Morgunblaðið - 31.08.2018, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 31.08.2018, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2018 Alberto Barbera, listrænn stjórn- andi kvikmyndahátíðarinnar í Fen- eyjum sem hófst í vikunni, sætir harðri gagnrýni fyrir skort á mynd- um í leikstjórn kvenna á hátíðinni. Sjálfur lýsir hann dagskrá ársins sem „einstakri“ en gagnrýnendur taka ekki undir með honum þar. Á hátíðinni verða frumsýndar myndir eftir Mike Leigh, Paul Greengrass, Coen-bræður, Luca Guadagnino og Orson Welles. Að- eins ein mynd af þeim 21 sem keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar er í leikstjórn konu og er þar um að ræða The Nightingale í leikstjórn ástralska leikstjórans Jennifer Kent, sem vakti mikla lukku með hryllingsmyndinni The Badadook fyrir fjórum árum. „Ef ég veldi aðra mynd inn í keppnina einvörðungu vegna þess að henni væri leikstýrt af konu væri það móðgun við viðkomandi leik- stjóra … Ég myndi frekar skipta um starf en láta neyða mig til að velja inn mynd eingöngu af því að henni væri leikstýrt af konu og ekki á grundvelli gæða myndarinnar,“ segir The Guardian eftir Barbera. Segir hann breytinga þörf, en „það er ekki í okkar verkahring að breyta hlutunum.“ Í frétt The Guardian er á það bent að hlutfall kvenleikstjóra hafi verið ívið betra á kvikmyndahátíð- inni í Cannes í maí, en þar voru þrjár af þeim 17 kvikmyndum sem kepptu til verðlauna í leikstjórn kvenna. Á kvikmyndahátíðinni í Toronto sem hefst í næstu viku er boðið upp á kvikmyndir í leikstjórn kvenna á borð við Claire Denis, Nicole Holofcener, Elizabeth Chomko, Patriciu Rozema, Nadine Labaki og Miu Hansen-Løve. Gagnrýna skort á kvenleikstjórum Ljósmynd/Kasia Ladczuk, Nightingale Pictures Blóðug Aisling Franciosi í kvik- myndinni The Nightingale. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Þessi hópur hefur verið að fást við hið smæsta sem er um leið hið stærsta þannig að það kennir ým- issa grasa á sýningunni,“ segir Marta Sigríður Pétursdóttir, sýn- ingarstjóri sýningarinnar Allra veðra von sem opnuð verður í Hafnarborg, menningar- og lista- miðstöð Hafnarfjarðar, kl. 20 í kvöld. Sýningin er önnur af haustsýn- ingum Hafnarborgar en hin sýn- ingin, Allt eitt- hvað sögulegt, verður sömuleið- is opnuð kl. 20 í kvöld. Allt eitt- hvað sögulegt er sýning Báru Kristinsdóttur, ljósmyndara, sem hefur um nokkurra ára skeið myndað gamla nælonhúð- unarverksmiðju sem lokaði nýverið, eiganda hennar og eina starfsmann- inn sem eftir var. Báru tekst með undraverðum hætti að festa horfinn heim á filmu í sýningunni. Viðtal við Báru er væntanlegt í helgar- blaðinu á morgun. Náið samband við veðrið Sýningin Allra veðra von fæst við viðfangsefni sem er nokkuð ólíkt viðfangsefni sýningar Báru. „Mynd- listarkonurnar eru að skoða veðrið og samband einstaklingsins við veðrið, það er þetta nána persónu- lega samband sem hvert og eitt okkar á við veðrið,“ segir Marta. „Þetta eru alls konar verk, teikn- ingar, ljósmyndir, innsetningar, skúlptúrar og vídjóverk.“ Á ári hverju óskar Hafnarborg eftir tillögum að haustsýningu safnsins. Valinn er til samstarfs sýningarstjóri sem leggur fram áhugaverða tillögu að sýningu. Með þessu vill Hafnarborg kalla til leiks nýtt fólk og veita sýningarstjórum með stuttan feril að baki tækifæri. Í ár er Marta sá sýningarstjóri. Sýningin er frumraun Mörtu í sýn- ingarstjórn en hún hefur þó unnið við sambærileg verkefni áður. „Ég hef reynslu af því að vinna með myndlistarfólki og skrifa fyrir sýningar. Ég hef til dæmis unnið mjög mikið með Lilju Birgisdóttur myndlistarmanni.“ Listakonurnar sem sýna verk sín á sýningunni leituðu til Mörtu fyrir tæpu ári síðan. „Í okkar samtali kviknaði þessi hugmynd um að vinna með veðrið. Steinunn Lilja setti fram hugmynd að einu verki og það varð einhvernveginn kveik- urinn að þessari sýningu. Það varð nú reyndar ekkert af því verki og Steinunn skapaði annars konar verk. Þetta er búið að vera í ferli síðan í desember og þetta hefur allt verið að gerast smátt og smátt,“ segir Marta sem bendir á að það sé heldur kómískt að þær hafi verið að vinna að verki um veðrið á sama tíma og sumarið í Reykjavík hafi verið nánast sólarlaust. „Það var auðvitað enginn búinn að sjá það fyrir að sumarið 2018 myndi verða eitt það versta, veður- lega séð, í manna minnum á suð- vesturhorni landsins. Þetta er eig- inlega búið að vera svolítið fyndið, að við séum að vinna með veðrið þegar fólk talaði eiginlega ekki um neitt annað allt sumarið.“ Kvíði fyrir veðrabreytingum Öfgafullt veður hefur verið víða um heim síðustu ár og þetta sum- arið voru miklir þurrkar í Svíþjóð og Noregi, að sögn Mörtu tekur sýningin mið af því og þeirri ábyrgð sem mannfólkið ber á þessum breytingum. „Óvart kom upp að þema sýning- arinnar er líka svolítill kvíði gagn- vart þeim breytingum sem margir finna fyrir í veðri. Við erum öll meðvituð um þau áhrif sem mannskepnan hefur á veðurkerfi jarðarinnar þannig að óhjákvæmi- lega er það hluti af því að vinna úr þessu risavaxna viðfangsefni.“ Marta bendir á að ekki sé verið að finna upp hjólið með því að fást við þetta viðfangsefni. „Veðrið hefur haft áhrif á list- sköpun mannkyns frá upphafi tím- ans svo það er ekkert nýtt að fást við þetta en það er af nægu að taka,“ segir Marta. „Þetta er eitt- hvað sem hefur líka svo mikil áhrif á daglegt líf okkar allra. Það er gaman að vera með myndlistarsýn- ingu með viðfangsefni sem allir geta tengt við, fólk á öllum aldri.“ Alþjóðlegar, ungar listakonur Fimm myndlistarkonur sýna á sýningunni. Þær starfa undir merkjum myndlistarhópsins IY- FAC, International Young Female Artist Club, sem hefur áður unnið að tveimur sýningum. Listakon- urnar eru þær Halla Birgisdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Ragnheiður Maísól Sturludóttir, Sigrún Hlín Sigurðardóttir og Steinunn Lilja Emilsdóttir. „Verk Höllu Birgisdóttur heitir „Hæðir og lægðir“. Í verkinu skoð- ar hún hvernig veðrið endurspegl- ast í tilfinningalífi manneskjunnar. Ragnheiður Harpa fæst við sólar- ljósið svo það er einhver bjartsýni og fegurð þarna líka. Veðrið hræðir okkur og getur verið leiðinlegt en það getur líka verið svo ótrúlega fallegt,“ segir Marta. Hún bendir á að Sigrún Hlín sýni stóran skúlptúr og að Ragnheiður Maísól sýni þjóð- fræðilegt verk um veðurlestur. Gefin verður út bók samhliða sýningunni. „Við fengum Harald Ólafsson, veðurfræðing, og Eirík Valdimarsson til þess að skrifa um veður og um sína sýn á veðrið. Svo tekur Marteinn Sindri, heimspek- ingur, viðtöl við myndlistarkon- urnar þar sem þetta nána og ein- staklingsbundna samband okkar við veðrið er rannsakað nánar.“ Manneskjan frammi fyrir veðrinu Tilfinningar Verkið Hæðir og lægðir eftir Höllu Birgisdóttur. Í verkinu skoðar Halla hvernig veðrið endurspeglast í tilfinningalífi manneskjunnar. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Veðrið Klippimynd eftir Steinunni Lilju Emilsdóttur sem verður til sýnis á sýningunni í Hafnarborg. Fimm listakonur sýna verk sín á sýningunni. Marta Sigríður Pétursdóttir  Sýning fimm listakvenna í Hafnarborg sem fjallar um samband fólks við veður opnuð í kvöld  Teikningar, skúlptúrar, innsetningar og ljósmyndir eru á meðal þess sem sjá má á sýningunni NÝ ÞJÓNUSTA FYRIR ÁSKRIFENDUR HLJÓÐMOGGI FYRIR FÓLK Á FERÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.