Morgunblaðið - 31.08.2018, Page 12

Morgunblaðið - 31.08.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ámorgun, að kvöldilaugardagsins 1. sept-ember, heldur VinafélagGamla bæjarins í Múla- koti í Fljótshlíð árlegt Ljósakvöld í svonefndum Guðbjargargarði þar á bæ. Með Ljósakvöldinu vill félagið minnast gamalla tíma í Múlakoti, þegar ræktun, hótel- og veit- ingareksturinn og listfengi húsráð- enda þar báru hróður staðarins um land allt. Jafnframt vill Vinafélagið fagna því sem áunnist hefur við að bæta hús og garð. Dagskráin hefst kl. 20. Stórhýsi endurviðað Íbúðarhúsið í Múlakoti, sem er innarlega í Fljótshlíðinni, var reist í nokkrum áföngum á 1897- 1946. Þetta er stórhýsi sem stend- ur á rústum torfbæjar fyrri alda og var friðlýst árið 2014. Alls 27 vistarverur eru í byggingunni og þarna var rekið eitt fyrsta sveita- hótelið á Íslandi. Innbú gamla tím- ans er að stórum hluta enn í hús- inu, en í því var búið fram til 1997. Í sumar hafa þök elsta hússins, skúrar norðan við það og gangur milli fyrsta og annars byggingar- áfanga gömlu húsasamstæðunnar verið endurviðuð og lagt á þau nýtt bárujárn. Guðbjargargarður er nefndur eftir Guðbjörgu Þorleifsdóttur sem hóf ræktunarstarf árið 1897 og er þetta einn fyrsti skrúðgarður Ís- lendinga. Þar hefur verið tekið til hendi á síðustu árum og margt endurbætt. Í vikunni kom svo 50 manna hópur garðyrkjunema í Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi í sína fjórðu vinnuferð á staðinn til að bæta garðinn, meðal annars með gerð nýrra gróðurbeða. Á Ljósakvöldi á morgun verða svo ný garðhúsgögn tekin í notk- un. Þau eru smíðuð úr 100 ára gömlum reynitrjám úr garðinum góða. Gróður og myndlist „Á óskalista var hellulögn, endurgerð grasflata, nýmyndun blómabeða og gróðursetning í þau. Í stuttu máli, allt tókst þetta. Hellulögn nýja dvalarsvæðisins á gamla setusvæði garðsins var lyk- ilatriði, sem tókst ótrúlega vel,“ segir Sigríður Hjartar í Múlakoti. Þau Stefán Guðbergsson, eigin- maður hennar, eru eigendur jarð- arinnar og hófu fyrir nokkrum ár- um það endurreisnarstarf sem enn stendur. Er markmið þess að Múlakot öðlist að nýju sess sem menningarsetur. Er allt þetta unn- ið undir merkjum sjálfsgeign- arstofnunarinnar Gamli bæinn í Múlakoti. Aðild að stofnuninni eiga Skógasafn, Rangárþing eystra og þau Sigríður og Stefán sem eru eigendur vesturjarðarinnar í Múla- koti, hvar þau búa. Hvað menningu í Múlakoti viðvíkur má tiltaka ræktunarstarf Ljósakvöld í garði Guðbjargar Múlakot í Fljótshlíð öðl- ast fyrri sess sem menn- ingarsetur. Í garðinum þar verður efnt til sam- komu annað kvöld, þar sem fólk getur kynnt sér sögu staðarins þar sem merkar byggingar standa í skrúðgarði sem er meira en 120 ára. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Múlakotshjón Sigríður Hjartar og Stefán Guðbergsson rækta garðinn. Ljósm/aðsent Garðvinna Nemendur og fleiri úr garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi komu í Múlakot í vikunni og sinntu ýmsum störfum í garðinum. 20% opnunar- afsláttur Gildir til og með 3. sept. Ef þig vantar langvara við þínum van er Lyfja góður funda hérna úti’ á Gra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.