Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.8. 2018
Til að gleðin gangi sem best
Hápunktur Hinsegin daga, árleg Gleði-ganga fer fram í dag, laugardaginn11. ágúst, en í henni minna hinsegin
einstaklingar á baráttumál sín, sýnilega og
tilveru með gleðina í forgrunni. Líkt og fyrri
ár hefur umfangsmikil gangan talsverð áhrif
á samgöngur innan borgarkjarnans og því
vert að kynna sér hvar gleðin verður við völd
á götum úti, svo enginn þurfi að verða argur
yfir að komast ekki heim til sín fastur í um-
ferðinni.
Hafist verður handa við að stilla göngunni
upp kl. 12 á hádegi á Sæbraut, austan Faxa-
götu, í nágrenni tónlistarhússins Hörpu.
Tveimur tímum síðar, kl. 14. leggur gangan
af stað og verður gengið eftir Kalkofnsvegi,
Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og Sóleyjargötu
en þá taka við útitónleikar í Hljómskálagarð-
inum.
Þó að gangan hefjist ekki fyrr en 14.00
verður götum lokað mun fyrr eða kl. 10 og
verður lokað til 18.00.
Sæbraut er lokuð frá gatnamótum Sæ-
brautar og Snorrabrautar og sem leið liggur
í vestur að Lækjargötu sem einnig er lokuð
og verur lokuð út Fríkirkjuveg og Sóleyjar-
götu, að hringtorginu við gatnamót Sóleyjar-
götu og Njarðargötu. Einnig er Geirsgata
lokuð þar sem hún tekur við af Sæbraut og
upp að Ægisgötu. Rétt er að geta að þótt al-
mennt gildi að götur sé lokaðar til kl. 18
þennan dag er opnað fyrir umferð á Geirs-
götu og Sæbraut klukkan 15.
Aðrar götur sem lokaðar eru þennan dag
er kafli Skothúsvegar, eða frá Bjarkargötu
að Fjólugötu. Skálholtsstígur er lokaður á
kaflanum milli Fríkirkjuvegar og Laufás-
vegar og neðsti partur Bragagötu sömuleiðis,
eða frá Fjólugötu.
Neðri hlutar Laugavegar og Hverfisgötu
eru lokaðir, Hverfisgata upp að Ingólfsstræti
og Laugavegur er með hefðbundna sum-
arlokun upp eftir Ingólfsstræti og einnig
neðsti hluti Skólavörðustígs.
Amtmannsstígur er lokaður sem og Þing-
holtsstræti sem er lokað að Bókhlöðustíg.
Síðustu ár hafa allt að 90 þúsund manns
mætt í Gleðigönguna en auk þess sem
skipuleggjendur benda á að þennan dag er
strætó góður samgöngumáti hafa bíla-
stæðahús verið illa nýtt þessa daga og
bílum verið lagt ólöglega þess í stað.
Þegar Druslugangan var farin fyrir um
tveimur vikum vakti athygli að hópur manna
nýtti gönguna til að steggja einn þeirra en
gangan er farin til að mótmæla kynferðisof-
beldi og orðræðunni í kringum það. For-
svarsmenn Gleðigöngunnar hafa því séð sér-
stakt tilefni til að gefa það út að steggja- og
gæsapartíhópar séu ekki velkomnir í göng-
una enda sé gangan í þágu mannréttinda og
mannvirðingar og eru ófiðraðir steggir og
fjaðralausar gæsir beðin að virða það og
finna sér annan vettvang. Einnig eru gestir
sem ekki eru með sérstök atriði beðnir um
að leyfa vögnunum að fara fyrstir og slást
ekki í för með göngunni fyrr en síðasti vagn-
inn hefur farið framhjá.
Morgunblaðið/Eggert
Margir bíða með óþreyju eftir Gleðigöngu helgarinnar sem hefur verið gengin frá árinu 2000 hérlendis. Hátt í 100.000 manns
sækja miðbæinn á þessum degi og því að mörgu að huga til að allt gangi sem best fyrir sig.
Gleðigangan og lokaðar götur Gleðigangan
Götur lokaðar frá kl. 10 til 18
Geirsgata opnuð kl. 15
Sæbraut opnuð kl. 15
Upphaf göngu kl. 14
HJljómskálagarður
– ganga endar
’
Ég vil ekki giftast fyrr en hinsegin fólk
öðlast alls staðar þann rétt líka.
Lena Dunham, leikkona og leikstjóri
INNLENT
JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR
julia@mbl.is
Reykjavík • Hallarmúla 2 | Akureyri • Undirhlíð 2
SKÓLA
VEIS
LA
Þú fær
ð skóla
tölvuna
hjá okk
ur, opið
alla
helgina
og ís í
boði
NÝR
BÆKLINGUR