Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.8. 2018 Ný kynslóð málningarefna SÍLOXAN Viltu betri endingu? u Almatta síloxan útimálningin hleypir rakanum út en ekki inn u Framleiðendur múrklæðninga ráðleggja eindregið síloxan u Fæst einnig teygjanleg á netsprungna fleti u Einstök ending á steyptum veggjum Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Veldu betri málningu VETTVANGUR Eignarlandi fylgir eign-arréttur að auðlindum íjörðu, en í þjóðlendum eru auðlindir í jörðu eign íslenska rík- isins, nema aðrir geti sannað eign- arrétt sinn til þeirra.“ Þetta er þriðja grein laga frá árinu 1998 um rannsóknir og nýtingu auð- linda í jörðu. Í fyrstu grein þessara laga er að finna skilgreiningu á auðlind- um: „Með auðlindum er í lögum þessum átt við hvers konar frum- efni, efnasambönd og orku sem vinna má úr jörðu, hvort heldur í föstu, fljótandi eða loftkenndu formi og án tillits til hitastigs sem þau kunna að finnast við.“ Þarna segir enn fremur: „Um rannsóknir og nýtingu samkvæmt þessum lögum gilda einnig nátt- úruverndarlög, [skipulagslög] og önnur lög sem varða rannsóknir og nýtingu lands og landsgæða.“ Þar höfum við það. Allar auð- lindir, hverju nafni sem þær kunna að nefnast, tilheyra eiganda lands en hann er svo aftur háður margvíslegum lögum um nýtingu þessara eigna sinna. Við þetta staldra þau gjarnan sem telja litlu máli skipta hver sé eigandi lands- ins. Öllu máli skipti þær lagalegu skorður sem eigandanum eru sett- ar. Nokkuð kann að vera til í þessu, alla vega að því leytinu til að samfélagið getur fengið nokkru ráðið um nýt- ingu auðlind- anna. Þess vegna skipta þessi lög mjög miklu máli og þarfnast nú bráðrar aðkomu löggjafans í ljósi uppkaupa stór- eignamanna, innlendra og þó einkum erlendra, á íslensku jarðnæði, eða nánar til- tekið íslenskum auðlindum. En þrátt fyrir alla fyrirvarana þá stendur að auðlindirnar tilheyri landeigandanum. Og síðan er hitt að enda þótt stórfelld nýting helstu auðlinda Íslands, jarðvarma og vatns, sé leyfisskyld og þurfi að standast náttúruverndarkvaðir og félagslegar kröfur (sveitarfélag hefur þannig forgang að nýtingu vatns til almenningsveitu), þá eru fyrstu skrefin engu að síður ekki leyfisskyld heldur aðeins tilkynn- ingarskyld: Landeiganda er þann- ig „heimilt án leyfis að hagnýta jarðhita í eignarlandi sínu til heimilis- og búsþarfa, þar með tal- ið til ylræktar, iðnaðar og iðju, allt að 3,5 MW miðað við vermi sem tekið er úr jörðu alls innan eign- arlands. Landeiganda ber þó að tilkynna Orkustofnun um fyr- irhugaðar jarðboranir og aðrar meiri háttar framkvæmdir vegna þessa. Orkustofnun er heimilt … að setja landeiganda þau skilyrði sem nauðsynleg eru talin vegna öryggis eða af tæknilegum ástæð- um. Um heimild til nýtingar á jarðhita til raforkuvinnslu fer samkvæmt ákvæðum orkulaga.“ Þetta er úr tíundu grein auðlinda- laganna þar sem fjallað er um jarðvarmann. Sambærilegt ákvæði varðandi vatnið er í fjórtándu grein en þar segir að landeiganda sé „heimilt án leyfis að hagnýta grunnvatn í eignarlandi sínu til heimilis- og búsþarfa, þar með talið til fisk- eldis, iðnaðar og iðju, allt að 70 ltr./sek. Landeiganda ber þó að tilkynna Orkustofnun um fyr- irhugaðar jarðboranir og aðrar meiri háttar framkvæmdir vegna þessa. Orku- stofnun er heimilt … að setja landeig- anda þau skil- yrði sem nauðsynleg eru talin vegna öryggis eða af tækni- legum ástæð- um eða ef ætla má að boranir geti spillt nýtingu sem fram fer á svæðinu eða mögu- leikum til nýtingar síðar.“ Lítum nánar á þetta. 70 lítrar á sekúndu margfaldaðir með 60 sek- úndum gera 4200 lítra á mínútu og síðan aftur sinnum sextíu til að fá heimilaðan lítrafjölda á klukku- stund. Það gera 252 þúsund lítra á tímann. Þetta má síðan margfalda með 24 og erum við þá komin í sólarhringsframleiðsluna, sex milljónir og fjörutíu og átta þús- und lítra, 6.048.000! Er þetta ekki sæmileg átöpp- unarverksmiðja? Síðan getur eigandinn sótt um leyfi fyrir alvöru magnframleiðslu úr auðlind sinni. Það er ekki að undra að ein- hverjum kunni að finnast hið mesta óráð að breyta vatnalög- unum og auðlindalögunum sem hér hefur verið vitnað til. Að ekki sé nú minnst á auðlindaákvæði stjórnarskrárinnar. Hvort tveggja þarf hins vegar að laga strax! 70 x 60 x 60 x 24 = 6.048.000 ’Það er ekki að undra aðeinhverjum kunni aðfinnast hið mesta óráð aðbreyta vatnalögunum og auðlindalögunum sem hér hefur verið vitnað til. Að ekki sé nú minnst á auð- lindaákvæði stjórnarskrár- innar. Hvort tveggja þarf hins vegar að laga strax! Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is Morgunblaðið/RAX Páll Bergþórsson veðurfræð- ingur vakti mikla athygli í vikunni fyrir að fara í sitt fyrsta fallhlíf- arstökk, 95 ára að aldri. Nokkuð var spjallað um þetta á samfélags- miðlunum, hann var kallaður mesti töffari í heimi og Ilmur Kristjáns- dóttir leikkona skrifaði á Face- book: „Ég elska þennan mann, hann Pál, pabba Bergþórs - 95 ára í fallhlífarstökk! Þetta er svo mikið til fyrirmyndar, aldrei hætta að vera til. Þegar hann kom niður sagði hann víst „Ég er engin hetja, þetta var einsog að labba yfir götu.“ Þá tísti Birta Björnsdóttir fréttakona: „Þegar ég er orðin stór ætla ég að verða svolítið eins og Páll Bergþórsson.“ Samstarfskona Birtu í Efstaleiti, útvarpskonan Þórhildur Ólafs- dóttir tísti um millifærslur í einkabankanum: „Sameiginleg fjár- mál með maka er kannski alveg sniðugt en ekki þegar þú borgar óvart kröfu frá Hollvinafélagi MR með peningum af þínum einka spari- og dekur reikningi.“ Bókavörðurinn Kamilla Ein- arsdóttir er þekkt fyrir meinfynd- in skrif á samfélagsmiðlunum og gefur út sína fyrstu skáldsögu í haust. Kamilla skrifaði á Facebook: „Ég hitti stelpu sem ég þekki. Hún vinnur m.a. í bókabúð. Við fórum að spjalla um hvað höfundar með ný- útgefnar bækur séu oft stressaðar týpur. Hún sagði að í versta hópn- um væru miðaldra höfundar með fyrstu bók. Ég ræskti mig þá og sagði: „já ókey, ég er náttúrulega eiginlega svona miðaldra og að fara að gefa út fyrstu bók.“ Þá flýtti hún sér að bæta við: „Eða sko alla vega þeir sem eru að skrifa um hesta“ - nú er ég í panikki að renna yfir hvort ég minnist nokkur staðar á einhver hófdýr í minni bók.“ Stefán Páls- son sagnfræð- ingur deildi frétt um frásögn af kynjamismunun innan KSÍ og skrif- aði með: „Þegar ég skrifaði sögu Fram fyrir um áratug síðan, var óþægilegast að fjalla um þá vand- ræðalegu og gölnu ákvörðun þegar meistaraflokkur kvenna í fótbolt- anum var lagður niður um 1980 til að spara grasið í Safamýri. Fram að því hafði Fram átt eitt sterkasta kvennalið landsins og þótt menn sæju að sér innan árs hefur það aldrei náð fyrr styrk.“ Stefán bætti svo við: „Svo sanngirni sé gætt, þá var þessi ákvörðun tekin á tíma þar sem knattspyrnudeild Fram stóð fremur veikt, gömlu stjórnendurnir höfðu smáhætt en ný kynslóð ekki tekið við. Það þýddi að það var mikið basl og deildin félagslega veik. Strax í kjölfarið kom svo inn gríðarlega öflugur hópur með Hall- dór B. Jónssyni og félögum. Þeir hefðu aldrei gert þessi mistök. Og ef kvennaflokkurinn hefði bara fengið að lifa þetta eina ár er ég viss um að félagið ætti nokkra meistaratitla á afrekaskránni.“ AF NETINU

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.