Jökull


Jökull - 01.12.2003, Page 57

Jökull - 01.12.2003, Page 57
Data report Jöklabreytingar 1930–1960, 1960–1990 og 2001–2002 Oddur Sigurðsson Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík; osig@os.is YFIRLIT — Veturinn 2001–2002 var í hlýrra meðallagi en mjög kaflaskiptur. Fram yfir áramót var tíð mild og jafnvel hlýindi á köflum með mikilli úrkomu. Um miðbik vetrar gerði mikið kuldakast en mildaðist undir vor. Þótt veturinn væri þannig ekki mjög hlýr að meðaltali var hann stuttur og þannig ekki jöklunum hliðhollur. Það bætti þó nokkuð upp að tíð var úrkomusöm eftir 7 þurrkasöm ár. Árið 2002 var sjöunda árið í röð þar sem hitinn var um eða yfir meðaltali síðastliðinna 5 áratuga og í þetta sinn vel yfir. Sumarið var mun hlýrra en í meðalári en úrkomusamt eins og veturinn. Úrkoma ársins dugði þó engan veginn til að vega upp áhrif hlýindanna þannig að talsvert gekk á jöklana nú sem og undan farin ár síðan 1995. Jöklamælingamenn vitjuðu nú jökulsporða á 51 stað. Þar af eru 3 nýir staðir: suðvestanverður Langjökull upp af Geitlandi, Klofajökull norðan í Eiríksjökli og Kvíslajökull í vestanverðum Hofsjökli. Í samræmi við tíðarfar undanfarinna ára rýrna flestir jöklar. Athyglis- vert er að Bægisárjökull og Grímslandsjökull á Norð- urlandi sigu fram en þeir voru ekki mældir árið áður vegna þess að sporðar þeirra voru á kafi í snjó. Vel getur verið að þessir jöklar hafi skriðið fram árið áður eins og Gljúfurárjökull, beinlínis vegna jákvæðrar af- komu jöklanna á Norðurlandi afkomuárið 2000-2001. Væri mjög áhugavert að vita hvort sumir smájöklar á Norðurlandi bregðist þannig að bragði við afkomu- breytingum. Leirufjarðarjökull og Kaldalónsjökull hafa nú lokið landvinningum en þá er sem við mann- inn mælt að Reykjarfjarðarjökull tekur við, þannig að Drangajökull hefur ekki sagt sitt síðasta í þessari lotu. Á 5 stöðum mældist fjarlægðin í jökul sú sama og í fyrra. Það er annars vegar ofannefndir Leirufjarð- arjökull og Kaldalónsjökull sem eru að ná andanum eftir framhlaupssprett og hins vegar tveir aurklædd- ir jökulsporðar í Öræfum en augljóslega rýrnandi og svo Skeiðarárjökull á einum mælistað. AFKOMUMÆLINGAR Í töflu 1 eru niðurstöður afkomumælinga Orkustofn- unar á þremur hliðum Hofsjökuls (Oddur Sigurðsson, 1989, 1991 og 1993 og Oddur Sigurðsson og Ólafur Jens Sigurðsson 1998). Til samanburðar eru einnig í töflunni samsvarandi tölur fyrri ára. Ljóst er að afkoma Blágnípujökuls er skakkt reiknuð í töflunni vegna þess að ísaskil eru vandgreind á ákomusvæðinu og flatarmál jökulsins hið efra því ekki nógu vel þekkt. Ekki er unnt að bæta úr þessum ágalla að svo stöddu en mælingar standa yfir sem geta dugað til leiðréttingar. Samanburður milli ára ætti þó að gefa skýra vísbendingu um breytingar á afkomu. ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR Snæfellsjökull Hyrningsjökull – Hallsteini virðist jökullinn hafa þynnst mikið frá í fyrra og er nú hryggur af grjóti og leir á jökulsporðinum og jöðrum hans. Drangajökull Kaldalónsjökull – Indriði á Skjaldfönn segir í mæl- ingaskýrslu: „Engin hreyfing er á jökulsporðinum norðan Mórillu, sem kemur nú að mestu fram í einni kvísl mun sunnar en þegar hlaupið kom fram á sínum tíma. Jökulsporðurinn þynnist ört svo og öll spildan sem lagðist yfir Úfinn og Kverkina. Foss á Jökulholta- brún að koma í ljós aftur.“ Tíðarfarspistill í haustbréfi Indriða frá 27. nóvember 2002 hljóðar svo: „Síðasti vetur fyrir jól var svo sem ekki neitt neitt, snjólétt, hlákur og vatnavextir helst til að muna eft- ir. Veturinn fram eftir þorra sumartíð og tún grænk- JÖKULL No. 53, 2003 55

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.