Morgunblaðið - 31.08.2018, Síða 25
Veðrið var ekki upp á það besta,
þæfingur á götum og sóknar-
nefndarfundur hafði verið boðað-
ur síðdegis. Einhverjir hringdu í
mig og báðu um að fundinum yrði
frestað. Þá var Geir búinn að hafa
samband og sagðist koma gang-
andi.
Elja, kraftur og lífsgleði ein-
kenndu Geir og ég mun leitast við
að lifa eftir lífsspeki hans, en
hann sagði oft: „Lifðu hvert and-
artak.“
Orð að sönnu og þess vegna
skulum við njóta hvers andar-
taks.
Ég er óendanlega þakklát fyr-
ir að hafa átt Geir að vini og hann
mun alltaf eiga stóran hlut í
hjarta mínu.
„Ég varð glaður, er menn
sögðu við mig: Göngum í hús
Drottins.“ Þannig hefst 122.
sálmur Davíðs. Ég veit að þessi
hugsun hljómaði í huga vinar
míns hvern helgidag á leið til
messu í Dómkirkjunni. Það hefur
hljómað með enn meiri gleði er
hann yfirgaf jarðlífið og gekk inn
í helgidóm himinsins til fundar
við föður lífsins og kærleikans.
Kæru Gunnar, Elmar, Reynir
Tómas og fjölskyldan öll, mínar
innilegustu samúðarkveðjur til
ykkar.
Blessuð sé minning Geirs R.
Tómassonar.
Oss hverfur daggardropinn smár
við dagsins yl,
vér vitum samt, að efra er
hann áfram til.
Og voru lífi lagði braut
að ljóssins strönd
sá guð, sem kveikti geimsins sól
og gaf oss önd.
(Einar M. Jónsson)
Laufey Böðvarsdóttir.
Kveðja frá Karlakórnum
Fóstbræðrum
Það er áralöng hefð fyrir því
að Karlakórinn Fóstbræður
syngur fyrir vistmenn elliheimil-
isins Grundar að loknum síðustu
vortónleikum. Upphaf þess mun
hafa verið á þeim tíma þegar Jón
Halldórsson, fyrsti söngstjóri
kórsins, dvaldi þar síðustu æviár
sín, en hann lést í hárri elli árið
1984.
Það var eins nú í vor að kórinn
ók vestur á Grund að loknum vor-
tónleikum að syngja fyrir vist-
menn. Þegar kórinn hafði sungið
nokkur lög hafði einn söngmanna
orð á því að hann sæi ekki betur
en að fóstbróðirinn Geir Tómas-
son sæti úti í sal. Fór formaður
kórsins til hans og fékk það stað-
fest að sá væri maðurinn. Varð
Geir við beiðni kórmanna og
gerði sér lítið fyrir og kom inn í
kórinn og söng með honum tvö
lög í öðrum tenór, sem var hans
rödd. Auðvitað sungum við sam-
an Fóstbræðralagið en hitt lagið
var ekki síður viðeigandi; gamla
sænska þjóðlagið: „Hæ, tröllum á
meðan við tórum.“ Stóð öldung-
urinn á 102. aldursári teinréttur
og glæsilegur og tók undir í
söngnum. Þessi óvænta uppá-
koma verður lengi í minnum höfð
í okkar hópi.
Geir Tómasson fylgdi kórnum
í aldri, en hann var fæddur árið
1916, sem kórinn er vanur að
miða upphaf sitt við. Hann gekk
til liðs við Fóstbræður árið 1947
og mun vera síðastur til að kveðja
af þeim sem voru samþykktir inn
í kórinn í stjórnandatíð Jóns
Halldórssonar. Hann söng ekki
mjög lengi í starfandi kór en
þeim mun lengur með Gömlum
Fóstbræðrum og var alla tíð hluti
af samfélagi Fóstbræðra og bar
hag kórsins fyrir brjósti. Það má
telja þá Fóstbræður á fingrum
annarrar handar sem hafa verið
lengur í söngfélaginu en 71 ár.
Hann var með í Ameríkuförinni
árið 1989 þegar starfandi kór og
Gamlir Fóstbræður ferðuðust
saman alla leið að Kyrrahafs-
strönd.
Karlakórinn Fóstbræður mun
í dag syngja við útför Geirs í
Dómkirkjunni í Reykjavík sem
stóð honum nærri. Má segja að
þar ljúki ákveðnum kafla í sögu
kórsins, þar sem nú er enginn
eftirlifandi Fóstbróðir eldri en
söngfélagið.
Fyrir hönd Karlakórsins Fóst-
bræðra sendi ég fjölskyldu Geirs
Tómassonar samúðarkveðjur.
Arinbjörn Vilhjálmsson,
formaður Karlakórsins
Fóstbræðra.
Eitt af því dýrmætasta í lífinu
eru góðir vinir og gott samferða-
fólk. Geir Reynir Tómasson tann-
læknir var einn þessara sam-
ferðamanna. Hann lést
fimmtudaginn 16. ágúst sl. 102
ára að aldri.
Þegar rýnt er í æviferil Geirs
er hann mikill að vöxtum og
glæsilegur og því tæpt á örfáum
atriðum. Geir varð stúdent frá
MR 1937, tók tannlæknapróf í
Köln 1941 og doktorspróf árið
eftir. Hann starfaði í Þýskalandi í
tvö ár og önnur tvö í Svíþjóð, en
kom til Íslands í júlí 1945 með
Esju, ásamt 303 öðrum Íslend-
ingum. Erilsamt var hjá tann-
læknum við heimkomu enda að-
eins 14 tannlæknar starfandi í
landinu. Geir rak tannlæknastofu
í Reykjavík, fyrst á Þórsgötu, svo
í Domus Medica og síðast á Sól-
vallagötu þar til hann var um átt-
rætt. Fyrstu tíu árin fór hann ár-
lega í tannlæknaferðir til
Stykkishólms að beiðni land-
læknis.
Geir var mjög virkur í fé-
lagstarfi Tannlæknafélags Ís-
lands, sat í stjórn félagsins um
árabil og formaður 1965-1968.
Hann starfaði í hinum ýmsu
nefndum og var virkur í norrænu
samstarfi og forseti Skandínav-
íska tannlæknafélagsins um ára-
bil. Æðstu viðurkenningu Tann-
læknafélags Íslands hlaut Geir er
hann var kjörinn heiðursfélagi
1985. Þann heiður hefur aðeins
17 tannlæknum hlotnast í 90 ára
sögu félagsins. Auk annarra við-
urkenninga var hann handhafi
þýsku heiðursorðunnar Das
Verdienstkreuz des Verdienstor-
dens der Bundesrepublik
Deutschland.
Geir ólst upp með einstæðri
móður sinni, Kristínu Hansdótt-
ur. Í viðtali í Læknablaðinu 2008
um spænsku veikina 1918, hann á
þriðja ári, sagðist hann muna
ljóslifandi að í nóvember er veik-
in var í hámarki veiktist móðir
hans og var þungt haldin, en náði
heilsu á ný. Á meðan var honum
komið fyrir ásamt fjölda barna á
barnaheimili í Miðbæjarbarna-
skólanum.
Geir var mikill trúmaður og
starfaði lengi í safnaðarnefnd
Dómkirkjunnar og 95 ára flutti
hann aðventuhugvekju í kirkj-
unni og fór létt með. Við skólaslit
MR þegar Geir var 75 ára stúd-
ent flutti hann hátíðarræðu og
við skólaslit á síðasta ári tók Geir
til máls sem 80 ára jubelant. Geir
var mikill áhugamaður um spírit-
isma og var m.a. formaður Sálar-
rannsóknafélags Íslands. Geir
var virkur félagi í frímúrarastúk-
unni Eddu. Á Jónsmessufundi
Eddunnar 2013 flutti hann svo
frábært erindi að það var birt í
málgagni Reglunnar. Hann var
þá var þá elsti Eddubróðir, 97
ára. Tæplega 99 ára að aldri
keypti Geir sér nýjan bíl og end-
urnýjaði ökuskírteinið árlega.
Í viðtali í Tannlæknablaðinu
100 ára segir hann lykilinn að
langlífi sínu m.a. vera jákvæðni
og fallegt hugarfar. „Mottóið er
meðalhófið. Prófa allt sem lífið
hefur að bjóða, en vera sjálfum
sér trúr og samkvæmur og muna
að geyma ekki bros dagsins til
morgundagsins “. Við kveðjum
nú þennan einstaka samferða-
mann og kollega sem gekk hnar-
reistur, spengilegur, með nánast
óskert andlegt atgervi með bros
á vör fram á síðasta dag.
Blessuð sé minning Geirs
Reynis Tómassonar.
Kveðja frá Tannlæknafélagi
Íslands,
Svend Richter.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2018 25
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Hreinsa
þakrennur, laga
ryð á þökum
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Lerkihlíð 15, Reykjavík, 50% ehl., fnr. 203-2979 , þingl. eig.
Steinþóra Sævarsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf.,
þriðjudaginn 4. september nk. kl. 10:00.
Álfheimar 34, Reykjavík, fnr. 202-1067 , þingl. eig. Þorbjörg
Sveinsdóttir, gerðarbeiðandi Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf.,
þriðjudaginn 4. september nk. kl. 10:30.
Köllunarklettsvegur 4, Reykjavík, fnr. 223-2371 , þingl. eig. V63 ehf.,
gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf.,Reykjavíkurborg,
Tryggingamiðstöðin hf., Arion banki hf. og Húsfélagið
Köllunarklettsvegi 4, þriðjudaginn 4. september nk. kl. 11:30.
Hlíð 39, Kjósarhreppur, fnr. 208-6371 , þingl. eig. Fanney
Þorkelsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 4.
september nk. kl. 13:30.
Eyjar 2, Kjósarhreppur, fnr. 208-5809 , þingl. eig. Ásdís Rún
Ólafsdóttir, gerðarbeiðandi Kjósarhreppur, þriðjudaginn
4. september nk. kl. 14:00.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
30. ágúst 2018.
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðb. kl. 9-16. Opið
hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið
fyrir úti - og innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala
kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 535-2700.
Áskirkja Safnaðarfélag Áskirkju verður með kaffisölu sunnudaginn
2. september eftir messu kl 12. Kaffi/djús og vaffla 500 kr Verið
öll velkomin Safnaðarfélag kirkjunnar
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl.
10-10:30. Leikfimi kl. 12:50-13:30. Opið kaffihús kl. 14:30-15:15.
Félagsmiðstöð Aflagranda 40 Við erum með Zumba Gold
námskeið fyrir 60+ og er það mjög góð og skemmtileg hreyfing.
Zumba er á föstudögum kl 10:30-11:30, námskeiðið verður niðurgreitt
að hluta af félagsmiðstöðinni en námskeiðið kostar 9.000 krónur og
stendur í 8 vikur. Hægt að skrá sig fyrir utan skrifstofurnar á
Aflagranda eða í síma 411-2701. Námskeiðið er byrjað og velkomið að
koma og taka þátt.
Garðabæ Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512-1501.Opið í Jónshúsi
og heitt á könnunni alla virka daga frá 09:30-16:00. Hægt er að panta
hádegismat með dagsfyrirvara. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10:00.
Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13:00. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12:20,
Hleinum kl. 12:30, og frá Garðatorgi 7. kl. 12:40 og til baka að loknu
félagsvist ef óskað er.
Gerðuberg Opin handavinnustofa kl.08:30-16:00. Glervinnustofa
m/leiðb. kl 09:00-12:00. Prjónakaffi kl. 10:00-12:00. Leikfimi
gönguhóps kl. 10:00-10:20. Gönguhópur um hverfið kl.10:30-.
Bókband m/leiðb. kl. 13:00-16:00. Kóræfing kl.13:00-15:00.
Allir velkomnir.
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Hádegismatur kl. 11.30. Bingó kl. 13.15, 200 kr spjaldið, allir
velkomnir. Kaffi kl. 14.30.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl
liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
hádegismatur kl. 11.30, bridge kl. 13, bíósýning kl. 13:15 og
eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið
kl.8.50, boccia kl.10.15 myndlistanámskeið hjá Margréti
Zophoníasdóttir kl.12.30. Zumba dansleikfimi kl. 13, allir velkomnir
óháð aldri. Haust hátíð Hæðargarðs verður fimmtudaginn
6. september nánari upplýsingar í Hæðargarði 31 eða í síma 411-2790.
Korpúflar Gönguhópur kl. 10 í dag gengið frá Borgum og Bridge
hópur Korpúlfa kl. 12:30 í Borgum síðan hefst hið sívinsæla vöfflukaffi
í Borgum í dag kl. 14:30 sjáumst sem flest hress og kát.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 14. Heitt á
könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er
frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Allir velkomnir.
Síminn í Selinu er: 568-2586.
Dreifingardeild Morgunblaðsins
leitar að fólki 13 ára og eldra,
til að bera út blöð.
Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga
og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana.
Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440
eða dreifing@mbl.is
Hafðu samband í dag
og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun.
www.mbl.is/laushverfi
Vantar þig
aukapening? Vantar þig
fagmann?
FINNA.is