Morgunblaðið - 31.08.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.08.2018, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2018 ✝ GuðbjörgBjarnadóttir fæddist í Reykjavík 25. júlí 1954. Hún lést 22. ágúst 2018. Hún var dóttir hjónanna Bjarna Ólafssonar, f. 22. september 1927, d. 19. janúar 2018, og Jónínu K. Krist- jánsdóttur, f. 7. nóvember 1930. Guðbjörg var elst í hópi fimm systra. Þær eru Sigrún, f. 8. ágúst 1956, Kristín, f. 14. desem- ber 1960, Áslaug, f. 31. mars 1964, og Helga, f. 21. febrúar 1971. Guðbjörg giftist 9. desember 1977 eftirlifandi eiginmanni sín- um Ragnari Ingólfssyni, raf- f. 9. september 2003, og Gísli Rafn, f. 15. ágúst 2006. 2) Bryn- dís, f. 26. október 1987, sam- býlismaður Kristján Bergur Helgason, f. 27. mars 1974. Barn Kristjáns er Bergur Blær, f. 21. júlí 1998. Guðbjörg ólst upp í Smá- íbúðahverfinu og gekk í Breiða- gerðis- og Réttarholtsskóla. Eft- ir að skólagöngu lauk hóf Guð- björg störf hjá Pósti og síma og vann hún svo hin ýmsu skif- stofustörf, lengst í 19 ár hjá Framkvæmdasýslu ríkisins þar sem hún lauk sínum starfsferli árið 2012. Guðbjörg og Ragnar bjuggu í Kópavogi á meðan dætur þeirra gengu í grunn- og menntaskóla en fluttu síðar til Reykjavíkur í skamma stund áður en þau flutt- ust búferlum austur í Gnúp- verjahrepp þar sem þau reistu sér hús og nefndu Heiðargerði. Guðbjörg verður jarðsungin frá Skálholtsdómkirkju í dag, 31. ágúst 2018, og hefst athöfnin klukkan 14. einda- og flug- virkja, f. 24. júní 1952. Foreldrar hans voru Ingólfur Jónsson, f. 13. mars 1930, d. 11. febrúar 1967, og Petra Fanney Þórlinds- dóttir, f. 2. nóvem- ber 1930, d. 3. júní 2004. Guðbjörg og Ragnar eignuðust tvær dætur. Þær eru: 1) Þórunn, f. 23. nóvember 1978, eiginmaður Óskar Örn Gunnarsson, f. 6. júlí 1973. Börn Þórunnar eru Heiðrún Ósk, f. 19. desember 2000, Sigurður Ragnar, f. 6. desember 2002, og Hildur Brynja, f. 23. maí 2006. Börn Óskars eru Karítas Líf, f. 27. júlí 2000, Guðmundur Rafn, Elsku systir mín er fallin frá, alltof snemma. Hún flutti í sveit- ina með sínum manni fyrir nokkrum árum. Fengu land hjá sveitarfélaginu og byggðu sér sumarbústað og stækkuðu síðar í fallegt hús, sem þau kölluðu Heiðargerði. Hestarnir kropp- uðu í kring og spóinn vall í móa. Gróðurinn óx og myndaði gott skjól. Áhyggjulaust líf, sem einn góðan veðurdag breyttist í mar- tröð. Stuttu eftir brúðkaup Þórunn- ar dóttur þeirra, sem haldið var í Heiðargerðinu í júlí, fór Guð- björg til læknis og þá kom í ljós krabbamein sem hún réði ekki við. Mánuði eftir brúðkaupið góða var hún öll. Hún hafði gaman af lestri góða bóka og að hlusta á góða músík. Þegar við vorum unglingar var hlustað á Jethro Tull, Jesus Crist Superstar og Cat Stevens sem við spiluðum á Dual-plötu- spilarann hennar, svo vorum við að leika frægar söngkonur fyrir framan spegilinn í kjallaranum, og sungum í klósettpappírshólk og klæddum okkur í lök, og vor- um orðnar frægar söngkonur. Hún tók sér langan tíma í að mála sig áður en hún fór á ball, og teppti klóið, og þá var nú gaman að stríða henni og fá í laun þetta fína garg. Hún hafði gaman af hestaferðum og fóru þau hjón með „Söfnuðinum“ í margar góðar ferðir um allt land, gammelinn tekinn fyrir graut, og vísurnar sungnar, og svo var lögg tekin með á pela. Hún var örugg á henni Kumru sinni, svo Djákna og svo henni Skuplu. Hún fór ríðandi tvisvar í Arnarfell, fimmtug og sextug en þegar hún varð fimmtug var Hreinn Þorkelsson fararstjóri og gaf hann, henni þessa vísu í af- mælisgjöf, sem henni þótti vænt um. Inn í Múlum andann gleður einstakt veðurlag. Er Guðbjörg æskuárin kveður með afmæli í dag. Þau ferðuðust víða um lönd og sl. vor keyptu þau sér húsbíl sem til stóð að nota vel. Elsku systir, takk fyrir sam- veruna á lífsins leið. Hún sagði undir það síðasta „dont worry, be happy“. Við reynum það. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar, elsku Raggi, Bryndís og Þórunn og barna- börn. Svo hljótt þaut mín jörð yfir himinsins nafnlausa vegi að hjarta mitt fann ekki mismun á nóttu og degi. Í feiminni þrá sem endalaust bíður og bíður. Hann blekkti mig tíminn ég vissi ekki hvernig hann líður. Og svo flaug hann á burt með mitt vor yfir heiðar og hlíðar með höll mína, tign mína og ríki ég vissi það síðar, með hið fegursta og besta sem aðeins af afspurn ég þekki. Og ég átti það, átti það allt, en ég vissi það ekki. Nú undrast ég það þar sem einn ég í skugganum vaki að mín æska er liðin er horfin og langt mér að baki á einfaldan hátt eins og auðfarinn spölur á vegi þó undrast ég mest að ég gekk þar og vissi það eigi. (Guðmundur Böðvarsson) Sigrún, Fossnesi. Í dag kveðjum við kæra vin- konu, Guðbjörgu Bjarnadóttir. Hún lést 22. ágúst eftir stutta en illvíga baráttu við krabbamein aðeins 64 ára gömul. Kynni okk- ar hjóna eru ekki löng horfi mað- ur á langa ævi, en þau Ragnar Ingólfsson bjuggu í Heiðargerð- inu hér í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi og voru það þau sem við helst litum til þegar við ákváðum að setjast að í sveitinni. Ekki gera sömu mistök og við, að byggja of lítið því maður þarf að hafa nóg pláss fyrir sig og sína sögðu þau og voru farin að huga að því að stækka sumarhúsið sitt og flytja alfarið austur. Leiðir okkar lágu fyrst saman í gegnum Sigrúnu systur hennar í Fossnesi sem við höfum þekkt frá örófi alda. Guðbjörg var skemmtileg heim að sækja enda sóttum við í félagsskap þeirra hjóna þó að heimsóknirnar hefðu mátt vera miklu fleiri, maður heldur alltaf að það sé nægur tími seinna, en svo er ekki endi- lega eins og sýnir sig nú. Hestaferðir voru margar farn- ar saman og sýndi Guðbjörg þar hvað hún var mikill töffari. Sama hvað gekk á aldrei bugaðist hún. Man þegar hestarnir þeirra hjóna komu hlaupandi einir inn í Tjarnarver annar með hnakkinn undir kvið en hinn með hnakkinn á sínum stað. Vildi til að ég var vel ríðandi þannig að ég sneri óð- ara við og fann þau hjón á göngu kílómetra síðar. Guðbjörg hafði dottið af baki og Raggi missti hestinn frá sér þegar hann fór til að hjálpa henni. Í ferðum átti hún til að vera með bók með sér með fróðleik um það landsvæði sem við riðum um og las fyrir okkur ferðafélag- ana. Í vor fórum við í ferð sem gerð var út frá Stóru-Mörk. Þar var hún í miklu stuði, en skrapp þó í trússbílinn og var þar hálfan annan tíma vegna bakverkjar, snaraðist svo á bak aftur eins og ekkert hefði í skorist. Þarna er líklegt að hún hafi verið farin að kenna meins síns. Í brúðkaupi dóttur sinnar núna 21. júlí lék hún á als oddi og ekkert bar þá á veikindum hennar sem nú hafa sigrað hana. Missir okkar allra er mikill en hann er hjóm eitt miðað við það sem Ragnar, Þórunn, Bryndís og fjölskyldur þeirra þurfa að tak- ast á við. Sumt er ekki hægt að skilja. Sendum fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Friður Guðs blessi þig, hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigvaldi og Helga, Lómsstöðum. Guðbjörg Bjarnadóttir ✝ Lilja Randvers-dóttir fæddist í Miklagarði, Saur- bæjarhreppi í Eyja- firði, 20. júlí 1930. Hún lést á öldrunar- heimilinu Hlíð á Ak- ureyri 22. ágúst 2018. Foreldrar henn- ar voru Randver Karles Jóhannes- son, f. 22.9. 1896 á Jökli, d. 10.4. 1980, og Hólm- fríður Ólafsdóttir, f. 18.9. 1906 á Helgastöðum, Saurbæjarhreppi, d. 16.1. 1933. Lilja átti eina hálf- systur samfeðra, Margréti Ólínu, f. í Hleiðargarði í Saurbæjar- hreppi 14.5. 1920, d. 18.7. 1936. Móðir hennar var Marselía Ein- arsdóttir, f. 29.8. 1891 á Guðrún- arstöðum í Saurbæjarhreppi, d. 11.2. 1924. Ingvar, f. 10.7. 1963, og Hans Liljendal, f. 30.11. 1973. Karl og Lilja hófu búskap í Melgerði árið 1951 þar sem þau tóku við búi Ólafs Jóhannes- sonar, móðurafa Lilju. Í Mel- gerði bjuggu þau fyrst í félagi við Vigfúsínu föðursystur Lilju, sem þá var orðin ekkja og Aðal- stein móðurbróður hennar, en smám saman tóku Karl og Lilja alfarið við búskapnum þar. Árið 1960 kaupa þau jörðina Dvergsstaði af Frímanni Karles- syni föður Karls og fluttu þangað það ár. Þar stunduðu þau búskap þar til þau fluttu til Akureyrar árið 1992 í Núpasíðu 10D. Í Melgerði tóku þau að sér tvo drengi, þá Geirlaug og Ólaf Sig- fússyni, sem þá höfðu misst báða foreldra sína, hjónin Sigfús móð- urbróður Lilju og Vigfúsínu föð- ursystur hennar. Þá var Randver faðir Lilju einnig til heimilis hjá þeim, fyrst í Melgerði og síðan á Dvergsstöðum allt þar til hann lést árið 1980. Lilja verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, 31. ágúst 2018, klukkan 13. Lilja flutti árið 1934 með föður sín- um, hálfsystur, móðurafa og ömmu, hjónunum Ólafi Jó- hannessyni og Guð- rúnu Sigfúsdóttur og þremur móður- bræðrum, þeim Sig- fúsi, Aðalsteini og Jóhannesi, frá Miklagarði í Mel- gerði í Saurbæjar- hreppi, en þar stunduðu þau bú- skap. Lilja giftist Karli Liljendal Frímannssyni, f. 17.3. 1924 á Arnarstöðum í Saurbæjarhreppi, d. 6.5. 2010. Karl og Lilja giftu sig 23. júní 1951 og eignuðust þau sex syni; Gunnar, f. 29.3. 1952, Jón, f. 14.5. 1953, d. 22.4. 1992, Randver Karl, f. 17.11. 1958, Hólmgeir, f. 29.6. 1960, Lilja Randversdóttir fæddist í Miklagarði 1930. Móðir sína missti hún á þriðja ári og ólst upp hjá föður sínum og fjöl- skyldu móður sinnar eftir það. Faðir minn var móðurbróðir Lilju og leit alla tíð á hana sem hálfgerða litlu systur sína. Lilja giftist Karli Liljendal Frímannssyni og þau bjuggu fyrst í Melgerði en fluttu síðar í Dvergsstaði. Lilja og Karl áttu sex syni, Gunnar, Jón, Randver Karl, Hólmgeir, Ingvar og Hans Liljendal. Þau hjón misstu Jón sviplega 1992 og er óhætt að segja að það hafi ver- ið þeim erfitt. Lilja og Kalli bjuggu mynd- arbúi á Dvergsstöðum enda var Kalli fæddur bóndi og sagði pabbi mér einu sinni að þegar Kalli kom í Melgerði hefði ann- að höfuð komið á hverja skepnu. Á Dvergsstöðum var allt hreint innan húss sem utan og ég man að gamall maður sagði við mig að á Dvergs- staðajeppanum tylldi ekki skít- ur, hann stæði alltaf nýþveginn á hlaðinu. Við komum í Dvergs- staði oft í mánuði alla mína æsku og þar var alltaf jafn gott að koma. Þar var alltaf tekið jafn vel á móti okkur af þeim hjónum og drengjunum þeirra. Ég ætla ekki að gleyma föð- ur hennar, honum Randver, sem alltaf tók mér jafn vel og hinum drengjunum. Ég á enn safn bóka sem hann batt lista- vel inn. Eftir að þau fluttu til Akureyrar kom ég nokkrum sinnum í Núpasíðuna og þá var gaman að skoða myndir af fólk- inu okkar sem Lilja átti tölu- vert af. Lilja hafði líka gaman af þegar ég kom með litlu stúlk- una mína og hún sá myndir af langömmu sinni og alnöfnu. Lilja sagði mér að hún hefði glaðst þegar hún heyrði að ég hefði skírt eftir ömmu og hún hefði í raun skírt elsta dreng- inn Gunnar í höfuðið á henni. Eftir að pabbi dó kom ég nokkrum sinnum til hennar og þá ræddum við oft um kveð- skap og hún sagði mér sögur úr Melgerði. Síðasta heimsóknin í sumar var með kvæði sem einhverjir töldu eftir pabba en mér fannst ekki líkt hans kveðskap en bar það undir Lilju sem strax taldi upp sömu rökin á móti því og ég hafði hugsað. Ég hafði gam- an af hvað við vorum sammála. Lilja var eins og pabbi mjög tengd sveitinni sinni og mér hefur stundum dottið í hug það sem sagt var um einn forföður okkar: „Enginn elskaði sveitina sína eins og hann.“ Við hjónin sendum drengj- unum frá Dvergsstöðum og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Sigfús Aðalsteinsson. Lilja Randversdóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR HÖRÐUR ARASON, Njarðarvöllum 2, Njarðvík, lést á Hrafnistu, Nesvöllum, miðvikudaginn 22. ágúst. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 4. september klukkan 13. Sendum starfsfólki Hrafnistu Nesvöllum, innilegar þakkir fyrir einstaka umönnun og frábæra þjónustu. Stefán Halldórsson Jón Rúnar Halldórsson Signý Elíasdóttir Jóhanna Halldórsdóttir Sigtryggur Hafsteinsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær sonur okkar, stjúpsonur, bróðir og barnabarn, BIRKIR FANNAR HARÐARSON, lést á krabbameinsdeild Landspítalans miðvikudaginn 22. ágúst. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, föstudag, klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Ljósið, endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda, www.ljosid.is/minningarkort. Hörður Guðjónsson María B. Johnson Jón Axel Ólafsson Jökull Freyr Harðarson Hildigunnur Johnson Rafn F. Johnson Ástkær eiginkona mín og lífsförunautur, móðir okkar, tengdamóðir og amma, STEINUNN JÓNA SVEINSDÓTTIR lífeindafræðingur, andaðist þriðjudaginn 28. ágúst á líknardeild Landspítalans. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 7. september klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnaheill og Líf styrktarfélag. Reynir Tómas Geirsson Ásta Kristín Reynisd. Parker Justin Allen Parker María Reynisdóttir Brynjólfur Borgar Jónsson og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdmóðir og amma, ÓLÖF KRISTJANA GUNNARSDÓTTIR, lést þriðjudaginn 14. ágúst. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum samhug og veittan stuðning. Benedikt Helgi Sigfússon Sigfús G. Benediktsson Stefanía Ó. Benediktsd. Magnús Baldursson Halldóra S. Benediktsd. Halldór F. Steinarsson Ásgeir B. Benediktsson Sandra Örvarsdóttir María H. Benediktsdóttir Sirius J. Grimm og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, RAGNA ÓLÖF WOLFRAM, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, sunnudaginn 5. ágúst. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ása Pálsdóttir Anna Wolfram Gunnar Örn Ólafsson Jenný Wolfram Ágúst Sigurbjörnsson og fjölskyldur Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagreinUnd- irskrift | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.