Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.8. 2018 Þ að fer lítið fyrir íslensku ríkisstjórn- inni um þessar mundir. Og engin ástæða er til að kvarta yfir því. Þau rólegheit eru góð merki um ástand mála, þótt forspárgildið fyrir næstu framtíð sé lítið. Sjáumst í haust og sjáumst í Gimli Pólitísk ró á þessum tíma er ekki séríslenskur háttur. Það vakti gjarnan athygli hér áður, að forsætisráð- herra Spánar, hver sem hann var, hélt ætíð blaða- mannafund í lok júlí, gaf stutta skýrslu og svaraði fá- einum spurningum. Í lok þessara funda var hefð fyrir því að forsætisráðherrann þakkaði fyrir sig og sagðist hlakka til að hitta blaðamenn aftur í september. Það var notalegt að sjá að íslenski forsætisráð- herrann notaði þennan tíma til að sækja heim Íslend- ingabyggðir vestanhafs. Forsætisráðherrar og forset- ar héðan hafa lengi ræktað þessi tengsl og þegar gluggað er í ummæli þeirra virðist það samdóma álit að heimsóknirnar hafi verið með því eftirminnilegasta sem gerðist í þeirra opinbera lífi. Vissulega gengur klukkan í þessum efnum sem öðr- um. Þeim kynslóðunum fjölgar sem búið hafa í Kan- ada eða sunnan landamæra þess alla sína tíð og eru „hreinræktaðir Íslendingar“ enn, þótt nokkuð sé liðið á aðra öld frá flótta úr fátækt, kulda og trekki upp úr árinu 1875 til aldamótanna á eftir. Þegar bréfritari kom sem forsætisráðherra til Winnipeg og Gimli snemma á þeim ferli hittu þau hjón Guðrúnu Björnsdóttur. Hún var þá 101 árs og bjó á elliheimilinu á Gimli. Hafði flutt til Vesturheims með foreldrum sínum aðeins fjögurra ára gömul og ekki komið til Íslands síðan. Hún talaði tungumál gömlu þjóðarinnar óaðfinnanlega og um sumt betur en gest- irnir og söng glaðlega íslensk sönglög. Með henni var dóttir hennar um áttrætt sem einnig talaði prýðilega en skaut stöku sinnum enskum orðum inn í, en þó mun minna en íslenskir útvarpsmenn gera á heima- slóð. Eitt sinn þegar dóttirin hafði skotið inn tveimur eða þremur enskum orðum í annars hljómfagra ís- lensku sína dæsti móðir hennar við gestinn og sagði sem svo: „Heyrirðu hvernig stúlkan talar málið?“ Þess var naumast vart að hár aldur væri að há Guð- rúnu í frásögn hennar, söng eða spjalli. Það gerðist þó einu sinni og var þá notalegt og skemmtilegt. Einhver af gestunum hafði spurt hvort hún hefði aldrei ráðgert að sækja gamla landið heim. Guðrún svaraði á þessa leið. „Það hefur ekki orðið af því. En nú er ég að verða hundrað ára og ætla af því tilefni að fara heim til að skoða mig um og hitta landana.“ Dótt- irin skaut þá inn í: „En mamma þú varðst hundrað ára í fyrra.“ Guðrún: „Nei, það getur ekki verið, því að þá hefði ég farið heim til Íslands.“ Guðrún Björnsdóttir lést þegar hún átti 2 mánuði í 110 ára afmæli sitt sem var 20. október. Nefna mætti marga til sögunnar frá Íslend- ingabyggðum sem oft hafa sýnt tryggð og hjálpsemi gagnvart gamla fjarlæga landinu, og gefst vonandi tækifæri til síðar. Maduro blæs til fundar Fyrir nokkrum vikum hélt Nicolás Maduro, einræð- isherra Venesúela, hersýningu sem átti að undirstrika að hann og sósíalistarnir, sem hafa kollsiglt þessu auðuga olíuríki, hafi enn tögl og hagldir í landinu. Sýningarhaldið endaði illa og dró upp aðra mynd en þá sem hönnuð hafði verið. Þar kom nýjasta tækni við sögu. Þegar einræðisherrann var í miðjum lofsöng um sjálfan sig kvað við sprenging og skelfingarsvipur færðist yfir andlit pótintátanna á sviðinu. Lífverðir komu hlaupandi með langar svartar mottur, eins kon- ar skotheld vesti í metravís og huldu þá sem áttu að stjórna landinu, þótt í þá glitti aðeins innan við þenn- an færanlega öryggisvegg. En „sprengjan var búin að springa“ eins og sagði í Gísl í Þjóðleikhúsinu forðum. Hún hafði borist í átt að tignarfólkinu í drónum, en ekki náð nægilega langt til að ná markmiðum send- andans. Reyndar komu upp getgátur um að valdaklík- an sjálf hafi sviðsett þessa árás til að réttlæta nýja að- för að almenningi. En valdhafarnir hafa fram til þessa ekki þurft réttlætingu til þess að þrengja að lands- mönnum. Og undrunar- og óttasvipur landshöfðingj- ans sýndi að atlagan kom honum í opna skjöldu. Patið á pöllunum og myndin af því þegar herinn flúði burt eins og fætur toguðu var vond auglýsing. Vekjaraklukka á dróna Fullyrt er að í kjölfar þessara atburða hafi leyniþjón- ustur og lífvarðasveitir víða boðað til neyðarfunda. Morðárás á valdsmann með þessum hætti er nýlunda. Bandaríska lífvarðasveitin „Secret service“ er ótengd leyniþjónustunni CIA. Lífvarðasveitin var upphaflega og lengst af deild í fjármálaráðuneytinu og barðist gegn peningafölsurum. En þegar kallað var eftir auk- inni öryggisgæslu um forseta, fyrrverandi forseta og háttsetta erlenda gesti var þessari deild falið verk- efnið. Abraham Lincoln sagði að forseta ríkisins yrði ekki gætt svo að öruggt væri nema með því að loka hann inni í blýhólki. Stundum er sagt að fælingar- máttur lífvarðanna felist einkum í því að sá sem reyni að ná til forsetans megi ætla að hann sleppi ekki lif- andi frá því. Á því er þó allur gangur. Booth leikari náðist ekki fyrr en 12 dögum eftir að hann réð Lincoln af dögum 14. apríl 1865. Oswald, sem myrti Kennedy, náðist lifandi skömmu síðar, en var sjálfur myrtur, umkringdur lögreglumönnum, af kráareigandanum Jack Ruby. Hafa verður í huga að Lincoln var fyrsti forsetinn sem ráðinn var af dögum og gæslan um hann var til málamynda miðað við það sem síðar varð. Eftir morðið á Kennedy var gæslan um forsetann aukin, svo og um fjölskyldu hans og fyrrverandi for- seta. Fyrrverandi forsetar geta þó afþakkað slíka ör- yggisgæslu og sparað ríkinu mikið fé. Richard Nixon er eini fyrrverandi forsetinn sem afþakkað hefur ör- yggisgæsluna. Fyrir og eftir dróna En nú eru drónarnir komnir til sögunnar. Það getur miklu breytt. Fyrir alllöngu var sýnd fræðslumynd um dróna sem eigandinn hafði búið skambyssu og flogið langan veg og í átt að marki. Þar stöðvaði hann gripinn og miðaði á „fórnarlamb“ og hitti „í hjarta- stað“. Það atvik hlýtur að hafa vakið yfirvöld til um- hugsunar og kannski viðbragða. Tilraunin til spengju- árásar með dróna á Maduro einræðisherra kom nú eins og sprengja inn í herbúðir öryggissveita op- inberra fyrirmenna. Engin óvild, einungis viðskipti Og ekki einungis þeirra. Fjöldi manna í heiminum er með sína eigin öryggisverði, sem hafa leyfi til vopna- burðar. Þeir geta hins vegar ekki gert fyrirbyggjandi aðgerðir, svo sem leita á gestum funda eða veit- ingastaða, hreinsað svæði og lokað öðrum og beitt fjöldaleit á fólki ef von er á þjóðhöfðingjum stórríkja, páfanum eða öðrum slíkum. Þeir sem hafa sér til ánægju horft oft á eina bestu skemmtun kvik- myndanna, Godfather 1, 2, og 3, eiga auðvelt með að ímynda sér að drónar hefðu verið notaðir í allmörgum tilvikum, hefðu þeir verið þekkt áhald sem nota mætti til að eiga „viðskipti“ sem ekkert höfðu að gera með persónulega ólund manna á milli. Drónar og dónar hér En drónarnir hafi ekki aðeins komið eins og þruma úr heiðskíru lofti í átt að Maduro og um leið að örygg- issveitum um allar jarðir. Þeir eru að angra okkur. Og einnig hér koma þeir að óvörum. Um það berast sífellt fleiri fréttir. Þessi var á mbl.is í gær: „Þyrluflugmaður sem tilkynnti um dróna í morgun segist ekki hafa verið í hættu. Stjórnandi drónans fannst ekki heldur hvarf dróninn á braut skömmu eft- ir að tilkynnt var um hann. Flug dróna á athafnasvæði Reykjavíkurflugvallar Góðir í Gimli, óvelkomnir drónar og Erdogan í vanda Reykjavíkurbréf10.08.18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.