Morgunblaðið - 29.08.2018, Side 25
æfinguna. Síðar urðum við sam-
starfsmenn í Tónlistarskóla
Kópavogs, Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands og Tónlistarskólanum í
Reykjavík. Að frumkvæði Jóns
skiptumst við á sendibréfum öll
árin sem ég stundaði nám í Vín-
arborg. Nokkru eftir að ég fluttist
heim á ný kom hann eitt sinn til
mín og afhenti mér bréfabunka
sem hann hafði samviskulega
haldið til haga. Bréf hans til mín
eru því miður ekki jafn vel varð-
veitt, en ýmis brot man ég úr þeim
enn þann dag í dag. Jón var
snyrtimenni hið mesta, glæsileg-
ur að vallarsýn og hafði afar hlýja
og góða nærveru. Það bjó glettni í
augnaráðinu og ævinlega var
stutt í græskulausa kímni og gam-
anmál. Hann var mannkostamað-
ur og vissulega mannbætandi að
vera í návist hans og eiga við hann
samskipti. Jón var músíkalskur
mjög og listfengur á marga vegu.
Hann hafði mjög fallega rithönd
og var líka skrautritari góður,
skrifaði m.a. öll útskriftarskírteini
Tónlistarskólans í Reykjavík um
langt árabil.
Við Hrefna sendum afkomend-
um hans öllum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Jóns Sig-
urðssonar
Kjartan Óskarsson.
Þegar ég var 15 ára gamall
byrjaði ég að fara einu sinni í
mánuði til Reykjavíkur í tromp-
ettíma til Jóns Sigurðssonar. Þá
átti ég heima í Vestmannaeyjum
og það var mikill spenningur í
bland við kvíða að fara að hitta
þennan mann sem var þá starf-
andi trompetleikari í Sinfóníu-
hljómsveit Íslands og kennari við
Tónlistarskólann í Reykjavík. Það
er skemmst frá því að segja að
kvíðinn var með öllu óþarfur.
Hann tók mér svo opnum örmum
að kennslustundin sem átti líkleg-
ast að vera ein klukkustund tók
lungann úr deginum enda hafði
hann frá svo mörgu að segja og
opnaði svo margar gáttir að ég
gat ekki beðið eftir því að komast í
tíma til hans aftur. Veturinn eftir
flutti ég til Reykjavíkur og gat þá
hafið fullt nám í Tónlistarskóla
Reykjavíkur þar sem hann varð
minn aðalkennari og var ég þá í
nær daglegu sambandi við hann.
Auk þess að vera í Tónlistarskól-
anum var ég í Menntaskólanum
við Hamrahlíð og á þessum tíma
bjuggu Jón og Ása í Grænuhlíð-
inni. Ef það var gat í stundatöfl-
unni sem vildi oft verða gat ég
skroppið í heimsókn til þeirra
hvort sem þau voru heima eða
ekki, slík var gestrisnin.
Á meðan Jón var enn spilandi í
Sinfóníunni bauð hann mér oftar
en ekki á tónleika og þá sérstak-
lega þegar eitthvað mikið lá við í
brassinu og passaði upp á að ég
missti ekki af neinu sem ég mátti
ekki missa af. Eitt eftirminnilegt
skiptið var þegar ég reyndar
komst ekki á tónleikana sjálfa
heldur laumaði Jón mér inn á
lokaæfinguna og sat ég þá einn í
heilu Háskólabíói og hlustaði á
Ásgeir Steingrímsson spila
trompetsólóið í Furum Róma-
borgar eftir Respighi.
Jón var alltaf svo jákvæður, í
góðu skapi, hvetjandi og gerði
námið það skemmtilegt að ég er
ennþá með trompetdelluna sem
blossaði upp þegar ég hitti hann
fyrst.
Mig langar að þakka honum
innilega fyrir alla vináttuna og
góðvildina í minn garð og seinna
minnar fjölskyldu í þau nær 30 ár
sem ég hef verið svo heppinn að
hafa þekkt hann. Þó að hann hafi
getað verið afi minn hvað aldur
varðar þá var hann einn af mínum
allra bestu vinum og ég er svo
stoltur og þakklátur fyrir það.
Megi Guð blessa þig, Jón, og
þína aðstandendur í Jesú nafni,
Amen.
Birkir Freyr Matthíasson.
Fleiri minningargreinar
um Jón Sigurðsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2018 25
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður haldið á henni
sjálfri sem hér segir:
Hjallavegur 2, Húnaþing vestra, fnr. 213-3886 , þingl. eig. Ársæll Geir
Magnússon og Þorbjörg Rut Guðnadóttir, gerðarbeiðendur
Vátryggingafélag Íslands hf. og Landsbankinn hf., þriðjudaginn 4.
september nk. kl. 12:00.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
28. ágúst 2018 Tilboð/útboð
Auglýsing – Lýsing
Lýsing fyrir breytingu á greingargerð
aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar
2008-2020, 4. kafla
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur
samþykkt að auglýsa lýsingu fyrir breytingu
á greinargerð aðalskipulags Hvalfjarðar-
sveitar 2008-2020.
Tillagan tekur til 4. kafla í greinargerð um
frístundabyggð og er auglýst skv. 1. mgr. 31.
gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan snýst um að gefa landeigendum
kost á að nýta hluta frístundabyggða sinna
undir frístundahús til útleigu í atvinnuskyni,
án þess að breyta þurfi landnotkun á
sveitarfélagsuppdrætti.
Tillagan liggur frammi á skrifstofu Hval-
fjarðarsveitar. Tillöguna má einnig sjá á
heimasíðu sveitarfélagsins
www.hvalfjardarsveit.is frá 29. ágúst 2018 til
og með 14. September 2018.
Kynningarfundur verður á skrifstofu Hval-
fjarðarsveitar miðvikudaginn 5. september
2018 kl. 17:00 til 18:00
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast
skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 21. september
2018 á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel
3, 301 Akranes eða á netfangið
skipulag@hvalfjarðarsveit.is
Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Hvalfjarðarsveitar
Auglýsing um skipulagsmál
í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur
að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Stekkjarkot, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur heimilað gerð deiliskipulags fyrir spilduna Stekkjarkot í Þykkvabæ í
Rangárþing ytra. Deiliskipulagið tekur til byggingareita fyrir frístundahús og gestahús. Spildan er á skilgreindu
frístundasvæði í aðalskipulagi. Tillagan hefur farið í grenndarkynningu til aðliggjandi lóðarhafa og bárust engar
athugasemdir.
Kaldakinn, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt tillögu að deiliskipulagi fyrir Köldukinn, L165092. Gert verði
ráð fyrir 3 landspildum á stærðarbilinu 8-20 ha sem eru ætlaðar til landbúnaðar. Á hverri spildu verði mögu-
leiki á byggingu íbúðarhúss, gestahúss og útihúss. Ennfremur verður gert ráð fyrir frekari uppbygginu á landi
jarðarinnar í þágu nýtingu jarðarinnar til landbúnaðar, s.s. nýtt íbúðarhús og reiðskemma. Gildandi deiliskipulag
á jörðinni fellur úr gildi með gildistöku þessa skipulags. Vegna formgalla í málsmeðferð er tillagan hér endur-
auglýst.
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra,
www.ry.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til 10. október 2018
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra
í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
skipulagsfulltrúi.
Rangárþing ytra
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin smíðastofa
kl. 9-16. Opið hús kl. 13-16. Brids kl. 13-16. Opið fyrir úti- og innipútt.
Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni.
Allir velkomnir. S. 535-2700.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-
10.30. Botsía kl. 10.40-11.20. Spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12.30-
15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Dansleikur með Vitatorgsbandinu í dag
kl. 14-15. Fyrsti dansleikur haustsins. Ókeypis aðgangur og öllum
opinn. Verið velkomin á Vitatorg, Lindargötu 59, sími 411-9450.
Garðabær Jónshúsi / félags- og íþróttastarf: 512-1501. Opið í Jóns-
húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Vatnsleikfimi
Sjálandi kl. 7.30/15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Stólaleikfimi Sjá-
landi kl. 10.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 11.30. Zumba Kirkjuhvoli kl.
16.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13.
Gerðuberg Opin handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leið-
beinanda kl. 9-12. Leikfimi Helgu Ben kl. 11-11.30. Útskurður / pappa-
módel með leiðbeinanda kl. 13-16. Félagsvist kl. 13-16. Velkomin.
Gullsmári FEBK brids byrjar aftur eftir sumarfrí á morgun
fimmtudag kl. 13.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Hádegismatur kl. 11.30.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
hádegismatur kl. 11.30, handavinna kl. 13, stólaleikfimi og slökun kl.
13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50. Við hringborðið kl.
8.50, listasmiðjan er opin fyrir alla frá kl. 9-16, ganga kl. 10, zumba
dans leikfimi með Auði kl. 13, síðdegiskaffi kl.14.30. Allir velkomnir
óháð aldri. Hausthátíð Hæðargarðs verður fimmtudaginn 6. septem-
ber, nánari upplýsingar í Hæðargarði 31 eða í síma 411-2790.
Korpúlfar Gönguhópar kl. 10 í dag, gengið frá Borgum og opið hús
kl. 13 í dag, félagsvist, hannyrðir og skemmtileg samvera. Félagsvist-
in færist síðan fram til mánudags frá og með 3. september.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.3, trésmiðja kl. 9-12, morgunleikfimi
kl. 9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl.10-12, upplestur kl. 11,
félagsvist kl. 14, Bónusbíllinn kl.14.40, heimildarmyndasýning kl.16.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur
hittist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir vel-
komnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4. Göngu-Hrólfar ganga frá Seltjarnanesi við Bakka-
tjörn kl.10. Kaffi í Golfskálanum Seltjarnarnesi.
Félagslíf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs-
salnum. UL í Noregi og Ólafur
Jón Magnússon. Allir velkomnir.
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Smá- og raðauglýsingar 569 1100 | www.mbl.is/smaaugl
mbl.is
alltaf - allstaðar