Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Blaðsíða 14
Þ
egar blaðamaður hringir dyrabjöll-
unni hjá Sigríði Eyrúnu, eða
Siggu eins og hún er alltaf kölluð,
liggur við að hann fyllist sam-
viskubiti yfir því að ætla að taka
viðtal við hana innandyra. Sólin skín skært
þennan dag og heitt er í veðri, nokkuð sem höf-
uðborgarbúar höfðu beðið eftir með óþreyju.
En Sigga tekur brosandi á móti blaðamanni og
samviskubitið hverfur eins og dögg fyrir sólu.
Bókstaflega. Sigga býður blaðamanni til sætis
í stórum þægilegum sófa í stofunni þar sem
sólin sendir hlýja geisla sína inn um glugga-
rúðurnar.
Söng- og leikkonan hefur í nógu að snúast
þessa dagana en auk þess að vinna við að tal-
setja teiknimyndir er hún einnig að undirbúa
stóra tónleika í Eldborgarsal Hörpu.
Lítil hugmynd sem vatt upp á sig
Tónleikarnir í Eldborg eru minningartón-
leikar um bróður Siggu, Bjarka, sem lést tæp-
lega tvítugur árið 1993 úr heilahimnubólgu, og
er ætlunin að safna fyrir Hammond-orgeli í
minningu hans.
„Fyrst áttu þetta nú bara að vera minning-
artónleikar með Ðí Kommitments, hljómsveit
sem Bjarki var að spila með á sama tíma og
hann lést. En svo vatt þetta aðeins upp á sig og
er orðið töluvert stærra í sniðum en ég lagði
upp með í byrjun,“ segir Sigga og brosir.
„Tónleikarnir verða haldnir sunnudaginn 26.
ágúst en Bjarki hefði orðið fjörutíu og fimm
ára 24. ágúst og nú í ár eru tuttugu og fimm ár
síðan hann lést,“ bætir hún við.
„Það á að safna fyrir Hammond-orgeli sem
verður í eigu félags sem búið er að stofna og
mun halda utan um rekstur orgelsins í sam-
starfi við Hörpu tónlistarhús. Harpa mun sjá
um að hýsa hljóðfærið, en það er mjög mikil
vinna, og kostnaðarsöm, að flytja Hammond-
orgel á milli staða,“ segir Sigga og bætir við að
tónleikarnir verði mikil tónlistarveisla. Reynd-
ustu og hæfileikaríkustu hljómborðsleikarar
landsins muni koma fram ásamt öðru úrvals-
tónlistarfólki.
Innflytjendur í Danmörku
Sigga fæddist í Reykjavík árið 1976. Fyrir áttu
foreldrar hennar, Friðrik Alexandersson og
Þuríður Einarsdóttir, tvo stráka; Arnar, sem
fæddist árið 1969, og Bjarka, sem fæddist
1973. „Ef það væri til eitthvað yfir Breiðhylt-
inga eins og Hafnfirðingar eru kallaðir gafl-
arar, þá væri ég það,“ segir Sigga og brosir.
„Mamma og pabbi voru frumbyggjar í Leiru-
bakkanum og við bjuggum fyrstu árin mín í
Jörfabakkanum. Þegar ég var fjögurra ára
fluttum við til Danmerkur þar sem pabbi fór
að læra rafmagnstæknifræði en hann hafði
fram að því unnið sem rafvirki. Ári eftir að við
fluttum, 1981, fæðist svo yngsti bróðir minn,
Viðar.“ Fjölskyldan bjó í Óðinsvéum og systk-
inin gengu í Humlehave-skólann í hverfi sem
heitir Volmose, þar sem glæpatíðnin er með
því hæsta í Skandinavíu. „Ég held að það hafi
ekki verið svo slæmt þegar við bjuggum þarna.
Við fórum oft til Danmerkur eftir að við flutt-
um heim en þegar ég var átján ára, og í heim-
sókn þarna úti, langaði mig að heimsækja
gamla hverfið og skólann en var bent á að það
væri ekki óhætt. Ég veit ekki hvort því hafi
fylgt einhverjir fordómar þar sem þarna búa
margir innflytjendur en ég meina, við vorum
innflytjendur og þarna voru dálítið margir Ís-
lendingar. Kannski var bara umræðan öðruvísi
og betur haldið utan um allt í dag. Ég man alla
vega ekki eftir öðru en að hafa alltaf liðið vel
þarna.“
Sigga segir marga kosti hafa verið við að
búa þarna úti. Til dæmis hafi foreldrar hennar
fengið góða þjónustu við elsta soninn, Arnar,
sem er þroskahamlaður. Hún segir að hann
hafi þó aldrei fengið neina greiningu en for-
eldrar hennar hafi fljótlega séð að eitthvað
væri ekki eins og það ætti að vera. Frændi
Siggu fæddist stuttu á eftir Arnari og Sigga
segir móður sína fljótlega hafa séð mun á
þroska litlu drengjanna. „Arnar fæddist í lok
janúar en Einar, systursonur mömmu, í mars
þannig að mamma sá alveg að það var munur á
þeim mjög fljótt. Arnar var rosalega lengi að
læra að tala og labba. Hann man hins vegar
allt. Hann á svakalega stórt geisladiskasafn,
mörg þúsund diska, sem hann raðar upp eftir
einhverju kerfi sem enginn skilur nema hann.
Og ef þú tekur einn disk af þessum mörg þús-
und diskum, þá tekur hann eftir því um leið.
Og veit nákvæmlega hvaða mynd er framan á
hulstrinu og hvaða lag er númer hvað og svo
framvegis.“
Sigga segir að samskiptin milli þeirra systk-
inanna hafi orðið erfið þegar Arnar áttaði sig á
því að litla systirin væri að fara fram úr honum
í þroska. „Hann er samt nógu klár til að átta
sig á því. Það var alltaf erfitt. En hann leit upp
til Bjarka; kannski af því að Bjarki var nær
honum í aldri en ég var bara litla systir. Hann
man eftir því þegar ég var lítið barn, en hann
var sjö ára þegar ég fæddist, og svo bara allt í
einu var þetta litla dýr farið að kunna meira.
Það var líka auðvitað ekkert talað um þetta
eins og er gert í dag en öll umræða hjálpar
ábyggilega aðstandendum þroskahamlaðra.“
Hún bætir við að umburðarlyndið sé orðið
meira og fleiri úrræði fyrir foreldra og að-
standendur þroskahamlaðra en var þegar
bróðir hennar var að alast upp. Hún segir að
sér hafi ekki verið strítt á því að eiga bróður
sem var öðruvísi en hinir krakkarnir. „Öllum
finnst Arnar svo skemmtilegur. Sem hann er,“
segir Sigga. „Og vinum mínum fannst gaman
að vera í kringum hann. Kannski var ég samt
fljótari til að gera grín; var í vörn af því að ég
vissi að hann var öðruvísi. Eins og krakkar
gera; þeir eru oft andstyggilegir af því að þeir
eru að verja sig. Af því að það er ekki talað um
hlutina.“
Eftir fjögurra ára dvöl í Danmörku flutti
fjölskyldan aftur heim til Íslands og bjó fyrsta
árið í Bakkahverfinu í Reykjavík. Ári síðar
flutti fjölskyldan í Kambasel þar sem foreldrar
Siggu höfðu keypt fokhelt raðhús og Sigga
byrjaði þá í Seljaskóla. Breiðholtið var að
byggjast upp á þessum tíma og þarna var mik-
ið af barnafólki. „Ég bjó í lokuðum botnlanga
og það var svo lítið mál að vera úti. Maður var
alltaf öruggur fyrir bílaumferð og þarna voru
alltaf einhverjir krakkar sem hægt var að leika
við. Ég var fljót að eignast vinkonur. Svo var
ég svo heppin að eiga stóra bróður, Bjarka,
sem leyfði mér yfirleitt að vera með sér og vin-
um sínum,“ segir Sigga.
Passaði upp á sína
Bjarki, næstelsti bróðir Siggu, fæddist 24.
ágúst 1973. „Ég held að hann hafi alltaf brotið
eitthvert bein þriðja hvert ár,“ segir Sigga og
brosir að minningunni. „Mér skilst að hann
hafi viðbeinsbrotnað þegar hann var þriggja
ára og handleggsbrotnað sex ára. Tólf ára varð
hann fyrir bíl í Lækjargötunni og það var ótrú-
legt að hann skyldi lifa það af. Hann flaug
marga metra og brotnaði rosalega illa. Ég held
að hann hafi verið á spítala í einhverjar níu
vikur. Hann hafði æft fótbolta en varð að
hætta því eftir þetta slys.“ Sigga þagnar stutta
stund. „Ég man að Viðar bróðir var fjögurra
ára þegar þetta slys varð. Ég var að koma
heim úr skólanum þegar ég mætti honum og
Viðar sagði að Bjarki væri dáinn. Þá var hann
auðvitað að meina að Bjarki væri á spítala en
var bara svo lítill að hann sagði þetta. Ég
hugsaði oft til þessa augnabliks þegar Bjarki
var svo í alvöru dáinn, en það var einmitt Viðar
sem var einn heima með honum þá. Svo brotn-
aði Bjarki á skíðum 15 ára; ég held að hann
hafi sloppið nokkuð klakklaust frá öllu átján
ára en dó svo nítján ára, að verða tvítugur.“
Sigga og Bjarki voru góðir vinir en það var
stutt á milli þeirra í aldri; þrjú ár. Bjarki var
vinamargur og Sigga segist ekki muna til þess
að hann hafi nokkru sinni bannað henni að
vera með sér og vinum sínum. „Bjarki var svo
góður. Og ég held að ég sé alveg örugglega
ekki að segja þetta bara af því að hann er dá-
inn. Hann var í alvörunni bara góður gæi sem
passaði upp á sína. Og þegar hann dó var stórt
skarð höggvið í fjölskylduna. Bjarki var límið í
systkinahópnum. Auðvitað átti hann samt al-
veg sína slæmu daga eins og allir; það var til
dæmis auðvelt að pirra hann,“ segir Sigga og
bætir við hlæjandi: „Ég var örugglega ekki
sérlega auðveld á gelgjunni, sem ég tók mjög
snemma út. En við vorum alltaf mjög náin.“
Hún segir að það sé mikilvægt fyrir ungl-
inga að eiga sitt auðkenni og hennar auðkenni
hafi verið að hún var systir hans Bjarka. Það
hafi þó ekki öllum þótt það jákvætt. Hún hafi
jafnvel fengið á sig þann stimpil að vera systir
hans í neikvæðri merkingu frá krökkum í skól-
anum, eins og það væri eitthvað slæmt. „Sem
það var auðvitað bara alls ekki. Langt í frá. En
ég fékk alveg að heyra það að ég væri alltaf að
elta Bjarka og vini hans.“
Sigga og Bjarki sátu oft uppi í herberginu
hans og hlustuðu saman á tónlist. „Við hlust-
uðum mikið á rokkóperuna Jesus Christ Sup-
erstar saman og sungum með. Og hann ráð-
lagði mér oft í tónlistarvali. Þegar ég var að
góla með Whitney Houston og Mariuh Carey
inni í herbergi bankaði hann nú stundum upp á
og benti mér vinsamlega á að prófa eitthvað
annað,“ segir Sigga og skellir upp úr. „Hann
var svo mikill vinur minn. Hann var inni í öll-
um mínum vinamálum og gaf mér stóru-
bræðra-ráð. Hann skipti sér samt ekki of mik-
ið af, heldur kom með svona vinsamlegar
ábendingar. Nokkrum dögum áður en hann dó
gaf hann mér síðasta heilræðið.“ Sigga segist
Var límið í
systkinahópnum
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir missti bróður sinn, Bjarka, úr heilahimnubólgu árið 1993. Tuttugu
og fimm árum eftir andlát hans heiðrar hún minningu hans með stórtónleikum í Hörpu. Hún
segist að hluta til gera það fyrir foreldra sína og bræður því minningin verði að fá að lifa.
Guðrún Óla Jónsdóttir gudruno@mbl.is
’ Fimmtudaginn 13. maí 1993átti hljómsveitin að spila áballi um kvöldið og hljómsveit-arfélagarnir bjuggu sig undir að
mæta í hljóðprufu. En Bjarki
mætti ekki. Og hann átti ekki eft-
ir að mæta á fleiri æfingar eða
böll. Um kvöldið var hann allur.
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.8. 2018