Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Blaðsíða 19
Finnst þér þú vera kominn á þann stað að geta hlaupið og sleppt þér? Hlaupið af þeirri sömu öryggistilfinningu og væri maður með fulla sjón? „Já, mér finnst ég að mestu vera kominn í þá stöðu í dag. Þótt ég hafi verið íþróttamað- ur í grunninn þurfi ég í raun að læra á hlaupin frá byrjun, var kominn aftur á byrj- unarreit. Ég er öruggur en ég held samt að ég hafi ekki enn náð að sleppa mér hundrað prósent og held ég eigi þar svolítið inni og geti gert enn betur. Það er alltaf ákveðið varnarkerfi líkamans sem hindrar mann þeg- ar maður sér ekki. Metið mitt í 100 metra hlaupi, sem ég setti í Frakklandi núna í júní, er 12,23 og langtímadraumur er að komast undir 12 sekúndur og þá er möguleiki á að komast á Ólympíuleikana í Tókýó. Ég er bjartsýnn á að ná því en svo þarf tíminn að leiða það í ljós,“ segir Patrekur, en á franska meistaramótinu í París setti hann tvö Ís- landsmet og hljóp 200 metrana á 23,37 sek- úndum. Vinnan á æfingum er töluvert flókin, þar sem ekki er hægt að sýna Patreki æfingar heldur þarf að lýsa því hvað hann á að gera í orðum. Þjálfari hans þarf því að geta fært æfingarnar mjög vel í orð. „Það er líka mjög gott að hafa meðhlauparann á æfingum því ég finn oft hvernig á að gera hlutina þegar við erum hönd í hönd og ég finn hvað hann gerir. Til- finningin fyrir því hvernig hann hreyfir sig berst yfir í mig.“ Pabbi mikil hvatning Patrekur segir að þrátt fyrir að kannski sættist maður aldrei alveg við það að hafa misst sjónina séu plúsar í þessu; hann telur að minni tími fari í súginn. Blaðamaður viðurkennir fyrir honum að hann sé mikið í Candy Crush og ruglleikjum og Patrekur hlær og segir að þar sjái hann til dæmis þann kost að eyða ekki tímum í tölvuleiki. „Ég er pottþétt að æfa meira og fara meira í sund og slíkt en ef ég væri með fulla sjón. En ég þarf að vera svolítið þolinmóður, auðvitað tekur allt meiri tíma fyrir mig, að fara í búðina, bara að kaupa ekki einhverja vitleysu, þótt ég sé auðvitað kominn með mikla umhverfisþjálfun. Ég hef verið heppinn með félaga og vini. Það koma dagar sem eru erfiðari en aðrir en þá reyni ég að hugsa frekar hvað ég ætli að gera til að sigrast á sjúkdómnum í stað þess að láta sjúkdóminn sigra mig. Halda áfram að vera í skóla og íþróttum. Því fyrr sem maður kemst í sátt við tilveruna, þeim mun fyrr finnur maður lífsgleðina.“ Patrekur segir að faðir sinn, Ax- el Emil Gunnlaugsson, sé sér líka mikil hvatning, en Axel lést þegar Patrekur var 11 ára gamall. Verkefnin sem fjölskylda Patreks hefur þurft að takast á við hafa verið mjög stór, en foreldrar hans greindust bæði með alvarlega sjúkdóma þegar Patrekur var ung- ur; móðir hans greindist með augnsjúkdóm- inn og missti sjónina um ári áður en faðir hans lést. „Þegar ég var fimm ára greindist pabbi með afar sjaldgæfan sjúkdóm sem vitað var að myndi leggja hann að velli á 6-8 árum. Hann var mikill skíðamaður og hélt ótrauður áfram með jákvæðni og bjartsýni að leið- arljósi. Þegar hann var kominn í hjólastól fór hann á setskíði og fór í æfingarbúðir í Aspen, markmiðið var að komast á Vetrarólymp- íuleika. Viðhorf hans til veikindanna varð mér mikil hvatning þegar ég veiktist og er enn. Það hjálpar mér alltaf mikið að hugsa til hans pabba.“ Patrekur er líka mjög náinn móður sinni, Margréti Guðný Hannesdóttur, og hún gat hvatt hann áfram þegar hann veiktist fyrst, og leiðbeint um hvernig ætti að takast á við hlutina. Patrekur kláraði heilsunudd í Fjölbrauta- skólanum í Ármúla núna í vor og er á fullu að safna tímum, en hann þarf 450 klukku- stundir af nuddi til að útskrifast. Hann segir guðvelkomið að fólk hafi samband við sig ef fólk leitar að nuddi, en hann nuddar milli æf- inga. Ertu með góðar hendur? „Það eru töfrar í þeim,“ segir Patrekur og hlær. Patrekur er á leið á Evrópumeistaramótið í Berlín 20. ágúst og læknaneminn kemur fljúgandi frá Danmörku og Patrekur telur að hann eigi að geta haldið í við hann. Hefurðu verið duglegur að fara út á mót? Já, ég byrjaði 2015 að fara út á mót þegar ég fór til Ítalíu, til að fá keppnisreynslu og slíkt. Svo 2016 fór ég til Berlínar, var í æf- ingabúðum í Portúgal og var aftur í Berlín í fyrra. Núna í ár er ég búinn að keppa á Ítal- íu í maí, var í Frakklandi um miðjan júní og keppti í Berlín eftir það. Það hefur gengið vel í sumar og hefur almennt gengið mjög vel á æfingum og keppnum.“ Heldurðu að þú kunnir að meta eitthvað betur í dag en áður? „Já, það er margt, held ég. Ég er töluvert þroskaðri en ég var, þroskaðist auðvitað afar fljótt við það að missa sjónina og maður fann það fljótt, mér leið oft eins og ég væri kom- inn lengra en jafnaldrar mínir. Svo er ég bara svo afskaplega þakklátur aðstoðar- mönnum mínum. Það er ekkert sjálfsagt að þeir geri þetta, án þeirra væri ég ekki að keppa í þessu. Ég er þetta heilbrigður í dag þrátt fyrir að sjónin hafi farið og ég hef margt annað í lífinu sem ég kann að meta.“ „Ég keppi í flokki þar sem fólk er nánast alveg blint eins og ég þótt það sé einhver smá munur á sjóninni milli einstaklinga, sumir með örlítið betri sjón en aðrir. Til að gera alla keppendur jafna erum við með bundið fyrir augun. Þar af leiðandi þarf ég að vera með aðstoðarmann sem hleypur með mér svo ég viti hvert ég er að hlaupa og við erum bundnir saman á úlnliðum.“ ’Þegar ég var fimm áragreindist pabbi með afarsjaldgæfan sjúkdóm sem vitaðvar að myndi leggja hann að velli á 6-8 árum. Hann var mik- ill skíðamaður og hélt ótrauður áfram með jákvæðni og bjart- sýni að leiðarljósi. Þegar hann var kominn í hjólastól fór hann á setskíði og fór í æfingarbúðir í Aspen, markmiðið var að kom- ast á Vetrarólympíuleika. Við- horf hans til veikindanna varð mér mikil hvatning. 19.8. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.