Jökull - 01.12.2003, Page 62
Oddur Sigurðsson
hann. Til dæmis gróf hún burt undirstöðu kláfferjunn-
ar á eystri bakkanum. Þá flutti hún mikinn framburð
vestur í Breiðárlón.
Þann 3. ágúst í sumar gengum við Hálfdan upp á
þetta nýja sker í Breiðamerkurjökli. Það er að megin-
hluta gabbróberg, mjög sorfið og nokkuð þakið leir
og sandi. Ekki sást votta fyrir gróðri eða dýralífi.
Jökullinn var víðast vel greiðfær í nánd við vestustu
aurröndina þar sem við fórum.“
Breiðamerkurjökull austur – Steinn Þórhallsson sagði
að mælingin væri ekki alveg nákvæm því að áin renn-
ur þarna meðfram jöklinum. Jökullinn hefur geng-
ið mikið frá fjallinu og er nú kominn inn að Illagili.
Skriða liggur fram með jökli og er nú hægt að ganga
inn í Veðurárdal án þess að fara á jökli.
Heinabergsjökull – Sporður jökulsins er á floti í lóni
og brotna af honum jakar. Hann er því óstöðugur og
gengur sporðurinn ýmist fram eða aftur án þess að það
endurspegli afkomu hans hið efra.
Rjúpnabrekkujökull – Smári Sigurðsson skrifaði á
skýrslu eftirfarandi: „Það hefur verið frekar erfitt til
þessa að afmarka jökuljaðarinn. Nú var það mjög auð-
velt þar sem lína var skörp og auðmælanleg. Það sést
best á myndum sem teknar hafa verið. Alltaf eru fleiri
og fleiri jökuldrýli þakin sandi sem standa upp úr ann-
ars sléttum jöklinum. Ákoma jökulsins hefur vænta-
lega verið með minna móti á síðast liðnum vetri enda
ekkert nýsnævi að sjá á neðri hluta hans og sprungur
ofantil vel sýnilegar.“
SUMMARY
Glacier variations 1930–1960, 1960–1990 and
2001–2002
The warm fall of 2001 made the winter season 2001–
2002 short in Iceland. A cold spell in January
and February 2002 almost pulled mean temperatur-
es down to average for the winter. Precipitation was
distinctly greater than during the last 7 years. The
summer of 2002 was well above average temperature
for the last 5 decades.
In the fall of 2002, glacier variations were recor-
ded at 51 locations. Reykjarfjarðarjökull started a sur-
ge that will probably continue for a few years. Small
mountain glaciers in northern Iceland advanced,
likely as a result of positive mass balance in the peri-
od 2000–2001. The calving terminus of Heinabergs-
jökull advanced as it does occasionally because it is
afloat. Leirufjarðarjökull and Kaldalónsjökull have
just completed a surge and have not yet started a
retreat. Skeiðarárjökull (E3) was also stationary as
well as Virkisjökull and Hrútárjökull which are coverd
by medial moraine debris and therefore do not melt as
would be expected. All other glaciers retreated.
Mass balance of Blágnípujökull seems to be incor-
rectly calculated (too negative) because the size of the
accumulation area is underestimated. New mapping
of the top of Hofsjökull in 2001 and 2003 will be used
to reevaluate the ice divides and determine the size of
the accumulation area. The year to year variability
in Table 1, however, provides significant information
regarding the glacier mass variations.
HEIMILDIR
Oddur Sigurðsson 1989. Afkoma Hofsjökuls 1987–1988.
Orkustofnun, OS-91005/VOD-02B.
Oddur Sigurðsson 1991. Afkoma Hofsjökuls 1988–1989.
Orkustofnun, OS-91052/VOD-08B.
Oddur Sigurðsson 1993. Afkoma nokkurra jökla á Íslandi
1989–1992. Orkustofnun, OS-93032/VOD-02.
Oddur Sigurðsson og Ólafur Jens Sigurðsson 1998. Af-
koma nokkurra jökla á Íslandi 1992–1997. Unnið fyr-
ir auðlindadeild Orkustofnunar, Reykjavík. Orkustofn-
un, OS-98082.
60 JÖKULL No. 53, 2003