Þróttur - 01.12.1921, Side 23

Þróttur - 01.12.1921, Side 23
f> R Ó T T U R 99 Eins og minst var á í Kprótticc í fyrra sumar hefir verið stofnað hér í bæ fé- lag til þess að iðka Lawn-Tennis. Hér skal minst á þetta nokkrn nánar, ekki þó til þess að fá menn til að ganga í félagið, því að það þjáist af »húsnæðis- leysi« eins og svo margir aðrir á þess- um síðustu og verstu tímum, heldur til þess, ef verða mætti, að vekja athygli manna á þessum leik, sem án efa er einn hinna allra fremstu knattleika, svo ekki sé meira sagt. Lawn-Tennis hefir þegar um langan aldur verið iðkaður í »öllum siðuðum löndum, að íslandi undanteknu«. Að uppruna er leikurinn franskur, en Eng- lendingar, sem eru (eða hafa að minsta kosti verið) fremsta knattleikaþjóð faeimsins, hafa þó gert hann að því sem hann er nú. Eins og fyrri hluti uafnsins ber með sér er eiginlega ætlast til að hann sé leikinn á grasi, enda er það gert víðast hvar í Englandi og ann- arsstaðar þar sem tök eru á. En ekki er þó svo að skilja að mikið gras megi vera á vellinum, heldur aðeins grasrót, °g hún svo snögg sem unt er, auk þess verður völlurinn að vera rennisléttur °g vel harður. Að búa til slíkan völl þar sem hann er ekki til frá náttúrunnar hendi tekur afar langan tíma, og hér á landi yrði óvist um ábatann þótt það yrði gert, þvi að hann verður ekki notaður ef lóann er rakur, hversu lítið sem að því kveður, og því yrði sjaldan hægt að nota hann að morgni dags. Þá er að finna önnur úrræði, og eru þau fleiri en eitt, en það einasta sem verulega gæti komið til mála hér á landi eru mal- bornir vellir, því að bæði malbikaðir og múraðir vellir liafa svo marga ókosti, sem óþarfi er að fara nánar út í hér. Malbornir vellir eru fyrst og fremst ekki mjög dýrir, og viðgerðir á þeim eru ekki dýrar heldur, en þær þarf að gera í tíma, þótt óþjóðlegt sé. Um ganginn í sjálfum leiknum skal hér ekki talað — þar sem von er á leikreglum á íslenzku innan skams. Um nytsemi leiksins geta allir orðið sammála sem nokkuð þekkja til hans. Fyrst er að benda á það að hann er við allra — nokkurn vegin heilbrigðra — hæfi, jafnt barna sem fullorðinna, kvenna sem karla. I því tilliti er hann mörgum íþróttagreinum framar. í öðru lagi, ef borin er saman við vinsælustu íþrótt hérlendis, knattspyrnuna, þá hefir, hann fram yfir hana meiri handleggja- æfingu, og auk þess það, að leikendur fá frekar allir að hreyfa sig, og það nokkurn veginn stöðugt, ennfremur heimtast í L-T. ennþá meiri nákvæmni og snarræði en í knattspyrnu, þótt ef til vill þyki mikið sagt. í þriðja lagi má og telja það kost, hversu fáir leika saman (2, 3 eða 4), svo að ekki þarf að eiga það undir heilum mannsöfnuði (4neð áhuganum góðkunna) hvort nokk- uð verður aðhafs í það skiftið. Fleiri kosti mætti upp telja, en það sem hér hefir verið sagt getur dugað í bráðina, því að ókostina verður líka að telja, svo að ekki verði litið of einhliða á málið. Þá er hinn fyrsti sá, að Ieikur- inn er mjög veðurvandur, og það meir en góðu hófi gegnir, ef sumrin verða

x

Þróttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.