Morgunblaðið - 31.08.2018, Side 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú hefur vald á tilfinningum þín-
um alla jafna. Þú missir andlitið þegar þú
færð nýjustu fréttir af ættingja. Það þarf
sterk bein til að þola góða daga.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú hefur alltaf stefnt einarðlega að
markmiðum þínum. Langtímaáætlanir eru
nauðsynlegar í ýmsum málum og nú er
rétti tíminn til að vinna að þeim.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Samræður við maka ganga
stirðlega í dag. Gæluverkefni keyrir þig
áfram. Það eru blikur á lofti í ástamál-
unum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Reyndu að finna einhvers konar
jafnvægi á milli þess sem þú vilt og þess
sem aðrir krefjast af þér. Einhver lofar
bót og betrun.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Láttu aðra ráða ferðinni í vinnunni í
dag. Slakaðu bara á og finndu innri frið
því þá leysast málin af sjálfu sér.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Nú er kominn tími til að nýta þekk-
ingu sem þú hefur komið þér upp gegnum
árin. Þú hefur alltaf átt auðvelt með að
vefja öðrum um fingur þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú umgengst fólk sem veit virkilega
hvað það er að gera. Þú þykist fær í flest-
an sjó og ákveður að láta til skarar skríða
í vinnunni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er engin minnkun að
leita til annarra um hjálp, þegar ekkert
gengur upp. Unglingarnir taka til hendinni
með hundshaus, en þú skalt láta sem þú
sjáir það ekki.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Vonir þínar varðandi starfs-
frama virðast vera að rætast. Ræddu við
þá sem þekkja til og þér mun opnast al-
veg nýr heimur.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Eitthvað á eftir að koma þér
verulega á óvart í dag. Leitaðu þér upp-
lýsinga og gerðu áætlanir. Hlustaðu á
innsæi þitt.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú færð stuðning við málstað
þinn úr óvæntri átt og má segja að hann
skipti sköpum fyrir þig. Að hika er sama
og tapa.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Vertu á varðbergi gegn orkusugum
og hlauptu í burtu ef einhver þeirra verð-
ur á vegi þínum. Stilltu þig um að tengj-
ast einhverjum sem er alveg ófær um að
binda sig.
Eins og ég sagði í Vísnahorni í gærvar hausthljóð í hagyrðingum
og skáldum um og eftir helgina.
Kristjana Sigríður Vagnsdóttir orti á
Boðnarmiði og kann svo sannarlega
að yrkja undir braghendum hætti og
kallar „Sumarkveðju“ og finnst mér
raunar að þetta sé barnagæla:
Sumarið kveður, sunnan vindur sést ei
meir;
sofnað hafa blómin blíðu
búast þau við roki stríðu.
Undir feldinn ætla eg að óska blundinn
ætla ég mér nú að njóta.
neyðast til og fara að hrjóta
Aftur þegar vakna verð og verkin tala
villist ég um grasið græna
göngu móð svo verði, væna.
Allar nætur eru góðar, yndið bjarta,
úti standi valtir vindar
verði grænir fjallatindar.
Skemmtileg orðaskipti urðu á
Leirnum á þriðjudaginn og byrjaði
með þessari vísu Ármanns Þorgríms-
sonar – um þann sem varð „út und-
an“:
Mat á listum misjafnt er
mun það hagyrðinga raun
oft af snilld þó ort sé hér
enginn fær þó skáldalaun.
Fía á Sandi svaraði um hæl: „Það
er nú ekkert nýtt, Ármann. Þegar
afa mínum var neitað um skáldalaun
var ort:
Gvend á Sandi sveið í lófann
synjað var um skáldstyrkinn.
Einn með hnýttum höndum skóf ‘ann
himnagrautarpottinn sinn.“
Og síðan spurði Fía: „Man einhver
hver orti?“ Og það gerði Ólafur Stef-
ánsson: „Þetta er úr fjárlagarímu Al-
þingisrímnanna eftir þá Guðmund
skólaskáld og Valdimar Ásmundsson
(1899-1901)“.
Ólafur Stefánsson heldur upp á
Ferhendur tjaldarins, Rubáiyát, í
þýðingu Einars Benediktssonar og
lætur vel að yrkja undir því lagi og
þeim hætti:
Þótt gráni hár og gerist sviðið hljótt,
og gengnu sporin máist furðu skjótt,
við augum mínum ennþá birta skín,
og enn um stund mun doka hinsta nótt.
Ólafi lætur líka vel að yrkja limru
ef þannig liggur á honum:
Í mannlífsins brekkunni miðri,
á Móhúsavöllum þeim syðri,
hann til kostanna tók
túnjálkinn Hrók,
þótt bakeymslin væru ’onum byrði.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Sumarkveðja
og skáldalaun
Í klípu
„ÞÚ SAGÐIST VILJA KRÆKLINGABÍL“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG HELD ÉG KUNNI BETUR VIÐ ÞAÐ BLÁA.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fá sms á
mánudagsmorgni.
ÉG VIL AÐ KOMIÐ SÉ FRAM
VIÐ MIG SEM DROTTNINGU
DROTTNINGU?
Í ALVÖRUNNI?
ÉG VEIT
HVAR FISK
ER AÐ
FINNA
YÐAR
HÁTIGN!
ÉG BÝST VIÐ AÐ ÞEGAR ÞÚ FÓRST Í VÍKING TIL
PARÍSAR HAFIRÐU SÉÐ MIKIÐ AF KONUM Í FLOTTUM,
SEXÍ FÖTUM!
ENGIN
ÞÖRF Á
AFBRÝÐI-
SEMI!
ÉG FÓR
EKKI TIL
PARÍSAR!
ÉG FÓR TIL AFSKEKKTRAR EYJU Í
SUÐURHÖFUM ÞAR SEM KONURNAR ERU
EKKI Í FÖTUM!
Víkverji er lausnarmiðaður ein-staklingur sem kallar ekki allt
ömmu sína. En Víkverji er mannlegur
og honum fallast stundum hendur
þegar búið er að gera einfalda hluti
svo flókna að meistaragráða dugir
ekki til þess að ráða þokkalega við ein-
falt verkefni eins og það að gera sér
dagamun og fara í bakarí í því skyni
að kaupa eitthvað gott með kaffinu.
x x x
Lífið var einfalt og ljúft einn sumar-daginn. Víkverji færði sínum
heittelskaða maka kaffi út á sólpall og
spurði um leið, er ekki lífið dásamlegt?
Makinn játti því en bætti við að snúð-
ur eða vínarbrauð úr bakaríi myndi
gera daginn fullkominn.
Þetta fannst Víkverja góð hugmynd
og fyrr en varði voru hjónin mætt í
stuttubuxum og hlýrabol í hverfisbak-
aríið í leit að bakkelsi til þess að full-
komna daginn
x x x
Góðan og blessaðan daginn, við ætl-um að fá einn snúð og eitt vínar-
brauð.
„Viltu snúðinn með, glassúr, súkku-
laði eða karamellu?“
Súkkulaði takk, sagði betri helm-
ingurinn brosandi.
„Mjúkt eða hart? “
Hart takk fyrir.
„Borða hér eða fara með?“
Fara með.
„Eitthvað fleira?“
Já, takk, eitt venjulegt vínarbrauð
með glassúr svaraði Víkverji tilbúinn
með allar upplýsingar eftir að hafa
hlustað á yfirheyrslu makans.
„Vínarbrauðslengju eða eitt
stykki?“
Nú var aðeins farið að þykkna í Vík-
verja en hann kann sig og svaraði ró-
lega, eitt stykki, takk fyrir.
„Borða hér eða taka með?“
Taka með, við ætlum að borða
bakkelsið saman í garðinum heima,
sagði Víkverji ámátlega og hélt að nú
væri spurningaflóðinu lokið.
„Borgað saman eða í sitthvoru-
lagi?“
Saman, sagði betri helmingurinn
ákveðinn og brosti hughreystandi til
Víkverja, nú var þessi flókna verslun
vonandi að verða búin, eða hvað?
„Borga með peningum eða korti?“
vikverji@mbl.is
Víkverji
Og ég segi yður: Biðjið og yður mun
gefast, leitið og þér munuð finna, kný-
ið á og fyrir yður mun upp lokið verða.
(Lúk: 11.9)
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Frábært
verð á glerjum
Einfókus gler
Verð frá kr. 16.900,-
Margskipt gler
Verð frá kr. 41.900,-
Rock Star umgjarðir
kr. 11.900,-
Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af
gæðagleraugum fyrir krakka á góðu verði
– og þú færð frábæra þjónustu.