Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.2003, Qupperneq 69

Jökull - 01.12.2003, Qupperneq 69
Jöklarannsóknafélag Íslands miklu hærri en venjulega. Þörf er á að varpa ljósi á hvaða aðstæður verða til þess að hlaupi úr Gengissig- inu. 11. Ferðin flutti kjarnabor, bræðslubor, eldsneyti og annan búnað vegna borunar í íshellu Grímsvatna sem fram fór vikurnar tvær á eftir vorferðinni. Landsvirkjun lagði að venju til snjóbíl og bílstjóra og Hjálparsveit Skáta í Hafnarfirði útvegaði vörubíl til flutninga á eldsneyti og öðrum búnaði gegn greiðslu á kostnaði við bílinn. Er þessum aðilum þakkað þeirra framlag. Haustferð Á Vatnajökul var farið í haustferð eins og undanfarin ár. Þátttakendur voru 11. Ferðin stóð dagana 12.– 16. september en hluti hópsins fór þó til byggða degi fyrr. Í fyrsta sinn síðan 1993 var hægt að fara upp Tungnaárjökul að haustlagi en hann er nú farinn að sléttast eftir framhlaupið 1994–1995. Vitjað var um ísskriðs- og afkomustikur en þeim hefur farið mjög fjölgandi á Vatnajökli síðustu ár, ekki síst í kringum Gjálp og Grímsvötn. Gengið var frá hæðarmæli á ís- hellu Grímsvatna fyrir veturinn auk þess sem dittað var að rannsóknastöðinni á Grímsfjalli. Tungná var það mikil að glapræði hefði verið að reyna að fara hana einbíla. Því fór fyrri hluti hópsins til byggða um Skálafellsjökul í fylgd vélsleða sem sóttu varahluti í bilaðan bíl á Grímsfjalli. Bilaðir bílar og viðgerða- basl hefur löngum verið fylgifiskur jöklaferða og má búast við að svo verði einnig í framtíðinni. Sporðamælingar Sporðar voru mældir á 46 stöðum árið 2002. Á sumum jöklanna er mælt á fleiri en einum stað svo fjöldi mældra skriðjökla var 32. Af þessum jöklum ganga fjórir fram, aðrir hopa eða standa í stað. Af þeim fjórum sem ganga fram eru tveir á Tröllaskaga en hinir tveir eru Reykjarfjarðarjökull í Drangajökli og Heinabergsjökull. Í Reykjarfjarðarjökli er fram- hlaup en Heinabergsjökull liggur í lóni og óvíst að framskiðið tákni þykknun jökulsins. Hin hlýju ár frá 1995 reynast jöklunum þung í skauti. Mælingamenn eru fjölmargir en umsjón með sporðamælingum hefur Oddur Sigurðsson. Afkomumælingar Raunvísindastofnun Háskólans og Landsvirkjun standa að umfangsmiklum afkomumælingum á Vatna- jökli og Langjökli en Orkustofnun á Hofsjökli og Þrándarjökli. Hluti mælinganna á Vatnajökli er unnin í ferðum félagsins og leggur það fram vinnu og að- stöðu. Afkoma jökla er nú léleg eins og fram kom í umfjöllun um sporðamælingar. Ekki varð af fyr- irhugaðri ferð til afkomumælinga á Mýrdalsjökli á vegum félagsins. Vonir standa til að af henni geti orðið nú í vor og að slík mæling verði hluti af ár- legum rannsóknum félagsins. Mýrdalsjökull er mjög áhugaverður í jöklafræðilegu og veðurfarslegu tilliti en liggur utan áhugasvæða orkufyrirtækja. Þar getur Jöklarannsóknafélagið bætt úr málum í samvinnu við áhugasama vísindamenn. Veðurathuganir á jöklum Eins og undanfarin ár ráku Landsvirkjun og Raun- vísindastofnun nokkrar veðurstöðvar á Vatnajökli og Langjökli samhliða afkomumælingum til að fylgjast með tengslum veðurþátta og leysingar. Hluti vinnunn- ar við þessar stöðvar fer fram í ferðum félagsins. Íssjármælingar Raunvísindastofnun og Landsvirkjun unnu áfram að íssjármælingum á suðausturhluta Vatnajökuls en von- ast er til að hægt verði að ljúka kortlagningu botns Vatnajökuls með því átaki sem nú er í gangi. Borun í Grímsvötnum Að aflokinni vorferð fór hópur vísindamanna undir forystu Þorsteins Þorsteinssonar í Grímsvötn til djúp- borunar á íshellu Grímsvatna. Hópurinn vann við bor- anir í um 10 daga og náði niður á rúmlega 100 m dýpi. Tekinn var kjarni og hann mældur og greindur á staðn- um. Í ljós kom að öskulögin í Grímsvötnum eru farar- tálmi fyrir kjarnabora af þessari gerð og fékkst mikil- væg reynsla til viðbótar við fyrri verkefni á Langjökli og Hofsjökli. Mikilsvert er að kjarnaboranir séu hafn- ar á ný í íslenskum jöklum og vill Jöklarannsóknafé- lagið styðja við þessar rannsóknir eftir megni. Mikil- vægi borana fyrir loftslags- og eldgosasögu er ótvírætt og rétt að minna á það mikla afrek sem unnið var með borun 415 m holu í Bárðarbungu 1972. JÖKULL No. 53, 2003 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.