Morgunblaðið - 31.08.2018, Side 13
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2018
Guðbjargar Þorleifsdóttur og að
Ólafur Túbals sonur hennar var á
sinni tíð einn þekktasti myndlist-
armaður Íslendinga. Var meðal
annars kunnur fyrir fallegar
vatnslitamálaðar landslagsmyndir.
Ólafur, sem lést 1964, eignaðist
vináttu margra annarra lista-
manna sem gjarnan komu í Múla-
kot og fundu þar falleg myndefni.
Margir máluðu til dæmis Eyja-
fjallajökul sem blasir við af bæj-
arhlaði og er kannski hvergi fal-
legri að sjá. Fyrir vikið hefur
staðurinn sterka tengingu við
listasögu Íslendinga.
Kaffi og ástarpungar
„Uppbyggingin hér í Múlakoti
er komin vel á veg. Búið er að
endurnýja allt ytra byrði elsta
hússins sem var mikilvægur
áfangi. Næst er svo að fara í end-
urbætur innandyra í þessu húsi
sem á sér merka sögu. Við erum
raunar þegar farin að taka á móti
hópum sem vilja kynna sér þessa
merku byggingu. Skrúðgarðurinn
fallegi er svo óðum að taka á sig
fyrri svip, nema hvað eftir er að
reisa nýtt lysthús í stað þess sem
fyrir var og rifið, enda ónýtt.
Svona tökum við þetta skref fyrir
skref eftir því sem aðstæður og
efni leyfa,“ segir Sigríður Hjart-
ar.
Dagskrá Ljósakvöldsins á
morgun laugardag er á þá leið að
Björn Bjarnason, formaður Vina-
félagsins, býður gesti velkomna
klukkan 20. Þá flytur Vigdís Jóns-
dóttir sagnfræðingur ávarp. Grét-
ar Geirsson á Áshóli í Rangár-
vallasýslu leikur á harmonikku
milli atriða og fram verður borið
kaffi og ástarpungar. Þátttöku-
gjald er 1.000 kr. sem rennur
óskipt til uppbyggingar gamla
hússins. Ókeypis fyrir börn, eng-
inn posi og klæðnaður eftir veðri.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Litbrigði Skógurinn við Múlakot er eftirtektarverður í fallegum jarðarlitum haustsins.
Ljósmynd/aðsend
Blóm Margra grasa kennir og flóran er falleg í garðinum góða í Múlakoti.
Ljósmynd/aðsend
Tónlist Nikkuspil og notaleg stemning á Ljósakvöldi í Múlakoti í Fljótshlíð sem haldið er á hverju ári.
Við erum
komin
á Granda
Lyfja hefur opnað nýtt apótek við
Fiskislóð 3, í húsnæði Nettó, á Granda.
Komið og nýtið ykkur vegleg opnunar-
tilboð fram á mánudag, 3. september.
20% af öllum vörum.
*Tilboð gildir ekki fyrir lyfseðilsskyld lyf.
Lyfja á Granda er
opin alla daga 8–24. lyfja.is
andi lausn
nda,
arstaður,
nda.