Morgunblaðið - 31.08.2018, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2018
✝ Birkir FannarHarðarson
fæddist í Reykjavík
2. janúar 1999.
Hann lést á
krabbameinsdeild
Landspílans 22.
ágúst 2018 eftir
tæplega eins árs
baráttu við krabba-
mein.
Foreldrar hans
eru María B. John-
son, f. 28. desember 1965, og
Hörður Guðjónsson, f. 11. júlí
1963. Þau skildu. Bróðir hans
er Jökull Freyr Harðarson
nemi, f. 14. mars 1995.
Núverandi eiginmaður Maríu
er Jón Axel Ólafsson, f. 27.
september 1963, á hann tvö
börn, Kristínu
Ruth Jónsdóttur, f.
3. janúar 1986, og
Ólaf Ásgeir Jóns-
son, f. 22. desem-
ber 1993.
Birkir ólst upp
hjá foreldrum sín-
um í Grafarvogi og
gekk í Hamraskóla
og lauk síðan
grunnskólanámi
frá Foldaskóla árið
2015. Hann hóf nám við
Menntaskólann í Hamrahlíð
sama ár á félagsfræðibraut og
stefndi hann á sálfræðinám í
háskólanum í framhaldi.
Útför Birkis Fannars fer
fram frá Grafarvogskirkju í
dag, 31. ágúst 2018, klukkan 13.
Elsku yndislegi, sterki, yfir-
vegaði, góðhjartaði strákurinn
minn. Æðrulausa ofurhetjan mín.
Það er endalaust sárt að þú
sért ekki með okkur lengur. Svo
sárt að þér, með allri þinni já-
kvæðni, bjartsýni og úthugsuðu
pælingum, hafi ekki tekist ætl-
unarverkið þitt í þetta sinn – að
verða „medical miracle“.
En þú veist að þú ert og verð-
ur alltaf stóra kraftaverkið mitt
fyrir allt það sem þú varst.
Takk fyrir allt og hvíl í friði,
ástin mín, hvar sem þú ert.
Hlakka til að sjá þig, ekki á
morgun að þessu sinni, en ein-
hvern tímann.
Hlýr faðmur,
koss á kinn,
fallegt bros í hvert eitt sinn.
Hönd svo mjúk,
vanginn blíður,
andlát þitt svo sárt það svíður.
Tryggur, traustur,
glaður, góður.
Hygginn, hraustur,
fagur, fróður.
Einstakur þú varst,
og verður,
þannig varstu bara gerður.
Óska sonur
og bróðir góður,
fjölskyldunnar fjársjóður.
(Gréta Björg Jakobsdóttir)
Þín
mamma.
Það er með öllu óskiljanlegt að
ungt fólk í blóma lífsins sé tekið
frá okkur, fjölskyldu og ástvin-
um. Það virðist svo tilgangslaust.
Sársaukinn er svo mikill og stóra
spurningin er; ef Guð ræður öllu
– hver er þá ástæðan?
Sum okkar sem eftir stöndum
eigum jafnvel erfitt með að sjá
fyrir okkur að hið guðlega hafi
slíkt miskunnarleysi að geta
hrifsað burt ungan fallegan
dreng, sem sá fyrir sér líf sitt
framundan allt planlagt út í
smæstu atriði. Hann kemur ekki
heim aftur. Herbergið hans er
tómt, líflaust og kalt. Maður
heyrir ekki lengur að það sé verið
að horfa á Friends, aftur! Maður
heyrir ekki lengur í hljóðunum úr
leikjatölvunni. Það er ekki lengur
komið til okkar og sagt: „Ég þarf
að semja við ykkur“ sem endaði
oftast með góðum samningi fyrir
alla (þó kannski örlítið betri fyrir
annan aðilann).
Núna kemur eina hlýjan frá
minningunum, sem alla jafna
kalla fram lítið bros – kannski
hlátur og örugglega mörg tár.
Birkir Fannar, þessi fallegi og
góði drengur, var sérstakur að
öllu leyti, sjálfstæður og óvenju
djúpur af svo ungum manni að
vera. Stundum sagður vera göm-
ul sál. Nærvera hans þægileg og
mjúk og voru öll samskipi við
hann átakalaus og um leið gef-
andi.
Ég fylgdist með þegar Birkir
breyttist úr unglingi í ungan
mann og við áttum spjall um
framtíðina – hvert leiðin lægi,
hvert draumarnir mundu leiða
hann og það var ekki annað hægt
en að dáðst að því hversu skýra
sýn hann hafði á hvert skrefi í lífi
sínu. Ég fylgdist með þegar
fyrsta ástin blómstraði. Það voru
forréttindi að fá að fylgja honum
fyrstu skrefin inn í lífið.
Það er því óbærileg sorg og
sársauki að kveðja þennan góða
unga vin og stjúpson í dag. Sárs-
aukinn minn verður hjóm eitt við
hlið þess sársauka sem hann
þurfti að takast á við, þegar vís-
indin gáfust endanlega upp.
Ég vil færa öllu starfsfólki
krabbameinsdeildar Landspítal-
ans miklar þakkir fyrir frábæra
umönnun og öðrum þeim sem
lögðu allt í sölurnar til að gera
honum lífið bærilegra og börðust
þrotlaust fyrir lífi hans og líðan.
Megi minning hans lifa björt.
Jón Axel Ólafsson.
Ljúfur, greindur, vel gefinn.
Ungur heimspekingur.
Besti vinur vina sinna.
Allt planað, stefnt á sálfræðinám
og vísindastörf.
Við þökkum af öllu hjarta fyrir
góðu árin 19.
Amma Hildigunnur
og afi Rafn.
Brosmildur og hæglátur er
það fyrsta sem kemur upp í hug-
ann þegar ég hugsa um Birki
Fannar systurson minn. Hann
var á svipuðum aldri og synir
mínir, Hinrik og Birkir voru
fæddir sama ár og Tómas tveim-
ur árum eldri. Samgangurinn var
því mikill hjá þeim frændum. Þau
voru ófá kvöldin þar sem auka-
dýnur voru dregnar fram og
mesta sportið var að sofa allir
saman á gólfinu. Fyrir mig var
kærkomið að fá Birki í heimsókn.
Bræðurnir áttu það stundum til
að tuða og rífast en um leið og
frændinn mætti datt allt í dúna-
logn. Á sinn ljúfa hátt náði Birkir
Fannar fram því besta í frændum
sínum. Hann féll algjörlega inn í
heimilislífið og bræðurnir kölluðu
hann oft helgarbróður sinn.
Þetta þríeyki í fjölskyldunni
gekk gjarnan undir nafninu
„gúbbarnir“.
Vinsælast var að vera fyrir
austan í sveitinni hjá ömmu og
afa. Þar var ýmislegt brallað. Oft
fengu amma og afi strákana til að
hjálpa sér við ýmis sveitastörf.
Birkir var iðulega fyrstur til að
segja já með bros á vör, og sagði
síðan við frændur sína: „Komum
strákar, drífum þetta af.“
Með aldrinum varð fjórhjólið
og Mói, gamli pallbíllinn hans
afa, vinsælli en kassabíllinn og
buslið í læknum færðist yfir í
fljótið þar sem öll frændsystkinin
léku sér að því að stökkva af
háum klettum ofan í ískaldan hyl-
inn. Hildigunnur, litla systir
bræðranna, fékk oft að vera með
og Birkir alltaf jafn ljúfur við
Birkir Fannar
Harðarson
Þegar mönnum er mik-
ið niðri fyrir er landið oft
kallað „bananalýðveldi“.
Uppnefni eru vissulega
slæmur siður og ekki til
eftirbreytni en eitthvað
verður það að kallast
þegar þannig látæði gríp-
ur fólk.
Ég er doldið áhuga-
samur um fjölmiðla, sæki
í fréttir en verð því miður
oft fyrir vonbrigðum, sérstaklega vegna
þess að ekki er allt fréttir sem birt er
sem slíkar og margar athyglisverðar
fréttir líða fyrir framsetningu þeirra,
sérstaklega ef málfarið slæmt.
Á undanförnum áratugum hefur verið
reynt að þvinga fram breytingar á ís-
lensku máli. Þetta er gert með því að
hætta að nota orð sem þó eru langt frá
síðasta söludegi ef svo má að orði kom-
ast. Reynt að að breyta merkingu ann-
arra orða sem engu að síður eru full-
komlega nothæf. Í staðinn eru ein-
hverjir garmar brúkaðir sem virka
sennilegir á prenti. Enginn hefur neitt
við þetta að athuga því enn skilst inni-
haldið þokkalega.
Hér er fyrst og fremst átt við orðlag
sem hefur á sér yfirbragð stofnanamáls
þar sem nafnorðin ráða ríkjum en sagn-
irnar lúta í lægra haldi. Þetta sést best í
svokölluðum „lögreglufréttum“. Í þeim
rembast blaðamenn við að skrifa skrýti-
lega formbundið mál sem hugsanlega á
að líkast einhvers konar kansellístíl en
skekkir um leið og skælir eðlilegan stíl
og gerir frásögn tilgerðalega og ljóta.
Stjórnendur fjölmiðla eru líklega svo
önnum kafnir að þeir mega ekki vera að
því að skoða smáatriði
eins og málfar í fréttum.
Hér eru nokkur dæmi
um „lögreglumállýsku“
sem ég hef safnað úr fjöl-
miðlum mér til dundurs.
Vel kann að vera að ein-
hverjir geti kæst yfir
svona „gullkornum“ en
víst er að öðrum finnist
þetta frekar „tragí-
kómískt“, svo maður leyfi
sér að sletta til að sýnast.
Sumt af þessu í gæsa-
löppunum eru garmar,
orð og frasar sem blaða- og fréttamenn
nota óhóflega en ætti að geymast í læst-
um hirslum fjarri óvitum.
1. Af og til er „ítrekað“
2. Aftur og aftur er „ítrekað“
3. Árekstur er „umferðaróhapp“
4. Atburður er það sem „á sér stað“
5. Barsmíðar eru „líkamsárás“
6. Bíl ekið á ljósastaur telst „umferð-
aróhapp“
7. Bíll er „ökutæki“
8. Bíll sem hefur oltið er „umferð-
aróhapp“
9. Bílstjóri er „ökumaður“
10. Dópaður náungi er „undir áhrifum
fíkniefna“
11. Fangelsi er „fangageymsla“
12. Fangelsi meðan verið er að rann-
saka mál er „í gæsluvarðhald á grund-
velli rannsóknarhagsmuna“
13. Fangi er líklega „vistmaður“, það
er „vistaður í fangaklefa“
14. Fáir eru „einhverjir“
15. Fulli kallinn er maður (líka kell-
ing) „undir áhrifum áfengis“
16. Fulli kallinn er „ölvaður maður“ (á
við bæði kynin)
17. Fyllerí í miðbænum er „áfengis-
neysla í miðborginni“
18. Fögur sýn er „sjónarspil“
19. Grunaður er sá sem hefur „fengið
stöðu grunaðs manns“
20. Hjálparsveit er „viðbragðsaðili“
21. Hvassviðri er „mikill vindur“
22. Logn er „lítill vindur“
23. Lögregla er „viðbragðsaðili“
24. Margsinnis er „ítrekað“
25. Nokkrir eru „einhverjir“
26. Oft er „ítrekað“
27. Rok er „mikill vindur“
28. Sá sem er laminn hefur orðið fyrir
„líkamsárás“
29. Sá sem stungið er í steininn er nú
„vistaður í fangageymslu“
30. Samkvæmt lögreglunni er nú
„samkvæmt dagbók lögreglunnar“
31. Sjaldan er „ítrekað“
32. Sjúkraflutningafólk er „viðbragðs-
aðili“
33. Skemmdir á bíl er „tjón á öku-
tæki“
34. Slökkvilið er „viðbragðsaðili“
35. Slysstaður er „vettvangur“
36. Snjór á vegum er „snjóþekja“
37. Stundum er „ítrekað“
38. Sumir eru „einhverjir“
39. Umferðaróhapp er „umferðarslys“
40. Umferðarslys er „umferðaróhapp“
„Lögreglumállýskan“ hjá
blaða- og fréttamönnum
Eftir Sigurð
Sigurðarson »Hér er fyrst og fremst
átt við orðlag sem hefur
á sér yfirbragð stofnana-
máls þar sem nafnorðin
ráða ríkjum en sagnirnar
lúta í lægra haldi.
Sigurður Sigurðarson
Höfundur er áhugamaður
um íslenskt mál.
sigurdur.sigurdarson@simnet.is
Í morgunútvarpi Rásar
1, 28. ágúst sl., var viðtal
við Pál Bjarnason, dag-
skrárstjóra á sjúkrahús-
inu Vogi, þar sem hann
upplýsti að „straumar og tískur í sam-
félaginu“ kalli á ýmsar breytingar á
starfsemi SÁÁ. Páll nefndi sem dæmi að
félagið hefði „gengið ansi langt“ í því að
aðskilja kynin í meðferð og þegar hann
var inntur eftir ástæðum breytinganna
svaraði hann: „það er svona að hluta til
bara krafa samfélagsins að þetta sé
þannig. Fólk eigi ekki að mixa saman
reitum þarna. Það er stundum vandamál
af því menn verða svo uppteknir af hinu
kyninu, það getur, það er ágætt að þurfa
ekki að vera að velta því of mikið fyrir
sér á meðan maður er að skoða sín
vandamál“.
Við í Rótinni teljum að það sé út af
fyrir sig gott að hlustað sé á kröfur sam-
tímans, en það hlýtur þó að þurfa að
gera ríka kröfu um að stærsti rekstrar-
aðili landsins í fíknimeðferð láti stjórn-
ast af gagnreyndri þekkingu en ekki
tískustraumum.
Krafan um að veitt sé meðferð sem
byggist á gagnreyndri þekkingu sem
tekur mið af kyni (e. gender-responsive)
og er áfallamiðuð (e. trauma-informed)
er ekki krafa um „apartheit“-stefnu
heldur krafa um að sú þekking sem til
er um mismunandi þarfir kynja, hópa og
einstaklinga sé nýtt í meðferð. Undan-
farna áratugi hefur þekking á kynja-
mun, þegar kemur að þróun og meðferð
við fíknivanda, aukist mikið og nýlega
hafa alþjóðastofnanir gefið út efni um
mikilvægi þess að gangskör sé gerð að
því að bæta stefnumótun og meðferð
fyrir konur með fíknivanda. Eitt helsta
baráttumál Rótarinnar frá stofnun fé-
lagsins er að meðferðin sé heildræn og
að fíknivandinn sé skoðaður út frá af-
leiðingum áfalla og ofbeldis sem ein-
kennir reynslu meirihluta kvenna sem
glíma við fíkn, í samræmi við tilmæli Al-
þjóðaheilbrigðisstofnununarinnar, stofn-
ana SÞ og Evrópustofnanir sem fjalla
um fíkn.
Að sjálfsögðu er það skylda SÁÁ að
tryggja öryggi skjólstæðinga sinna en
það er ófaglegt og ólíðandi að smætta
kröfuna um kynjaskiptingu niður í að
eingöngu sé verið að koma í veg fyrir
kynferðisleg sambönd í meðferð. Slíkar
yfirlýsingar opinbera því miður að SÁÁ
virðist framkvæma stefnu vegna sam-
félagslegs þrýsting án þess að þekking
sé til staðar hjá starfsfólki, á eðli vanda
þeirra sem því er ætlað að sinna. Þær
stangast líka á við margendurteknar yf-
irlýsingar yfirmanna félagsins um að
þar hafi verið safnað saman „allri þeirri
þekkingu sem til er um áfengis- og
vímuefnafíkn“, svo vitnað sé í fyrrver-
andi yfirlækni.
Að lokum eru hér nokkur atriði af
óskalista Rótarinnar um æskilega þætti
í fíknimeðferð kvenna sem rétt er að
ítreka í þessu sambandi:
Meðferðarstofnun er öruggur stað-
ur fyrir konur en ekki staður til að æfa
sig í uppbyggilegum samskiptum við
hitt kynið.
Jafnréttisáætlun er mikilvægt
verkfæri til að vinna að kynjajafnrétti.
Kynjasjónarmið í meðferð þurfa að
byggjast á sérþekkingu. Kynjaskipting,
kynjamiðun og klínískar leiðbeiningar
eru til staðar.
Viðmið og verklagsreglur um kyn-
ferðislega áreitni og ofbeldi eru virkar.
Meðferðin er áfalla- og ein-
staklingsmiðuð.
Frásagnir kvenna sem greina frá
kynferðisofbeldi eða áreitni í meðferð
eru teknar alvarlega og beint í réttan
farveg.
„Konur meðhöndla konur“ er besta
viðmið fyrir konur með áfallasögu.
Er kynjaskipt meðferð
tískustraumur?
Eftir Áslaugu Krist-
jönu Árnadóttur,
Guðrúnu Ebbu
Ólafsdóttur, Helenu
Bragadóttur, Katrínu
G. Alfreðsdóttur,
Kristínu I. Pálsdóttur,
Soffíu Bæringsdóttur
og Þórlaugu
Sveinsdóttur
»Gera þarf ríka kröfu um
að stærsti rekstraraðili
landsins í fíknimeðferð láti
stjórnast af gagnreyndri
þekkingu en ekki tísku-
straumum í störfum sínum.
Þórlaug Sveinsdóttir, Áslaug Kristjana Árnadóttir, Katrín G. Alfreðsdóttir, Guðrún Ebba
Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir. Á myndina vantar Helenu og Soffíu.
Höfundar eru í ráði Rótarinnar, félagi um
málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda.
stinapals@simnet.is