Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Blaðsíða 2
Í vikunni bárust fréttir af því að breski gamanleikarinn Jack Whitehallmyndi leika fyrstu opinberlega samkynhneigðu persónuna í veigamikluhlutverki í Disney-kvikmynd. Í aðalhlutverkum í Jungle Cruise eru Dwayne Johnson og Emily Blunt (sem er einmitt í prófíl í þessu blaði á blaðsíðu 8) en Whitehall leikur bróður Blunt. Í stað þess að netið sameinaðist í lofi til Disney yfir að koma loksins með samkynhneigða persónu (þótt hann sé því miður ekki prins) hefur gagnrýnin verið mikil á leikaravalið; Whitehall er nefnilega ekki samkynhneigður og óttast sumir að persónan verði einhvers konar „týpískur hress hommi“. En það ætti ekki að vera þannig að aðeins sam- kynhneigðir leikarar geti leikið samkynhneigt fólk á skjánum. Það sem þarf að breytast er að samkynhneigðir leik- arar geti verið opnir með kynhneigð sína og fái jafn fjölbreytt hlutverk og aðrir en saga Hollywood hefur hingað til ekki verið þannig. Leiklist er jú LIST og ætti að fá að vera til á for- sendum listarinnar. Leikarar mennta sig í sínu fagi og eru góðir leikarar hæfir til að takast á við fjölbreytt hlutverk. Samkynhneigðir leikarar ættu ekki að festast í því að leika samkynhneigða persónu. Nýverið þurfti Scarlett Johansson að hætta við að taka að sér hlutverk transkarls í kvikmyndinni Rub & Tug en hún er ekki trans. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á miðvikudag þykir ástralska leikkonan Ruby Rose hins vegar ekki nógu lesbísk til að leika Leðurblökukonuna; hún kom út úr skápnum þegar hún var 12 ára en sagði frá því í viðtali við Cosmo að hún væri „gender-fluid“ eða kynsegin. Fólk er greinilega ekki sammála um hvar mörkin liggja en það er hins vegar alveg ljóst að þau eru þarna. Ein uppáhaldsmynd mín er Breakfast at Tiffany’s (1961) og hef ég horft á hana margoft en það er alltaf óþægilegt að horfa á Mic- key Rooney leika hinn ýkta Japana herra Yunioshi, en húmor með rasískum undirtón þótti mörgum vera í lagi á þessum tíma. Hilary Swank lék transkarl í Boys Don’t Cry (1999) og hlaut mikið lof fyrir á sínum tíma en það getur vel verið að þetta leikaraval verði jafn vandræðalegt og Rooney með tímanum. Hópar innan transsamfélagsins eru nú ósáttir við þessa mynd og það er mik- ilvægt að hlusta á þær raddir. Óháð leikaravali hlýtur það allra mikilvægasta að vera að það séu sagðar fjöl- breyttar sögur í kvikmyndum og sjónvarpi sem fólk af mismunandi bakgrunni, kynþáttum og kynhneigð getur speglað sig í. Og að allskonar fólk fái tækifæri til að takast á við þessi hlutverk. Kvikmyndir geta veitt mikinn innblástur og ættu að gera það en ekki breytast í veruleikasjónvarp. Undirrituð vill ekki fá annan Yunioshi eins og Mickey Rooney lék í Breakfast at Tiffany’s. Að leika eða leika ekki homma Pistill Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is ’Óháð leikaravalihlýtur það allra mik-ilvægasta að vera að þaðséu sagðar fjölbreyttar sögur í kvikmyndum og sjónvarpi sem fólk af mis- munandi bakgrunni, kynþáttum og kynhneigð getur speglað sig í. Hvernig kviknaði þessi hugmynd að láta lúðrasveitir berjast? Það hefur verið ára- tugalangur rígur á milli lúðrasveita. Í „den“ gat fólk úr mis- munandi lúðrasveitum ekki verið saman í strætó. Það var stundum verið að stela hljóðfæraleik- urum úr einni sveit í aðra og ríg- urinn hefur verið falinn í köldu stríði. Það var kominn tími til að útkljá þetta. Þetta er eins og þegar götugengin í Ameríku hittast og gera upp sín mál, nema við erum vopnuð trommum og lúðrum. Svo verða allir með leynivopn en það er ekkert gagnsæi í þessu og ekkert gefið upp. Það er búið að gera farandgrip sem er keppt um og honum fylgja ótakmörkuð montréttindi í heilt ár á kostnað hinna sveitanna. Hver dæmir í þessum bardaga? Það er þriggja manna dómnefnd. Það eru mjög stífar reglur, en þær eru af sama toga og kosningaloforð Besta flokksins; fyrsta reglan er að það eru engar regl- ur. Svo koma fleiri reglur. Við þurfum að mæta með tvö lög sem dómnefnd dæmir og svo spilum við eitt lag sam- an. Á eftir verða grillaðar pulsur og bulsur fyrir gesti og gangandi. Hvað býstu við mörgum lúðrasveitar- meðlimum? Ég hef reynt að fá það upp úr hinum sveitunum hvað þau verða mörg en þau neita að gefa það upp. Ég býst við sextíu til hundrað manns. Hvað geta áhorfendur búist við að upplifa? Þeir geta búist við sjónarspili. Ég held að allir verði með leynivopn. Ég get ekki sagt þér hvað við verðum með því það er leyndarmál, en það verður stórkostlegt. Svo þegar við spil- um saman lag á það eftir að glymja alveg upp í Breiðholt, það verða læti. Svo yrði ég ekkert hissa ef einhver lúðrasveit- armeðlimur mynda enda úti í tjörninni. Morgnblaðið/Ásdís ÞORKELL HARÐARSON SITUR FYRIR SVÖRUM Götubardagi lúðrasveita Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.8. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Diljá Erna Eyjólfsdóttir Nei, ég er að fara í brúðkaup. SPURNING DAGSINS Ætlar þú í bæinn á Menning- arnótt? Hafþór Ernir Vilhjálmsson Að sjálfsögðu. Ég ætla að fara að upplifa stemninguna með kærust- unni minni. Kara Líf Halldórsdóttir Ég held það já, ég ætla að rölta um, hitta fólk og fara á tónleika. Birkir Þór Elmarsson Nei, ekki í þetta sinn, ég er að fara í brúðkaup fyrir utan bæinn. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Valgarður Gíslason Þorkell Harðarson, varaformaður lúðrasveitarinnar Svans, hvetur fólk til þess að mæta í Hljómskálagarðinn klukkan fimm á Menn- ingarnótt. Lúðrasveitin Svanur, Lúðrasveit Reykjavíkur og Lúðra- sveit verkalýðsins útkljá áratugalangan ríg vopnaðar hljóðfærum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.