Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Blaðsíða 25
Dýrleif, Hjörvar og Katrín fá mikið út úr tímunum. Niðurtogið er mjög styrkjandi fyrir bakið sem er mikilvægt í daglegu lífi. Steinunn segir þrekhjólið mikilvægasta og vinsælasta tækið í salnum og hentar meðal annars fólki með mikla hreyfihömlun. Nu-step-vélin er nýjasta græjan og þjálfar bæði neðri og efri hluta líkamans. Stólaleikfimi hentar vel fyrir þá sem eiga erfitt með að æfa standandi. 12.8. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Dýrleif Jónsdóttir 92 ára, Hjörvar Sævaldsson 82 ára og Katrín Magn- úsdóttir 86 ára búa öll umhverfis Hrafnistu og eru hluti af hópi Stein- unnar. „Ég á enga uppáhaldsæfingu en hreyfingin er svo styrkjandi fyrir líkama og sál,“ segir Hjörvar sem býr á Kleppsvegi hefur mætt undanfarin tvö ár. Katrín býr einnig við Klepps- veginn og segist hafa mætt í leikfim- ina síðan hún flutti þangað fyrir sex- tán árum. „Ég hef alltaf reynt að koma mér fyrir þar sem er hægt að gera æfingar, líka áður en ég hætti að vinna.“ Dýrleif hefur búið í Jökul- grunni síðan 1992 og stundaði upp- runalega sundleikfimi þar til hún var lögð af. „Þá fór ég að stunda leikfim- ina hér og líkar vel. Ég sakna samt sundleikfiminnar mjög,“ segir hún. Dýrleif og Hjörvar segjast fara í sund af og til en Katrín fer daglega. Dýrleif segir að hreyfing á eldri árum sé að færast í aukana. „Okkur þykir þetta alveg frábært og líður miklu betur.“ Dýrleif og Katrín taka einnig þátt í pútti á Hrafnistu. „Við erum að pútta hér á vellinum og förum svo í pútt- keppni við Hrafnistu í Hafnafirði sirka þrisvar á sumri. Sjómannadags- ráð býður okkur svo alltaf að end- ingu á fínan völl og við púttum þar með Hafnfirðingum.“ Aðspurð hvorir séu betri, Reykvíkingar eða Hafnfirð- ingar, segir Katrín hlæjandi að bik- arinn hafi endað hjá þeim. Hjörvar tekur ekki þátt í púttinu en fer mikið i göngutúra. „Það er stórkostlega gott að ganga í Laugardalnum.“ Sakna sundsins Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Íslenskt einangrunargler í nýbygginguna, sumarbústaðinn eða stofugluggann. Fagleg ráðgjöf og öruggur afhendingartími. Smiðjuvegi 2, Kópavogi – sími 4889000– samverk.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.