Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Blaðsíða 31
þessir borgarfulltrúar að borgarbúar séu almennt vöntunarmenn í vitsmunum? Einu skýringarnar Þar sem Gnarr er farinn er óþarfi að gefa sér að fá- ránlegar fullyrðingar af þessu tagi séu hluti af framúrstefnulegri fyndni eða hluti af gerð sjón- varpsþátta næsta kjörtímabils. Og þá fækkar hugs- anlegum skýringum. Tvær koma helst upp í hug- ann. Sú fyrri að þessir talsmenn hafi ekki grænan grun um út á hvað mannleg tilvera í borginni geng- ur eða að þeir telja sér trú um að blekkingarleikur af þessu tagi gangi endalaust upp, m.a. vegna þess að hin makalausa „fréttastofa“ „RÚV“ tekur utan stans fullan þátt í fáránleik sinna manna. Skemmst er að minnast þess að þegar nýkosnir borgarfulltrúar höfðu lappað upp á tapara kosning- anna, Samfylkinguna, lýstu þeir því stoltir yfir að í sumar yrði einum leikskóla haldið opnum í hverju borgarhverfi. Borgarstjórinn hafði setið alla fundi um myndun meirihlutans. Hann hafði bersýnilega gefið nýliðunum, blautum á bak við eyrun, það til kynna að þetta gæluverkefni væri fær leið. Hvaða leikskólastjóri sem var hefði getað upplýst þá á stundinni um það að ekki væri heil brú í þessu tali, því borgin væri í hreinum vandræðum með að starta venjubundinni starfsemi sinni í haust vegna skorts á fagfólki. Eftir að einn leikskólastjórinn undraðist þetta hjal var rætt við borgarstjórann. Sá hélt öllu opnu (í byrjun júní) og sagði málið í vinnslu, þótt auðvitað væri ekki hægt að slá því föstu(!) að þetta tækist. Það getur varla verið keppikefli nokkurs að vera svona ómerkilegur. Hvers vegna fer borgarstjórinn í Reykjavík með svona fleipur og ruglar foreldra í borginni í ríminu og vekur með þeim falskar vonir? Ekki var rætt við nýju fulltrúana í meirihlutanum sem gerðir höfðu verið að kjánum, enda þeir þá orðnir uppteknir við að ræða skipulag klósettmála í sínu næsta nágrenni á borgarskrifstofunum! Ekki nokkur hlutur bendir til þess að þetta mál hafi nokkurs staðar verið til athugunar, enda vissi hvert barn það sem borgarstjórinn þóttist ekki vita. Yfirlýsingar helstu talsmanna borgarinnar fyrir kosningar um hvaða börn fengju þjónustu á leik- skólunum eftir kosningar eru enn í uppnámi. Áður óþekkt En það nýjasta og áður óþekkta í sögu borgarinnar, sem lengi var það sveitarfélag sem öfundsverðast þótti, er þó framganga sumra embættismanna hennar í garð kjörinna fulltrúa hennar. Enginn alvöru borgarstjóri hefði nokkru sinni lið- ið embættisliði sínu að fara þannig fram. Skrifstofustjórar borgarstjórnar á borð við Jón G. Tómasson og Gunnar Eydal eða borgarritarar eins og Gunnlaugur Pétursson og síðar Jón G. Tómasson gættu mjög og af festu að rétti borgarfulltrúa og hinni einstæðu og mikilvægu stöðu borgarstjórnar. Borgarfulltrúar, hvar í flokki sem þeir stóðu, gátu öruggir leitað til þessara manna um faglegar upp- lýsingar og þeir voru þekktir að því að taka málstað borgarfulltrúa ef einstakir embættismenn héldu frá þeim upplýsingum sem þeim bar að eiga aðgang að og óskuðu eftir. Engin viðbrögð Fyrir nokkru féll héraðsdómur í furðulegu eineltis- máli háttsetts embættismanns borgarinnar. Hann var um einstaka orðalag full „litríkur“ fyrir bréfrit- ara og minnti í því efni nokkuð á dóma sem viðgang- ast í bandarísku réttarfari. En efnislega var hann þó mjög afgerandi og reyndar svo afgerandi að borgaryfirvöld sáu sitt óvænna og áttuðu sig á að ekki væri gott ef þessi dómur færi lengra í dóms- kerfinu svo að hneisa borgarinnar yrði enn meiri. Það er undarlegt, svo ekki sé meira sagt, að sjá túlkun borgarritarans á því hvað þessi dómur þýddi og óefnislegan orðaleik hans um það hvort dóm- urinn hafi réttlætt það að eineltisembættið hafi mátt, að formi til, veita undirmanni áminningu. Það var ekki deiluefnið. En undarlegast er að engin viðbrögð hafa verið innanhúss við þessu áfalli orðspors borgarinnar og engin skref stigin í framhaldinu til að losa sig við ónothæfa starfsmenn. Enginn býst við neinum viðbrögðum frá Degi Eggertssyni, sem myndi líklega byrja á því að fá vottorð frá undirsáta um að honum væri þetta mál jafn óviðkomandi og annað í borgarrekstrinum. En það kemur á óvart að æðstu stjórnendur, í næstu tröppu fyrir neðan ábyrgðarleysið algilda, séu orðnir svona samdauna hinni duglausu yf- irstjórn. Mikið rétt Þetta er áhyggjuefni og því ástæða til að taka undir eftirfarandi orð Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra og borgarfulltrúa í Reykjavík: „Á tæpum tveimur mánuðum hafa birst frásagnir af fimm málum þar sem dómari, kærunefnd jafnrétt- ismála, umboðsmaður alþingis og umboðsmaður borgara komast að þeirri niðurstöðu að illa hafi ver- ið staðið að stjórnsýslu á vettvangi borgaryfirvalda. Eftir kosningarnar í vor og með komu nýs fólks í borgarstjórn hefur aðhaldið að meirihlutanum auk- ist. Viðbrögðin bera með sér að kjörnir fulltrúar meirihlutans hafi ekki burði til að takast á við nýja stöðu. Þeir siga embættismönnum borgarinnar á minnihlutann. Þetta er fáheyrt.“ Það er hverju orði sannara. Og enn dapurlegast er að þeir embættismenn sem í hlut eiga skuli láta siga sér, eins og Björn Bjarna- son nefnir það, og ekki hafa döngun eða burði til að halda faglegri reisn og eiga samleið með réttlætinu, eins og starfsskyldan þó býður þeim. Vont var ástandið. En nú er það komið í illt efni. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson 19.8. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.