Jökull - 01.12.2003, Qupperneq 59
Jöklabreytingar 2001–2002
inum er greinilega kolmórautt eins og jafnan verður
þegar slíkur gangur er í jökli.
Norðurlandsjöklar
Gljúfurárjökull – Þórarinn frá Tjörn og Baldur á
Bakka mældu jökulinn. „Jökulsporðurinn er hvorki
brattur né sprunginn alveg fremst. Svo verður hann
býsna brattur uns kemur upp á einhvers konar brún
(kannski 70–100 m frá rönd) og þar er hann allmikið
sprunginn.“
Bægisárjökull – Jónas Helgason fór fram að jökli
9. september og gekk vel að finna jökulísjaðarinn þrátt
fyrir nýsnævi. Við austasta merkið af fjórum hlóð
hann nýja vörðu með priki til þess að létta mæling-
ar framvegis. Mælingarnar sýndu framrás á 3 af 4
stöðum en kyrrstöðu á einum og kom það Jónasi á
óvart því að ekki varð séð á kringumstæðum ummerki
framrásar. Athyglisvert er að framrás mældist einnig á
Grímslandsjökli í ár og á Gljúfurárjökli í fyrra án þess
að rask sæist við sporðinn.
Grímslandsjökull – Sigurður Bjarklind og Karl Hall-
dórsson hlupu upp að jökulsporði 25. september og
mældist að hann hefði gengið fram. Þeir veltu því fyr-
ir sér hvort fönn fyrri ára gæti hafa runnið saman við
jökulísinn því að líkt og Jónas við Bægisárjökul gátu
þeir ekki séð rask sem ætla mætti að fylgi framrás.
Eiríksjökull
Klofajökull – Bjarni Kristinsson og félagar settu ný
merki við þennan mesta skriðjökul Eiríksjökuls en
þangað er seinfarinn tröllavegur.
Langjökull
Upp af Geitlandi – Bjarni og félagar fóru einnig að
Langjökli þar sem ferðaþjónusta er rekin og settu þar
ný merki.
Kerlingarfjöll
Loðmundarjökull eystri – Einar Hrafnkell segir í
skýrslu að á rennur út úr miðju jökulsporðs sem er í
gili. Jökulrytjur eru beggja vegna ár og jaðarinn allur
hulinn urð.
Hofsjökull
Nauthagajökull – Leifur segir í athugasemdum að
„Lónið við jökulröndina, sem lýst var fyrir ári, er nú
horfið og í staðinn kominn harður leirbotn. Jökul-
sporðurinn er hnífbeittur í 1 m hæð yfir leirbotninum
og mælingin því mjög nákvæm.
Svo virðist sem að nýju hafi hlaupið úr lóninu of-
an við Ólafsfell, því samkvæmt lýsingu gangnamanna
voru jakar niður með fellinu og víða um aurana.“
Tafla 1. AFKOMA HOFSJÖKULS 1987–2002
– MASS BALANCE OF HOFSJÖKULL 1987–2002
Ár Vetur Sumar Árið Jafnvægislína
Year Winter Summer Net Equilibr. line
m m m (m y.s.)
Sátujökull
1987–1988 1,31 -2,27 -0,96 1330
1988–1989 1,74 -1,24 0,50 1190
1989–1990 1,45 -2,05 -0,60 1340
1990–1991 1,94 -3,35 -1,41 1490
1991–1992 1,87 -0,81 1,06 1160
1992–1993 1,69 -0,94 0,75 1165
1993–1994 1,56 -1,49 0,07 1250
1994–1995 1,72 -2,30 -0,58 1315
1995–1996 1,60 -2,37 -0,78 1340
1996–1997 1,13 -2,18 -1,05 1410
1997–1998 1,17 -1,73 -0,56 1360
1998–1999 1,44 -1,70 -0,25 1250
1999–2000 1,02 -2,36 -1,34 1410
2000–2001 1,26 -1,84 -0,34 1340
2001–2002 1,14 -2,14 -1,00 1380
samt. ’87/’88–’01/’02 -6,49
Þjórsárjökull
1988–1989 2,22 -1,22 1,00 1010
1989–1990 1,75 -1,64 0,11 1160
1990–1991 2,09 -3,08 -0,99 1230
1991–1992 2,59 -0,98 1,61 1000
1992–1993 2,21 -1,44 0,77 1070
1993–1994 1,63 -1,83 -0,20 1155
1994–1995 1,74 -2,54 -0,80 1280
1995–1996 1,53 -2,70 -1,17 1360
1996–1997 1,45 -2,60 -1,15 1380
1997–1998 1,32 -2,40 -1,08 1225
1998–1999 1,61 -2,12 -0,51 1190
1999–2000 1,50 -2,47 -0,97 1280
2000–2001 1,09 -2,63 -1,55 1385
2001–2002 1,73 -2,47 -0,73 1320
samt. ’88/’89–’01/’02 -5,66
Blágnípujökull
1988–1989 1,73 -1,28 0,45 1160
1989–1990 1,35 -2,02 -0,68 1300
1990–1991 1,73 -3,21 -1,49 1340
1991–1992 1,96 -1,28 0,68 1180
1992–1993 1,80 -1,73 0,07 1230
1993–1994 1,26 -2,14 -0,87 1310
1994–1995 1,33 -2,49 -1,17 1350
1995–1996 1,57 -2,80 -1,23 1370
1996–1997 1,50 -2,91 -1,42 1410
1997–1998 0,76 -2,35 -1,59 1440
1998–1999 1,10 -2,18 -1,09 1310
1999–2000 1,08 -2,82 -1,75 1390
2000–2001 0,78 -2,68 -1,89 1385
2001–2002 1,76 -2,74 -0,98 1380
JÖKULL No. 53, 2003 57