Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Blaðsíða 35
„Raunverulegt eðli
veruleiksins“
Ég var búinn að vera meðákveðna hugmynd í kollinumí u.þ.b. tvö ár. Það var mjög
mikill texti. Svo tókst mér að gera
hann voða lítinn,“ segir Ólafur Stef-
ánsson, fyrrverandi handboltakappi
og núverandi rithöfundur, um fyrstu
bók sína, Gleymnu óskina.
Bókin kom út í dag, laugardag, og
er lítil saga um hreina ósk sem finn-
ur sniðuga leið til að finna „hinn“.
Bullorðinssaga
Spurður í hvaða hillu bókasalar
landsins muni geta raðað bókinni
svarar Ólafur: „Við köllum hana nú í
gríni bara bullorðinssögu, þ.e. sögu
um yndislegheit og hugsanlega
raunverulegt eðli veruleiksins sem
fullorðnir stimpla oft sem bull.“
Kári Gunnarsson teiknari mynd-
skreytti bókina og fer engu minna
fyrir myndum hans en textanum í
bókinni.
„Ég átti í fórum mínum, eftir að
hafa smækkað textann, 23-24 mynd-
ir, svona frekar grófar. Ég vissi að
þessar myndir voru Óskinni ekki al-
veg samboðnar. Því bauð ég sam-
starf þeim besta og þægilegasta
grafíska teiknara sem til er á land-
inu, þ.e. Kára. Honum leist vel á
þetta og sló til. Við fórum upp í bú-
stað nokkrum sinnum, gerðum til-
raunir, sköpuðum, hentum og fíness-
eruðum. Hægt og hægt varð allt
skýrt og fallegt,“ segir Ólafur um
samstarfsferli þeirra Kára.
„Allt í þínum höndum“
Eins og áður segir er Gleymna óskin
fyrsta bókin sem Ólafur semur og
gefur út. Hann segir það þó hafa
gengið nokkuð áreynslulaust fyrir
sig að skrifa bókina, enda hafi hann
verið kominn með meira en nóg efni
þegar hann settist niður til að setja
bókina saman.
„Eins og svo oft þegar ég geri eitt-
hvað var lítið sem ekkert takmark í
þessu. Allt var til staðar í KeyWe,
forriti sem ég hef verið að vinna að í
fjögur ár og er hægt og rólega að
finna sér leið inn í skóla landsins, Ég
tók bara hratt út það sem ég þurfti
út frá lykilorðum.
Þetta snerist í rauninni meira um
að smækka og raða saman en að
bæta við.“
Spurður um hugmyndina að
„gleymnu óskinni“, aðalpersónunni
sem titill bókarinnar sækir nafn sitt
í, segir Ólafur: „Hún er í raun bara
samlagning goðsagna, ævintýra og
minna eigin upplifana. Það er bara
ein ósk að leika kómískan alvarleik.
Þessi ósk er það eina sem er í gangi,
magnaður tímalaus hrekkjalómur.
Og til að skýra aðeins betur að
hverju bókin er að ýja; hvíldu hugs-
anir og lógík, finndu töfralampann
og vittu hversu stór þú ert. Komdu
svo aftur, hlæðu að þessu öllu sam-
an, njóttu augnabliksins og töfranna
og dreifðu fegurð í kringum þig – í
tónum, orðum eða verkum.“
Aftan á kápu bókarinnar segir að
Óli Stefáns bjóði upp á óvenjulega
bjarta sýn á „veruleikinn“ svokall-
aða.
Spurður um þetta, og hvort ein-
hver sérstök hugmynd ráði för við
lestur bókarinnar, svarar Ólafur:
„Bara að þetta er allt í þínum hönd-
um. Bara allt saman. Veruleikurinn
eins og ég kalla hann, eða „alvar-
leikurinn“.
Meira „við“ en við höldum
„Kjarninn í sögunni er hinn svokall-
aði tvísöngur hins eina. Óskin er allt
og getur allt, nema að upplifa annað
en sig sjálfa. Og ef enginn annar er,
þá eru heldur engar óvæntar uppá-
komur, faðmlög eða húmor.“
Hann nefnir í þessu dæmi kvik-
myndina Cast Away. Í kvikmyndinni
lék Tom Hanks strandaglóp á eyði-
eyju sem býr sér til vin úr blakbolta
og kallar Wilson. „Það er ein leið til
að lýsa þessu ástandi. Þegar þú ert
búinn að vera einn of lengi ferðu að
búa þér til ýmislegt. Það er það sem
óskin gerir. Þetta er kannski ekki
svo alvarlegt eftir allt saman.
Í rauninni er heimurinn kannski
miklu meira „við“ en við höldum.“
Ólafur Stefánsson sendir frá sér sína fyrstu bók í dag og nefnir hana
Gleymnu óskina. Hann segir að kjarni sögunnar sé tvísöngur hins eina.
Teitur Gissurarson teitur@mbl.is
Ólafur Stefánsson og Kári
Gunnarsson settu
Gleymnu óskina saman.
Morgunblaðið/Hari
19.8. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
BÓKSALA 8.-14. ÁGÚST
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 SyndaflóðKristina Ohlsson
2 Sagas Of The IcelandersÝmsir höfundar
3 HeimsendirGuðmundur Steingrímsson
4 ÓttinnC.L. Taylor
5 Independent PeopleHalldór Laxness
6 Iceland in a BagÝmsir höfundar
7 Sumar í litla bakaríinuJenny Colgan
8
Iceland Wild at Heart
Einar Guðmann/Gyða
Henningsdóttir
9 Hözzlaðu eins og þú verslarLin Jansson
10 Mínus átján gráðurStefan Ahnhem
1 OriginDan Brown
2 Midnight LineLee Child
3 No Middle NameLee Child
4 NucleusRoy Clements
5 Sharp ObjectsGillian Flynn
6 People vs. Alex CrossJames Patterson
7 President is MissingBill Clinton
8 The MegSteve Alten
9 WidowsLynda La Plante
10 Look For MeLisa Gartner
Allar bækur
Erlendar bækur
És las Mómó eftir Michael Ende, í
íslenskri þýðingu Jórunnar Sigurð-
ardóttur, í sumar með krökk-
unum mínum, las
hana upphátt fyrir
þau. Það var ekki í
fyrsta skipti sem við
lásum hana.
Það spunnust svo
skemmtilegar um-
ræður í kjölfarið um
það hvað það sé að vera góður
hlustandi. Þau veltu því mikið fyrir
sér í framhaldinu og þegar við
hittum fólk, vorum að tala við
fólk, fóru þau að spá í það hvort
viðkomandi hafi verið góður
hlustandi eða hvort hann hafi bara
viljað tala. Það var skemmtilegt
að bæta því við pæl-
ingarnar um tím-
ann.
Svo las ég The
Girl Who Smiled
Beads eftir Clem-
antine Wamariya.
Þetta er saga ungrar
konu sem flúði frá Rúanda með
sytsur sinni þegar hún var sex ára,
Þetta er mjög mögnuð bók sem
setur mann aðeins í spor þeirra
sem þurfa að flýja sitt heimaland
og fjölskyldu og allt, hvernig það
breytir þeim og hvernig þau geta
ekki farið til baka.
ÉG ER AÐ LESA
María Rán
Guðjónsdóttir
María Rán Guðjónsdóttir er
bókaútgefandi.
Hin fullkomnaþrennaVel samsett boost, einusinni á dag, eykur orkuna,kemur meira jafnvægi áblóðsykurinn.
Candéa
Byggir upp og kemur
jafnvægi á þarma-
flóruna. Öflugt fyrir
ónæmiskerfði og vinnur
á candéa sveppnum.
Betri melting
Aukin orka
Öflugra ónæmiskerfi
Meltingin og þarmaflóran er grunnur að góðri heilsu
Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna.
Digest Spectrum
– einnig gegn fæðuóþoli
• Styður meltingu á glúteini, laktósa,
kaseini, próteini og baunum.
• Hentar vel þeim sem glíma við
ýmiskonar fæðuóþol.
• Viðurkennt af Autism Hope Aliance.
• Hentar allri fjölskyldunni,
tekið rétt fyrir mat.