Morgunblaðið - 29.08.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2018
„Við finnum fyrir miklum áhuga enda erum við að bjóða
upp á einstaka upplifun,“ segir Sigurjón Steinsson, fram-
kvæmdastjóri Sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða, GeoSea.
Böðin opna dyr sínar fyrir gestum klukkan 10 á föstudag
og þá geta fyrstu gestirnir notið þeirra.
Sigurjón segir að framkvæmdir séu á lokastigi. Bað-
húsið sjálft sé að mestu tilbúið og böðin sem eru utanhúss
alveg tilbúin. Enn sé verið að vinna við að ganga frá um-
hverfinu og verði sú vinna áfram í gangi. Böðin eru við vit-
ann á Húsavíkurhöfða, nálægt bjargbrúninni, og er útsýn-
ið út á Skjálfandaflóa og til Kinnarfjalla tilkomumikið.
Áætlanir gerðu ráð fyrir að opnað yrði um mitt ár þann-
ig að ferðamenn sem lögðu leið sína um svæðið í sumar
gætu nýtt sér þjónustuna. Það dróst, eins og oft verður við
miklar framkvæmdir, en Sigurjón segir að starfsfólkið
muni gera sitt besta til að vinna úr stöðunni. Þannig verði
lögð áhersla á að bjóða hópum Íslendinga að koma og upp-
lifa böðin í vetur.
Verið er að undirbúa eða koma upp böðum af ýmsu tagi
víðsvegar um landið. Sigurjón óttast ekki samkeppnina,
segir að Sjóböðin verði einstök og telur að ferðamennirnir
hafi áhuga á að njóta þeirra, ekki síður en annarra baða.
Ljósmynd/Gaukur Hjartarson
Sólsetur við Skjálfanda Sjóböðin eru úti á Húsavíkurhöfða, rétt við vitann, og gestirnir hafa útsýni út á flóann og til Kinnarfjalla.
Ljósmynd/Gaukur Hjartarson
Framkvæmdir Í baðhúsi er móttaka, böð og aðstaða fyrir starfsfólk og veitingastaður með
léttar veitingar. Áfram er unnið að frágangi lóðar og fegrun umhverfis.
Opnað í sjóböð í
fögru umhverfi
Lokið hefur verið við gjald-
þrotaskipti í þrotabúi Ingólfs Helga-
sonar, fyrrverandi forstjóra Kaup-
þings, samkvæmt Lögbirtinga-
blaðinu. Kröfurnar voru lýstar
639.594.807 krónur en engar eignir
fundust upp í kröfurnar.
Ingólfur var úrskurðaður gjald-
þrota þann 15. mars síðastliðinn.
Gjaldþrotaskiptin hófust í kjölfarið
og var lokið þann 20. júní en ekki til-
kynnt um það fyrr en í síðustu viku.
Ingólfur er nú í fangelsi að af-
plána fjögurra ára og sex mánaða
fangelsisdóm sem hann hlaut árið
2015 fyrir markaðsmisnotkun og
umboðssvik í aðdraganda banka-
hrunsins. Þetta var þyngsti dóm-
urinn sem felldur var í markaðs-
misnotkunarmáli Kaupþings.
Morgunblaðið/Golli
Kaupþing Ingólfur Helgason við
réttarhöld í máli hans árið 2015.
Gjaldþrot
upp á 640
milljónir
Gjaldþrotaskiptum
í búi Ingólfs lokið
Leysigeisla var beint að áhöfn flug-
vélar sem var í aðflugi á Keflavík-
urflugvelli um helgina. Lögregl-
unni á Suðurnesjum var tilkynnt
um þetta enda er athæfi af þessu
tagi stórhættulegt. Talið er að
geislinn hafi komið úr Keflavík en
ekki er vitað um nákvæma stað-
setningu þess sem beindi honum.
Lögreglan er nú að rannsaka málið.
Á svipuðum tíma gómaði lög-
reglan mann sem hafði farið loft-
köstum í bifreið sinni upp á grashól
og setið þar fastur. Maðurinn var
sviptur ökuréttindum fyrir.
Leysigeisla beint
að flugvélaráhöfn
Vegagerðin reiknar með að mun
minna þurfi að dýpka í og við Land-
eyjahöfn á næstu þremur árum en
þurft hefur síðustu fjögur árin. Staf-
ar það af því að nýja Vestmannaeyja-
ferjan ristir grynnra en núverandi
Herjólfur.
Vegagerðin hefur boðið út dýpkun
við Landeyjahöfn næstu þrjú árin.
Miðað er við 300 þúsund rúmmetra
dýpkun á ári, eða samtals 900 þús-
und rúmmetra. Á árunum 2015 til
2017 nam dýpkunin 500 til nærri 600
þúsund rúmmetrum á ári og það sem
af er þessu ári 385 þúsund rúmmetr-
um. Samkvæmt upplýsingum Sig-
urðar Áss Grétarssonar, fram-
kvæmdastjóra siglingasviðs Vega-
gerðarinnar, stafar munurinn á milli
ára af mismunandi öldufari en einnig
af því hvaða svæðum er dýpkað á
hverju sinni. Þannig var mikið dýpk-
að fyrir utan höfnina á árinu 2015,
þegar magnið var mest, og innan
hafnar 2017.
Höfnin endurbætt
Við val á verktökum verður miðað
við tvennt; annars vegar verð og hins
vegar hversu vel búið og afkastamik-
ið dýpkunarskip á að nota.
Endurbætur á Landeyjahöfn
standa fyrir dyrum. Sett verður
grjótvörn á enda brimvarnargarð-
anna, lagður vegur út vesturgarð og
innri höfn stækkuð. Markmiðið með
stækkuninni er að auka snúnings-
svæði Herjólfs. Grjótgarðurinn
gegnt bryggjunni verður færður til
austurs og snúningssvæðið stækkað
með þeim hætti. Öryggi á að aukast
og nýr Herjólfur sem væntanlegur
er til landsins mun geta siglt oftar til
Landeyjahafnar en núverandi Herj-
ólfur. helgi@mbl.is
Minni þörf á dýpk-
un á næstu árum
Dýpkun Landeyjahafnar boðin út
Sanddæling Mikið hefur verið að
gera hjá dýpkunarskipum.