Jökull


Jökull - 01.12.2003, Side 58

Jökull - 01.12.2003, Side 58
Oddur Sigurðsson 1. mynd. Reykjarfjarðarjökull í upphafi framhlaups 18. ágúst 2002. Svo er að sjá sem Drangajökull reki þarna út úr sér tunguna. Hrollaugsborg gægist upp fyrir jökulröndina. – Reykjarfjarðarjökull, a surge-type glacier at the initiation of a surge, 18. August 2002. Ljósm./Photo. Þröstur Jóhannesson. uðu, síðan útnorðan vetrartíð og gerði töluverðan snjó í sunnanbrúnir því Skjaldfönnin fór t.d. ekki, þrír smá- dílar eftir um veturnætur, þó nánast allur snjór eða ára- tuga gamlar hjarnfannir á fjallinu og við suðurenda jökulsins hér fyrir dalbotninum hefðu þá safnast til feðra sinna eða voru orðnar biksvartar áfoksskánir - nema gömul eldgosaaska eigi þar hlut að máli? Vorið eftir miðjan maí óvenju hlýtt og áfallalaust og tvö hlýindaskeið meiri en áður þekkt ef trúa má afgömlum langminnugum mönnum. Þurrkar með fádæmum og til skaða fyrir harðlend tún og spilltu mjög aðalbláberjasprettu ásamt fádæma óþurrkarosa og úrfelli frá seinni hluta júlí og út ágúst. Síðan einmunagæska, sérstaklega í september og til þessa dags, að undanskildum veturnótta kálfi óveru- legum. Heyfengur mikill - og góður vegna rúllutækni. Dilkar afar vænir, fuglalíf mikið og fjölskrúðugt - nema rjúpa, gott ár í það heila.“ Leirufjarðarjökull – Ásgeir Sólbergsson segir jökul- inn alveg hættan að skríða fram eftir 1.160 m framrás. Mikið var í jökulánni í allt sumar og jökullinn ekki eins svakalegur að sjá og undanfarin ár. „Ég man ekki eftir svo litlum snjófönnum í Leirufirði og öllum Jök- ulfjörðunum, eins og var nú í haust, trúlega minnsti snjór í þessi tæp 40 ár sem ég hef verið þarna fyrir norðan. Ég hef aldrei séð skaflinn í Kjósarnúpnum svo lítinn um mánaðamótin september-október síðast- liðinn og trúlega hefur hann farið alveg í rigningunum nú í haust, sem er mjög sjaldgæft.“ Reykjarfjarðarjökull – Þröstur Jóhannesson hafði á tilfinningunni að eitthvað hefði breyst er hann kom að jöklinum 18. ágúst 2002. „Við nánari skoðun tók ég eftir því að þegar horft er yfir hvilftarbrún til jökulsins, yfir mælipunkt JÖRFI 199 sást ekki lengur í Hljóða- bungu. Jökullinn ofan við sporðinn hefur hækkað. Dálítil möl og grjót var nokkra metra upp á sporð- inn sem virtist frekar vera að bráðna en skríða fram. Sú breyting hefur nú orðið á jökulvatninu að það kem- ur niður með sporðinum austan megin og kemur und- an jöklinum á mótum jökulsporðs og jökuls. Þá var einnig eins og eystri hluti sporðsins væri að ganga fram en vestari hluti hans að hörfa. Hvað varðar tíðarfarið þá var meiri snjór á Horn- ströndum en vestan við Djúp og í Reykjarfirði um miðjan ágúst var snjór í fjöllum í meðallagi eða rétt undir því. Hér í Ísafirði eru aftur minni og færri skafl- ar í fjöllum en verið hefur.“ Hér lýsir Þröstur merkri atburðarás þar sem jök- ulsporður er að taka á rás. „Jökulsporðurinn“, sem Þröstur kallar svo, bungar upp og teygist fram úr jökl- inum. Jafnframt ýtir hann vatninu frá sér svo það kem- ur fram til hliðar við sporðinn. Myndin sem hér fylgir er ein af mörgum afbragðsgóðum myndum sem Þröst- ur lætur fylgja skýrslunni og samanburður við fyrri myndir hans segir afar skýra sögu. Vatnið undan jökl- 56 JÖKULL No. 53, 2003

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.