnir fjögurra landlækna um lækningagildi sölva. Þeir eru: Bjarni Pálsson, Oddur Hjaltalín, Jón Hjaltalín og Jónas Jónassen. Oddur Hjaltalín segir: ,,Söl eru kælandi, vallgang mýkjandi, uppleysandi, þvagleiðandi, nærandi, stillandi, svitadrífandi og styrkjandi. Fersk á lögð deyfa þau hitabólgu og tök.“ Bjarni Pálsson telur að ný söl gagnist við gallsótt, niðurgangi, kveisu, gigt, tæringu, brjóstveiki, lystarleysi, ógleði, ófeiti, ófrjósemi, kyndeyfð og skyrbjúg. Enn fremur talar hann um að söl séu fitandi og leggur áherslu á að þau auki frjósemi. Jónas Jónassen telur söl gott hægðameðal og í bókinni Grasnytjar eftir Björn Halldórsson í Sauðlauksdal segir að söl séu góð við sjóveiki og að þeir sem með ofdrykkju hafi spillt reglu maga síns og blóðtempran hafi gott af að nota söl fyrir mat og krydd næsta dag. Halldór Jónsson í Mið- dalsgröf í Strandasýslu getur þess að gott sé að éta söl til að forðast sjó- sótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.