Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Blaðsíða 17
„Ég ætla ekki í kynleiðréttingu,
mér finnst ég í rauninni ekki
vera í röngu kyni,“ segir Doddi.
Margt sem ég geri er mjög kvenlegtog ég klæði mig upp í kvenmanns-föt, mér finnst þau miklu flottari
en karlmannsföt. Ég mála mig, mér finnst
það mjög skemmtilegt og vera tjáningarmáti
sem hentar mér.
Á íslensku kallast ég klæðskiptingur sem
er ,,transvestite“ eða ,,cross-dresser“ á
ensku, en ég nota það oft út á við. Það er
einfaldasta leiðin til að útskýra fyrir fólki
hvað ég geri og hvernig mér líður. Margir
klæðskiptingar sem ég þekki eru nú þegar í
kynleiðréttingarferlinu og eru frekar trans.
En ég ætla ekki í kynleiðréttingu, mér finnst
ég í rauninni ekki vera í röngu kyni. Mér
finnst ekki það skipta neinu máli hvað þú
gerir, hvort sem þú ert karl eða kona, allir
mega mála sig og klæða sig upp.
Ég var 28 ára þegar ég uppgötvaði að
þetta væri það sem ég vildi gera, og ég man
mjög vel eftir því. Ég var búinn að vera í
Japan með vini mínum í þrjár vikur, og við
höfðum farið í þessar risaverslanir á fimm
hæðum. Þar sá ég alls konar kvenmannsföt,
ekki bara með djarfan klæðnað, líka venju-
lega kjóla, kjóla úr bíómyndum. Morguninn
eftir fór ég að hugsa; ég gæti farið til baka
og keypt mér svona föt og verið í þeim, og
þá bara small eitthvað og ég fattaði að það
var það sem mig hafði langað að gera allt
mitt líf. Ég held að þetta hafi verið svona
augnablik eins og þegar fólk finnur trúna.
Allt var algjörlega skýrt og það útskýrði svo
mikið af vandamálum sem ég hafði haft; í
samböndum sem ég hafi verið í og með sjálf-
an mig. Þannig að ég fór aftur í búðina og
keypti mér föt, ég keypti mér líka meik og
þetta hrinti einhverju af stað.
Svo var ég farinn að klæða mig upp hverja
einustu helgi og fólk var farið að spyrja mig.
Ég vissi þá að það meikaði engan sens að
vera í felum með þetta lengur, og ég skrifaði
tilkynningu þar sem ég kom út með þetta og
það var mjög góð tilfinning. Það opnaði fyrir
mér svo mikið af öðru líka, t.d. í tengslum
við kynhneigðina mína og ég prófaði að vera
með strákum. Allt í einu var kominn grund-
völlur fyrir því að opna mig með allt sem að
ég hafði verið að byrgja inni í öll þessi ár.
Ísland er mjög opið og það er tilbúið fyrir
þessa kynjabyltingu, en ekki fyrir alla karla
að tjá sig eins og þeir vilja. Ég held að karl-
menn vilji fá að tjá sig á mismunandi máta,
en geta það ekki af því að þessi karl-
mennskuímynd er svo rosalega lokuð og
þvingandi. Margir menn hafa sagt mér að
þegar þeir voru klæddir í kvenmannsföt í
steggjapartíinu sínu hafi það verið besta
stund ævinnar. Ég vil að þeir fái að tjá sig á
kvenlega máta, eða vera með öðrum manni,
án þess að þurfa að koma út sem klæðskipt-
ingur eða samkynhneigður eða eitthvað. Ég
held að skilgreiningar geti fælt fólk frá því
að gera eitthvað sem það langar að gera.
Ég hef fengið fátt annað en jákvæð við-
brögð og skilning hjá fjölskyldu og vinum, og
mjög sjaldan neitt skítkast frá ókunnugum,
og í raun held ég að fólk skilji þetta því það
getur tengt við þetta hjá sjálfu sér. Ég held
að helsta ástæðan fyrir því að reiði komi upp
í garð samkynhneigðra, klæðskiptinga eða
kynsegins fólks sé sú að það ögrar sjálfs-
ímyndinni þinni sem þú varst kannski full-
komlega sáttur eða sátt við að þurfa ekkert
að skoða nánar, og það getur verið óþægi-
legt.
Klæðskiptingur: Manneskja sem klæð-
ir sig í föt sem eru hefðbundin fyrir
annað kyn. Ekki sama og drag sem
snýst um skemmtun.
Fyrir þá sem vilja fræðast nánar um
kynhneigðir, -vitundir, -einkenni og
-tjáningu má fara á síðuna:
otila.is og smella á: Regnhlífin
Ég heiti Þórður Hermannsson, kallaður Doddi eða Donna, ég skilgreini mig í rauninni ekki sem
karl eða kona eða hvorugkyn, ég er í rauninni bara allt. Mín innri tilfinning er samt mjög kvenleg
Karlmenn vilja tjá sig á
mismunandi máta
’Morguninn eftir fór ég aðhugsa; ég gæti farið tilbaka og keypt mér svona fötog verið í þeim, og þá bara
small eitthvað og ég fattaði að
það var það sem mig hafði
langað að gera allt mitt líf.
er ég bara að ljúga að mér, er ekki miklu auð-
veldara að hafa þetta eins og þetta er núna?
Ekki vera að gera neitt vesen úr þessu. En
síðan leið tíminn og það var bara ekki hægt
lengur og það breytti lífi mínu algerlega að
koma út. Það er svo mikil byrði að hafa þetta
á öxlunum, og svo gott að geta talað um þetta
við hvern sem er.
Þetta var mjög erfitt tímabil því mér fannst
ég ekki geta talað um þetta við mömmu mína,
en við mamma erum mjög náin og tölum um
allt, og mér fannst ég vera að fela eitthvað
fyrir henni. Mér fannst eins og ég væri að
ljúga að henni með því að segja henni ekki frá
því sem var í gangi. Það var í rauninni það
erfiðasta fyrir mig og ég lokaði mig soldið
mikið inni á þessum tíma. En þegar ég kom út
urðum við bestu vinir aftur.
Ég er að fara á hormóna núna bráðum
sem er mjög spennandi, ég er búinn að bíða
eftir því mjög lengi. Þetta er erfitt kerfi sem
maður þarf að fara í gegnum, en maður ger-
ir það sem maður þarf að gera. Flestir
ókunnugir sem sjá mig hugsa að ég sé strák-
ur, en þegar ég byrja síðan að tala verður
fólk mjög hissa og það er stundum erfitt og
ég reyni þá að dýpka röddina en það gengur
ekki alltaf. Ég hlakka því mjög til að sjá
breytingar; verða karlmannlegri í útliti, fá
dýpri rödd og skeggrót.
’ Þegar ég var 12 eða 13 áratók ég svona stelputímabil,eins og ég veit að margir gera;setti á mig maskara, fór í kjól
og var rosalega stelpuleg, og
hugsaði að kannski yrði ég
bara þannig, en það óx fljótt af
mér sem betur fer!
12.8. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
’ Ég finn ekki fyrir kynferð-islegri aðlöðun, heldur meirafyrir rómantík, tengingu, vináttuog svoleiðis. Eikynhneigð er alls
ekki samheiti við skírlífi.
upp á líkamsræktina, eða þá að skemmta sér
með maka sínum sem er kynferðislega virkur.
Ég hef hingað til ekki upplifað mikla for-
dóma, kannski frekar rugling; fólk veit ekki um
hvað ég er að tala eða bara skilur það ekki. Þá
þarf kannski aðeins að útskýra hlutina í víðara
samhengi, og þá ýmist opnar það augun eða
heldur áfram að vera fáfrótt. Og ef það vill vera
fáfrótt þá bara leyfi ég því að vera það. Mér er
mjög minnisstætt þegar við eikynhneigðir tók-
um í fyrsta skipti þátt í gleðigöngunni. Þá voru
virkir í athugasemdum mjög ósattir við það að
það væri verið að halda upp á það að vilja ekki
ríða! Sem sýndi bara svart á hvítu að þeir vissu
ekkert um hvað þetta snýst.
Ég held að manneskjan vilji alltaf skilgreina
allt, hvort sem það þýðir að horfa á hlutina í
einhverjum tvíundum, eða bara geta sagt:
þetta er sófi, þetta er borð, þá veit ég hvað
þetta er. En þegar einhver stígur út fyrir þetta
sískynja gagnkynhneigða norm sem búið er að
búa til, þá verður til ruglingur, og fólk spyr:
hvað get ég sagt að þú sért? En það eru ekki
allir sem vilja skilgreina sig og það er allt í
lagi. En verandi þannig týpa sem fann mig
bara í einu orði sem ég fann af tilviljun, þá held
ég að það sé líka allt í lagi að geta búið til sem
flest orð um sjálfan sig, hvort sem það er rauð-
hærður, nærsýnn, eikynhneigður, eða hvað
sem er! Það er auðvitað á ábyrgð hvers og eins
að skilgreina sig eins og hann vill. Það á ekki
að setja fólk í box, sem vill ekki vera í boxi. Ég
segi bara eins og inspírasjónin mín hún Nicki
Minaj: Þú ætlar ekki að segja mér hver ég er,
ég ætla að segja þér hver ég er!
Rómantísk hneigð: Hugtak sem á
uppruna sinn innan samfélags eikyn-
hneigðra, þar sem algengt er að fólk
skilji að rómantíska og kynferðislega
hrifningu.