Jökull


Jökull - 01.12.2003, Page 61

Jökull - 01.12.2003, Page 61
Jöklabreytingar 2001–2002 2. mynd. Kvíárjökull rennur niður úr Öræfajökli milli Staðarfjalls og Vatnafjalla. Kvíármýrarkambur (til vinstri) og Kambsmýrarkambur lykja um hann að framan eins og hringleikahús trölla. Framan við jökulsporðinn eru lónin sem Helgi á Kvískerjum lýsir. Miðröndin skiptir jöklinum í tvo mistóra hluta eftir stærð ákomusvæðisins. Hvergi á Íslandi er nú skemmra frá jökli til sjávar. – Kvíárjökull, 28 September 2002, enclosed in a magnificent amphitheater of terminal moraines. Proglacial lagoons occasionally hamper measurements. Presently, this glacier snout is most proximal to the ocean in Iceland. Ljósm./Photo. 28. September 2002, Oddur Sigurðsson. með talsverðum móflögum á kafla. Austur úr þessum grafningi hefur borist áberandi, mjög stórgrýtt árkeila, sem nær austur að næsta lóni. Skammt fyrir norðan þar sem Breiðá fellur vestur í Fjallsárlón eru í sumar komnir undan jökli 5 smáklettar eða sker, sem byrjaði að sjást í fyrr í sumar.“ Breiðamerkurjökull vestur – „Auk þess hvað sporð- ur hans hefur styst er áberandi hvað sést orðið betur inn að Kára- og Bræðraskeri en áður. Svo er þriðja skerið [Systrasker], sem er vestast í röðinni, orði áber- andi. Við vestasta mælingastaðinn er Breiðárlón far- ið að teygja sig vestur fyrir mælingalínuna. Á þeim slóðum sést moldarjarðvegur á nokkurra metra kafla, sem sýnist vera óhreyfður síðan jökullinn gekk þar yf- ir. Vestast í Jökulsárlóni fram af Esjufjallarönd hefur undanfarin ár verið að koma í ljós urðartangi. Í sumar hefur röndin bráðnað frá þessum tanga svo að hann er orðinn að eyju og er allbreitt sund á milli. Þegar horft er hér af Bæjarskersbrún austur yfir jökultangann, sem gengur út í Jökulsárlón austan við Esjufjallarönd, sýn- ist hann hverfa bak við Hálfdanaröldu. Í Breiðá kom hlaup líkt og önnur vötn austar á landinu. Það mun hafa náð hámarki 12. október. Í þessu flóði gróf hún víða úr farvegi sínum og víkkaði JÖKULL No. 53, 2003 59

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.