Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.8. 2018 VETTVANGUR Ég ætla að leyfa mér að fullyrða,á grundvelli fyrri reynslu, aðþessi orð birtist lesendum Morgunblaðsins í svörtu letri á hvít- um bakgrunni. Ég veit ekki ná- kvæmlega hvers vegna. Kannski á það sér að hluta til einhverjar tækni- legar skýringar. En eitt er víst: þetta er heppilegt fyrir lesendur. Skýrt og þægilegt. Það væri mun erfiðara og að lesa textann ef staf- irnir, og jafnvel bakgrunnurinn líka, væru í öllum regnbogans litum. Þetta gildir að vissu marki um samfélag okkar. Lífið væri að ýmsu leyti einfaldara í svarthvítu. Ef blæ- brigði mannfólksins væru færri, skoðanir þess líkari, lífsviðhorf, gildi, smekkur, trú, hneigðir og allt annað sem greinir okkur að væri ekki með ótal blæbrigðum heldur fáum og skörpum skilum, þá væri óneitanlega auðveldara að lesa ver- öldina. En engu að síður væri þetta óendanlega miklu leiðinlegra og verra samfélag. Rétt eins og ef ver- öldin væri öll bókstaflega í svart- hvítu. Okkur líður miklu betur í lit. Mikilvægi Gleðigöngunnar Daginn sem lesendur fá þetta blað í hendurnar ná Hinsegin dagar há- marki sínu með Gleðigöngunni. Þar er fjölbreytileikanum fagnað, árang- urs í réttindabaráttu minnst og hvatt til þess að áfram verði haldið að bæta það sem bæta þarf. Allt und- ir merkjum gleði og frelsis. Einstaka raddir heyrast ennþá sem mótmæla regnboganum. Vilja hvorki sjá hann málaðan á götur né kenndan í skólum. Það ætti fyrst og fremst að vera okkur áminning um nauðsyn þess að halda honum áfram hátt á lofti. Því að þeir eru líka til sem styðja réttindi hinsegin fólks heilshugar en finnst þessi hátíðahöld of mikið til- stand og jafnvel óþarfi í nútímanum. Þetta er sjónarmið út af fyrir sig. En gætum við þá spurt með sama hætti hvers vegna við höldum upp á 17. júní? Við höfum jú fyrir löngu öðlast sjálfstæði. – Nei, í báðum þessum til- vikum er mikilvægt að halda upp á það sem skiptir okkur máli. Þó ekki væri til annars en að minna okkur á að standa vörð um það og berjast fyrir því ef svo ber undir. Þess vegna hlakka ég til að taka þátt í Gleði- göngunni í ár. Breyttir tímar Nú er ég enginn sérfræðingur í sögu réttindabaráttu hinsegin fólks en það er merkilegt hve stutt er síðan hún var töluvert skemmra á veg komin en í dag. Fyrir aðeins tuttugu og einu ári, árið 1997, var það ennþá þannig að það var stórt skref fyrir bandarísku sjónvarpskonuna Ellen að koma út úr skápnum. Fullyrða má að því hafi verið almennt vel tek- ið en það var síður en svo algilt og sumir auglýsendur (a.m.k. skyndi- bitakeðjan Wendy’s) hættu að aug- lýsa í sjónvarpsþætti hennar fyrir vikið. Enn styttra er síðan kvikmyndin „Brokeback Mountain“ fjallaði um ástir tveggja karlkyns kúreka, sem hafði líklega aldrei verið gert áður í kvikmynd. Myndin hlaut vissulega frábærar viðtökur en það eitt að um- fjöllunarefnið hafi brotið blað er merkilegt, þ.e.a.s. að það skyldi ekki gerast fyrr en árið 2005. Við eigum enn töluvert í land og ég þykist viss um að margt í um- hverfi okkar í dag muni þykja frekar forneskjulegt eftir fimmtán til tutt- ugu ár. Til dæmis er ennþá merki- lega sjaldgæft að sjá karlmenn kyss- ast í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Það er líka um- hugsunarefni hversu tiltölulega fáa samkynhneigða einstaklinga (og fólk af öðrum litbrigðum kynvitundar) við þekkjum meðal íþróttafólks, í það minnsta í sumum greinum. Er einhver kúltúr mögulega ríkjandi í (sumum) íþróttum sem gerir hinseg- in fólki erfitt um vik að þrífast þar innanborðs? Áfram gakk Það hefur að mínu mati verið ein- kenni á fram- göngu helstu brautryðjenda og baráttufólks í rétt- indamálum hinsegin fólks á Íslandi að þau hafa iðulega stigið fram undir merkjum gleði og jákvæðni og lagt áherslu á að sameina frekar en sundra. Þetta er ekki einfalt í ljósi þess að málstaðurinn gengur bein- línis út á að vekja athygli á sumu af því sem skilur okkur að – hinum ólíku litum regnbogans. Þess háttar barátta getur svo auðveldlega endað ofan í skotgröfum. Hinsegin fólk á því heiður skilið fyrir að hafa tekist að halda okkur (flestum!) á hærra plani en oft vill verða þegar viðkvæm málefni eru annars vegar. Þetta ger- ir að verkum að enn fleiri en ella eru tilbúnir að taka hraustlega undir málstaðinn og slást í för með göngu- fólki, bæði í bókstaflegri og óeig- inlegri merkingu. Að lokum smávegis hugleiðing fyrir þá sem ennþá halda í þá hugsun að veröldin eigi helst að vera svart- hvít: Svartur og hvítur eru ekki nátt- úrulegir litir. Þeir eru ekki hluti af litrófi ljóssins. Þeir eiga sér enga eðlisfræðilega bylgjulengd. Þeir eru ímyndaðir litir sem við búum sjálf til í höfðinu á okkur. Það er regnboginn sem er náttúrulegur. Regnbogaland ’Hinsegin fólk á heið-ur skilið fyrir aðhafa tekist að halda okk-ur (flestum!) á hærra plani en oft vill verða þegar viðkvæm málefni eru annars vegar. Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is Morgunblaðið/Kristinn Edda Sif Pálsdóttir, íþrótta- fréttakona og nýjasti meðlimur Landans tísti um söngkonuna Birg- ittu Haukdal: „Birgitta er svo mikil DROTTNING í íslensku tónlistar- lífi! Hún gæti flutt til Spánar í 100 ár og það myndu samt allir kunna lögin hennar þegar hún kæmi til baka.“ Nokkru síðar byrjaði Edda Sif í fríi og tísti um byrjunarörð- ugleika: „Fríið byrjar vel. Fluginu seinkað og við mætum tveimur tímum fyrir nýjan tíma. Því miður! Tékkinn tíminn miðast alltaf við gamla tímann og það er búið að loka. Hérna... HA?!“ Rithöfundurinn Birna Anna Björnsdóttir tísti: „Held að verð á töxum og bíla- leigubílum hér sé miklu frekar það sem túristar koma heim í sjokki yfir heldur en ein og ein vaffla á upp- sprengdu. Uber/Lyft etc myndu breyta mjög miklu. Plús ódýrari leið að komast til og frá Kef. Kveðja, Neytendagreining- ardeildin.“ Og Þorsteinn Guðmundsson uppistandari og leikari með meiru tísti um fyrri tíma verslunarmanna- helgi: „Í dag eru 35 ár síðan ég vaknaði einn í tjaldi á Þjóðhátíð í svefnpoka sem vinur minn hafði hellt tveggja lítra kókflösku yfir, með höfuðverk og lungnabólgu. Ég mun halda upp á daginn með því að hella yfir mig sykruðum gosdrykk og slá mig í höfuðið með gönguskó.“ AF NETINU RAFVÖRUR ehf Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Sorpkvarnir í vaska rafvorur.is ansvottuð tra fyrir umhverfið, betra fyrir þig Ný kynslóð málningarefna ONE SUPER TECH Sv be u Byggir á nanótækni - sjálfhreinsandi u Fyrir við, bárujárn og innbrenndar klæðningar u Þekur ótrúlega vel u Endist margfalt á við önnur málningarkerfi Veldu betri málningu Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.