Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.08.2018, Blaðsíða 18
P
atrekur Andrés Axelsson var 19
ára þegar hann missti sjónina, þá
að ljúka námi á rafiðnaðarbraut
og á fullu í fótbolta. Sjónin fór úr
fullkominni hundrað prósenta
sjón niður í fimm prósent á aðeins hálfu ári.
Fyrir þremur árum byrjaði Patrekur að æfa
frjálsar íþróttir og er slíkur spretthlaupari að
þeir sem sjáandi eru halda ekki í við hann.
Patrekur, sem er 24 ára í dag, er einn
þeirra fjögurra íslensku íþróttamanna sem
„stefna að hinu ómögulega“ með því að kom-
ast á ólympíumót fatlaðra í Tókýó í Japan ár-
ið 2020, en Morgunblaðið og mbl.is mun
fylgja þessum íþróttamönnum eftir næstu ár-
in fram að keppni. Patrekur og hinir íþrótta-
mennirnir eru nýbyrjuð í herferð með
Íþróttasambandi fatlaðra og Toyota sem ber
yfirskriftina „Start your impossible“, en Pat-
rekur á möguleika á að komast á ólympíumót
fatlaðra eftir tvö ár.
Það er stutt í húmorinn hjá Patreki Andr-
ési Axelssyni þegar blaðamaður hringir í
hann til að skipuleggja viðtalið. „Er nafnið
þitt á bjöllu?“ spyr undirrituð til að rata á
réttan stað. „Síðast þegar ég gáði,“ segir
Patrekur kíminn. Hann segir húmorinn sér
mikilvægan og jákvæðni, það hafi þó tekið
hann smátíma að ná sér upp úr því og sætta
sig við að hafa misst sjónina, enda var sá
framgangur á þann hátt að á hverjum degi
sá hann mun á sjóninni frá því deginum áð-
ur.
„Þetta var í raun áfall á hverjum degi í
hálft ár. Á hverjum morgni vaknaði ég með
„nýja“ sjón. Ég sá verr í dag en í gær og
milli vikna var ótrúlega margt sem ég hafði
getað séð en sá ekki lengur,“ segir Patrekur,
en augnsjúkdómur þessi, sem kenndur er við
Leber, er ættgengur. Móðir hans greindist
með sjúkdóminn þegar Patrekur var 10 ára
og þá fór sjón hennar líka svona hratt. Móð-
urbræður hans fengu einnig sjúkdóminn og
eldri bróðir Patreks greindist með sjúkdóm-
inn ári eftir að Patrekur fór að missa sjón-
ina.
„Ég var 10 ára þegar ég vissi að þetta
gæti gerst, þegar mamma greindist. Ef móð-
ir er með þennan sjúkdóm eru 50 prósenta
líkur á að synir fái hann líka, ég vissi líka að
þá yrði líklegast að ég myndi greinast um
tvítugsaldurinn. Ég hafði þetta á bak við eyr-
að en pældi afskaplega lítið í þessu, sinnti
bara mínu og hélt áfram með lífið.“
Hvað er fimm prósenta sjón?
„Sjónin er svo lítil að hún er í raun ekki
mælanleg, maður segir fimm prósent til að
hafa eitthvað. Ég sé mun á degi og nótt,
skuggum og útlínum, greini svart og hvítt og
svo einn lit í viðbót, fánabláan.“ Patrekur er í
fánablárri peysu og kann greinilega vel við
sig í þeim lit. „Ég er ekki með neina miðju-
sjón, er með örlitla jaðarsjón eða ratsjón,
mikið meira er það ekki. En þegar ég hleyp
er ég alveg blindur, því ég keppi í flokki þar
sem fólk er nánast alveg blint eins og ég þótt
það sé einhver smá munur á sjóninni milli
einstaklinga, sumir með örlítið betri sjón en
aðrir. Til að gera alla keppendur jafna erum
við með bundið fyrir augun. Þar af leiðandi
þarf ég að vera með aðstoðarmann sem
hleypur með mér svo ég viti hvert ég er að
hlaupa og við erum bundnir saman á úlnlið-
um.“
Aðstoðarmenn Patreks þurfa augsjáanlega
að vera afar fótfráir og tilbúnir að mæta með
honum á æfingar og mót. Patrekur er farinn
að hlaupa á slíkum hraða, þar sem metið
hans í 100 metra hlaupi núna er 12,23, að að-
eins þeir hraðskreiðustu ná að halda í við
hann.
Það hlýtur að vera smá vinna að finna að-
stoðarmenn sem geta verið þér innan hand-
ar?
„Jú, það hefur verið smá vinna að leita að
þeim. Bæði er það þannig að ekki getur hver
sem er gert þetta og svo er ég alltaf að bæta
mig. Ég hef verið með þrjá aðstoðarmenn
sem hafa hlaupið með mér á mótum. Aðstoð-
armaður númer tvö fór í hjartaaðgerð og
þurfti að hætta en Andri Snær Ólafsson
Lukeš, spretthlaupari og einn besti þrí-
stökkvari landsins, hefur verið aðstoð-
armaður minn í tvö ár en hann er núna í sér-
námi í læknisfræði í Danmörk. Andri flýgur
hins vegar og hittir mig á mótum og keppir
með mér þó að við séum ekki lengur saman á
æfingum og ég er því afar þakklátur. Hér
heima er ég svo með góðan aðstoðarmann,
Óskar Hlynsson, sem Toyota lánaði mér en
hann er reyndar 56 ára.“
Jahá, og heldur hann í við þig?
„Hann gerði það a.m.k. í byrjun, en við
fórum að æfa saman í desember á síðasta ári.
Hann var Evrópumeistari í 200 metra sprett-
hlaupi öldunga innanhúss, þjálfari í frjálsum
hjá Fjölni og Aftureldingu og er því ágæt-
lega fljótur. Hann var skrefi á undan mér en
í dag er ég svolítið kominn á undan honum.“
Tók mig ár að jarðtengjast
Við sitjum á pallinum í íbúð sem Patrekur á í
Breiðholti, sólin skín en það gustar, Patrekur
finnur að blaðamaður er þrjóskur á að sitja
þarna þrátt fyrir að það er svolítið kalt og
finnur að ég skelf. Eftir að sjónin fór tóku
önnur skynfæri yfir. Hann er afar næmur á
raddir og rödd er eins og hjá sumum sem
eru andlitsminnugir – hafi hann „hitt“ þessa
rödd áður man hann nær alltaf hver viðkom-
andi er út frá röddinni. Breiðholtið er æsku-
stöðvar hans en hann bjó í Grafarvogi þegar
hann greindist með sjúkdóminn. Hann ákvað
að flytja aftur í Breiðholtið því þar þekkir
hann hvern stokk og stein og öll þjónusta er
aðgengileg sem hann kemst fótgangandi í;
sundlaug, heilsugæsla, verslanir og stutt nið-
ur í Mjódd í banka og slíkt. Patrekur missti
fljótt bílprófið og fer nær allra sinna ferða
fótgangandi, „mjög umhverfisvænn“ segir
hann og brosir. Öðru hvoru berst afar hratt
tal úr símanum hans, svo hratt að undirrituð
nær ekki nema broti og broti. Þetta er tal-
gervill sem les fyrir Patrek skilaboð á Face-
book og það sem honum berst og Patrekur
segist ekki hafa þolinmæði í að hafa þetta
hæglesið svo að hraðinn er eins og Alvin og
íkornarnir séu með partí. Í tölvunni er líka
talgervill en Patrekur segir að eitt af því já-
kvæða við að missa sjónina sé að nú sólundi
hann ekki tíma sínum í að horfa á drasl í
sjónvarpinu og spila tölvuleiki, þess í stað
hlusti hann mikið á ýmiss konar þætti í út-
varpinu og hlaðvörp. Hann segir að með
stærri breytingum fyrir hann eftir að hann
missti sjónina hafi verið að geta ekki spilað
fótbolta, enda hafi íþróttin átt hug hans all-
an.
„Ég lék með Leikni í Breiðholti á þessum
tíma sem ég fékk sjúkdóminn og það var inni
í myndinni að vera áfram í fótboltanum. Ég
stundaði einnig lyftingar, lyfti fjórum sinnum
í viku, og íþróttir voru aðaláhugamál mitt.
Þótt ég hafi vitað af því að mögulega myndi
ég veikjast hugsaði ég alltaf, eins og margir;
þetta kemur ekkert fyrir mig. Þegar ég var
búinn að missa sjónina alveg tók það mig
eiginlega eitt ár að komast upp úr þessu
áfalli og jarðtengjast að nýju. Ég ákvað að
klára rafvirkjann þrátt fyrir að ég væri að
missa sjónina og kláraði vorið 2014. Mánuði
eftir útskrift var sjónin orðin þannig að það
var alveg ljóst að ég gæti ekki unnið við fag-
ið. Mér fannst missirinn mikill, framtíð-
arplönin myndu ekki ganga eftir, ég missti
bílprófið, sem var mikið fyrir mann á þessum
aldri og lífið var í rauninni komið á byrj-
unarreit á svo margan hátt.
Þetta er ekki bara að læra á umhverfi sitt
upp á nýtt heldur að taka nýjar ákvarðanir,
byrja á nýju upphafi.“
Stórt verkefni að læra á
jafnvægisskynið
Haustið 2014 ákvað Patrekur að klára stúd-
entinn. „Ég hafði ekki mikið annað að gera,
ég var hættur í vinnu og fótbolta. Ég hafði
alltaf verið með fínar einkunnir en þarna fór
ég að fá enn betri einkunnir, níur og tíur, og
námsráðgjafi í skólanum benti mér fljótlega
á að það væri afar ólíkt mér að vera ekki í
neinni hreyfingu og með súpereinkunnir,“
segir Patrekur og hlær. „Þetta væri ekki ég
og hann kom með þá uppástungu að ég skoð-
aði að æfa spretthlaup og það gerði ég og
setti mér fljótt það markmið að reyna að
komast á Ólympíuleikana.“
Patrekur var byrjaður að æfa frjálsar
íþróttir í nóvember 2014 og hefur æft núna í
fjögur ár. Hann fann fljótt hvað það gaf hon-
um mikið að æfa, ekki bara líkamlega, að fá
útrás, heldur andlega, hann fann hvernig
andlega hliðin og sjálfstraustið styrktist að
nýju.
„Eitt það erfiðasta líkamlega við að missa
sjónina er að maður missir jafnvægisskynið
svolítið um leið. Þú getur bara prófað að loka
augunum og fundið hvað þú verður óörugg í
jafnvæginu. Í dag eru íþróttirnar í raun og
veru vinnan mín, ég æfi kvölds og morgna,
sex daga vikunnar, fjóra og hálfan tíma alls
yfir daginn, lyftingar á morgnana og sprett-
hlaupsæfingar á kvöldin.“
Tíminn fer ekki í neina vitleysu
Patrekur Andrés Axelsson spretthlaupari á eiginlega orðið í vandræðum með að finna fólk sem heldur í
við hann í spretthlaupum sínum, en hann keppir í flokki alblindra þar sem hann hleypur með alsjáandi
aðstoðarmann sér við hlið. Patrekur missti sjónina fyrir nokkrum árum en hann var mikill
fótboltamaður áður. Hann geysist nú eins og vindurinn á hlaupabrautinni.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
’ Þetta var í raun áfall áhverjum degi í hálft ár. Áhverjum morgni vaknaði égmeð „nýja“ sjón. Ég sá verr í
dag en í gær og milli vikna var
ótrúlega margt sem ég hafði
getað séð en sá ekki lengur.
„Ég er pottþétt að æfa meira og
fara meira í sund og slíkt en ef ég
væri með fulla sjón. En ég þarf að
vera svolítið þolinmóður, auðvit-
að tekur allt meiri tíma fyrir mig.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Ég er þetta heilbrigður í dag þrátt fyrir að
sjónin hafi farið og ég hef margt annað í lífinu
sem ég kann að meta.“
Ljósmynd/Grétar Guðmunds
VIÐTAL
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.8. 2018