Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Blaðsíða 35
12.8. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA 1.-7. ÁGÚST Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 SyndaflóðKristina Ohlsson 2 Independent PeopleHalldór Laxness 3 ÓttinnC.L. Taylor 4 UndraherbergiðJulien Sandrel 5 Sumar í litla bakaríinuJenny Colgan 6 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson 7 UppgjörLee Child 8 Sagas Of The Icelanders 9 Hözzlaðu eins og þú verslar Lin Jansson 10 Iceland in a BagÝmsir höfundar 1 Skepnur eru vitlausar í þetta Eyþór Árnason 2 VetrarlandValdimar Tómasson 3 Eldgos í aðsigiVala Hafstað 4 Íslensk kvæði Frú Vigdís Finnbogadóttir valdi 5 Stór olíuskipJónas Reynir Gunnarsson 6 Ég er fagnaðarsöngurÝmsir höfundar 7 Línuleg dagskráIngólfur Eiríksson 8 SkessukatlarÞorsteinn frá Hamri 9 ÓvissustigÞórdís Gísladóttir 10 Bónus ljóðAndri Snær Magnason Allar bækur Ljóðabækur Ég hef verið að lesa þjóðlagasafn Bjarna Þorsteinssonar í sumar út- af starfi mínu sem tónlistarmaður. Hún er líka stórskemmtileg lesn- ing, inngangurinn og tilurð þessarar bókar þegar Bjarni tilgreinir vini og óvini. Hann var mjög sérstakur kar- akter og alger dellukarl. Ég er alltaf að elda eitthvað og biblían mín heitir Nourishing Traditions. Það er ekki bara upp- skriftabók, heldur er hún líka um hrá- efni, næringarfræði og mannfræði, þetta eru upp- skriftir alls heims- ins, uppskriftir sem ömmur og lang- ömmur okkar kunnu. Ein í viðbót: Ég er núna að lesa sögulega skáldsögu á spænsku og því er hún hæglesnari, ég er að vinna í spænsk- unni minni. Hún heitir El sueño del celta, eða draumur Keltans, og er eftir Mario Vargas Llosa. Hún fjallar um írska konsúlinn Roger Casem- ent og við erum að fylgja honum eftir frá Kongó til Perú. ÉG ER AÐ LESA Alexandra Kjeld Alexandra Kjeld er tónlistarmaður og verkfræðingur. Óbreytt ástand heitir nýtt örsagnsafn eftir Magnús Jochum Pálsson sem hann gefur sjálfur út. Safnið vann Magnús í sumar og gaf út á lokahátíð Skapandi sumarstarfa í Molanum í Kópavogi í lok júlí. Óbreytt ástand er fyrsta bók Magnúsar. Í bókinni er meðal annars örsagan Bæn: „Ég bið fyrir ljósrofanum, klósettsetunni hurðarhúninum og niðurfallinu. // Ég bið fyrir gólfmottunni, þakrennunni, skráargatinu og innstungunni. // Ég bið líka fyrir öllum hinum sem vinna sín óeigingjörnu verk í hljóði.“ Í nýrri skáldsögu Guðmundar Steingríms- sonar, Heimsenda, segir frá Leifi Eiríkssyni, rót- lausum blaðamanni sem losar síðustu aurana út úr djörfum netfjárfestingum sumarið 2004 og býður kærustunni til Ameríku. Í ferðinni á að njóta lífsins og frelsisins, en undir niðri krauma ólgandi hvatir og óuppgerðar tilfinningar. Fyrr en varir hefur ævintýraferðin snúist upp í óvænt ferðalag með skrautlegum ferðafélögum, eins og segir í upphafi bókarinnar: „Smám saman hef ég uppgötvað ósjálfrátt með skrifunum hver ég er og líka hver ég var og hvernig ég breyttist.“ Slímæðið sem gengið hefur um heiminn er síst í rénun og í bókinni Slímbók Sprengju- Kötu kennir efnafræðingurinn Katrín Lilja Sig- urðardóttir, Sprengju-Kata, hvernig gera eigi ýmiskonar slím. Katrín kennir grunnuppskrift að slími og síðan hvernig grunnurinn nýtist til að búa til mjölslím, potslím, loftslím, hnoðs- lím, smjörslím, lyktarslím, sandslím og glært slím, svo fátt eitt sé talið. Hún sýnir einnig hvernig bæta má ýmsu við slímið og kennir líka hvernig gera má trölladeig og kristalla. NÝJAR BÆKUR Nýtt bókaforlag og nýr höfundur kveða sér hljóðsá þriðjudaginn, en þá gefur Kallíópa út skáld-sögu Birgittu Bjargar Guðmarsdóttur sem heitir Skotheld. Þetta er fyrsta skáldsaga Birgittu sem segist vera í spennufalli nú þegar bókin sé að koma út. „Hún er búin að vera þrjú ár á leiðinni og maður veit ekkert hvernig maður á að haga sér,“ segir Birgitta. Hugmyndin að bókinni kviknaði þegar Birgittu bauðst að taka þátt í viku ritlistarnámskeiði á vegum Norðurlandaráðs á Biskops Arnö í Svíþjóð fyrir þremur árum. „Þessi bók er það sem mér lá á hjarta, það sem ég vildi koma á framfæri,“ segir Birgitta og bætir við að hún hafi verið búin að fara ýmsa hringi með verkið áður en yfir lauk. „Fyrir ári var ég eiginlega alveg búin að gefast upp en þá hafði Tanja Rasmussen hjá Kallíópu samband við mig. Hún vissi af þessu verkefni hjá mér og spurði mig hvort ég væri til í að fara í það verkefni að koma bókinni út og hún myndi þá ritstýra henni fyrir mig. Það endurglæddi verkið, það var gjöf að fá hana í verkið og gerði herslumuninn.“ — Þó það séu atriði í bókinni sem staðsetja hana í tíma að vissu leyti þá er hún nokkuð tímalaus og eins gerist hún ekki á tilteknum stað þó það sé líkast til í þorpi eða bæ úti á landi. Að því sögðu gæti sögusviðið eins verið hverfi í Reykjavík. „Ég vildi ekki setja neinn sérstakan stað, vildi hafa þetta frekar órætt þannig að fólk gæti litið í eigin barm og spurt sjálft sig: er mitt pláss svona, er komið svona fram við fólk þar sem ég bý? Ég er Reykvíkingur og þegar ég var á mínum unglingsárum þá upplifði ég alls- konar fordóma út frá einhverjum skilgreiningum sem fólk setti á mann eða sem maður setti á sig sjálfur. Sag- an á að geta gerst hvar sem er og hvenær sem er af því hún hefur gerst hvar sem er og hvenær sem er.“ — Þagnarhefð birtist í bókinni: „Þú þegir, ég þegi.“ „Já, og líka hringrás ofbeldisins.“ — ... sem birtist einkar vel í Fangseljunni, sem tínir saman grjótið sem kastað er í húsið hennar og ber það niður í fjöru þar sem unglingarnir safna því saman til að kasta því aftur í húsið. „Hún er táknmynd fyrir þessa endalausu hringrás, fyrir þetta endalausa ofbeldi og líka bara fyrir fólkið sem reynir að moka steinunum burt, fólkið sem hefur staðið upp fyrir þá sem höfðu hátt þegar það var ekki í lagi.“ — Gunnar Hámundarson er ekki hetjan í bókinni, hann er hrotti. „Gunnar á Hlíðarenda á að hafa verið einhver mesta hetja Íslandssögunnar, en hann sló samt konuna sína. Þó það hafi kannski verið hans versta verk.“ — Rauður þráður í bókinni er árleg fegurðarsam- keppni í plássinu sem haldin er í „sólarvikunni“, en þá viku ganga allar konur um með rauðan varalit, taka vilj- ugar þátt í gripasýningunni. „Maður stendur sig að því sjálfur, þegar maður er að horfa á myndir á Facebook eða Instagram að spyrja sig: af hverju er ég ekki svona eða hinsegin og þær eru í rauninni að sýna framá að við gefum okkur þessari menningu á vald.“ Endalaus hringrás Í Skotheld segir Birgitta Björg Guðmarsdóttir sögu sem gæti gerst hvar sem er og hvenær sem er af því hún hefur gerst hvar sem er og hvenær sem er. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Birgitta Björg Guðmarsdóttir skrifar um þagnarhefð og endalausa hringrás ofbeldis í Skotheld.. Morgunblaðið/Valli Eirvík flytur heimilistæki inn eftir þínum séróskum Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.