Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.08.2018, Blaðsíða 29
„Það var smá skrítið að koma á
áfangastað, svolítil tómleikatilfinn-
ing. Í átján daga höfðum við mark-
mið, að komast þangað, og allt í
einu þurftum við ekki að hjóla leng-
ur. Það var samt alveg tvímælalaust
einn af hápunktum ferðarinnar,“
segir Jón Elvar.
hanna. „Landslagið er rosalega fjöl-
breytt, við upplifðum það mismun-
andi á hverjum degi. Veðrið var
gott allan tímann, sem kom mikið á
óvart. Sveitirnar voru fjölbreyttar
og fólkið var almennilegt. Svo var
alveg magnað að koma á áfangastað
á átjánda degi,“ heldur hún áfram.
’ Þetta var fyrsta frísem ég hef farið í semég hef borðað eins og svínog samt komið heim
þremur kílóum léttari
„mesti undirbúningurinn var að
hittast og ákveða hvar við ætluðum
að gista.“
„Fyrir tveimur árum fórum við í
hjólaferð til Hollands, en það var
aðeins einn þriðji af þessari leið,“
bætir Jón Elvar við, en end to end
leiðin svokallaða er rúmlega 300
kílómetrum lengri en hringvegurinn
um Ísland. „Við hittum marga
Breta sem héldu að við værum
rugluð þegar við sögðum þeim
hvert við værum að hjóla, en okkur
þótti þetta ekkert svo merkilegt,“
segir Aðalsteinn. „Það er örugglega
vegna þess að við vissum ekki bet-
ur,“ bætir Linda við.
Greru við hjólið
„Mesta áreynslan var fyrstu dag-
ana. Dagur tvö var lengsti dag-
urinn, þá hjóluðum við 120 kíló-
metra yfir miklar hæðir, þannig að
við vorum svolítið aum á degi þrjú.
Síðan vandist þetta þegar leið á,
maður hálfpartinn greri við hjólið,“
segir Jón Elvar.
Fjórmenningarnir gistu á hinum
ýmsu sveitakrám og gistiheimilum á
leið sinni. „Ég veit ekki hvernig
gistingu hefði mátt bjóða okkur til
að við hefðum ekki verið mjög feg-
in,“ segir Linda. „Þótt það sé
kannski ákveðin hvíld fyrir sæmi-
lega virkt fólk að hjóla í staðinn fyr-
ir að beita sér í annars konar vinnu,
þá brenndum við miklu,“ bætir hún
við. Við borðuðum mjög mikið á
morgnanna og á kvöldin, þetta var
fyrsta frí sem ég hef farið í sem ég
hef borðað eins og svín og samt
komið heim þremur kílóum léttari,“
segir Aðalsteinn.
Spennufall á áfangastað
Jóhanna er hjúkrunarfræðingur,
Linda þroskaþjálfi, Aðalsteinn raf-
magnsiðnfræðingur og Jón Elvar
kokkur og gítarleikari, en þau tók-
ust á við ferðina af miklu æðruleysi.
„Við vorum ekki í neinu kappi við
tímann, við vorum bara að njóta.
Það eina sem var skipulagt var
áfangastaðurinn, en þar á milli varð
margt á vegi okkar þar sem við
stoppuðum og skoðuðum,“ segir Jó-
Fjórmenningarnir við upphaf ferðarinnar. Frá vinstri: Aðalsteinn, Linda, Jóhanna og Jón.
Vegirnir á leiðinni hentuðu misvel til hjólreiða.
Hjólagarparnir hjóla í gegnum göng.
Ferðalangarnir setjast að snæðingi með fallegt útsýni.
Hópurinn gisti á ýmsum sveitakrám og gistiheimilum.
12.8. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
SÍGILDIR SUNNUDAGAR
Fyrsta flokks
kammertónlist
Sígildir sunnudagar eru klassísk
tónleikaröð þar sem boðið er upp
á fjölbreytt úrval kammertónleika.
Sunnudaga
kl. 16:00 í Hörpu
jakkafatajoga.is
ÁNÆGJA EFLING
AFKÖST