Jökull


Jökull - 01.12.2003, Side 71

Jökull - 01.12.2003, Side 71
Jöklarannsóknafélag Íslands gott fyrir fjárhag félagsins og hefur stjórnin hrund- ið af stað átaki við að safna netföngum félagsmanna svo hægt verði að senda fréttabréfið rafrænt. Vonandi verður hægt að koma þessu í kring í vor en þeir félags- menn sem ekki hafa tölvupóst munu að sjálfsögðu fá fréttabréfið áfram í venjulegum pósti. HAUSTFERÐ Í JÖKULHEIMA Ein af sterkum hefðum í Jöklarannsóknafélaginu er skemmtiferð í Jökulheima fyrir miðjan september. Ferðin hefur átt undir högg að sækja síðustu árin en núna tókst hún með ágætum. Farið var helgina 13.-15. september. Ekki var leigð rúta heldur fóru menn á eigin bílum, alls 27 manns á 9 jeppum. Þessi ferðamáti líkaði vel enda hagkvæmur og sveigjanleg- ur. Hópurinn fór í Heljargjá, bæði sunnan og norðan Gjáfjalla, og á laugardagskvöldið var snæddur vænn urriði úr Tekjulindinni, og hefðu sjálfsagt einhverjum þótt tíðindi að fiskur væri hafður til matar í haustferð. Ósagt skal látið um hve gjöfult veiðivatn Tekjulind- in en óneitanlega verður að lofa framtak þeirra félaga sem þar slepptu seiðum fyrir margt löngu. Ekki hefur verið gefinn út kvóti í lindinni en málið er í athugun í félaginu - það er aldrei að vita nema þar sé að finna fleiri urriða. SKÁLAMÁL Í skálamálum ber að sjálfsögðu hæst bygging nýs skála og flutningur hans í Esjufjöll síðastliðið vor. Húsið var smíðað í aðstöðu trésmiðjunnar Brims við Reykjavíkurveg 64 í Hafnarfirði. Byrjað var á verkinu í október 2001, húsið var fokhelt í nóvember en inn- réttingum og klæðningu var ekki lokið fyrr en í apríl. Illa horfði með færi til flutninganna en í lok apríl kóln- aði og fyrstu helgina í maí var skálinn fluttur á sinn stað í Skálabjörgum í Esjufjöllum. Húsið er hið veg- legasta, 24 m2 að stærð með svefnplássi fyrir 12, rúm- góðu anddyri, raflýsingu frá sólarrafhlöðu og gasi til eldunar. Skálanefndin hafði veg og vanda af verkinu og var smíðin öll unnin af sjálfboðaliðum félagsins. Hjálparsveit Skáta í Reykjavík lagði til snjótroðara sinn og Vegagerðin styrkti flutningana með fjárfram- lagi. Í tengslum við flutningana eignaðist félagið sleða mikinn, fleti á fjórum skíðum sem viðbúið er að muni koma að góðum notum í framtíðinni, t.d. ef flytja þarf gáma og aðra þungavöru upp á jökla. Landsvirkjun og Raunvísindastofnun tóku þátt í kostnaði við gerð sleð- ans. Síðastliðið haust stóð Skálanefndin fyrir göngu- ferð í Esjufjöll þar sem hlaðið var að nýja húsinu, strekkt á stögum og gengið betur frá ankerum. Auk Esjufjallaskála var skálunum sinnt að venju og gas og olía flutt í Jökulheima og Grímsfjall. Þök á skálum í Jökulheimum voru máluð rækilega í júlí. Mikil umferð ferðamanna var í Jökulheima og á Grímsfjall en minni í önnur hús. Gistinætur á Gríms- fjalli voru 673, í Jökulheimum 506, í Esjufjöllum 21 og skráðar nætur í litlu húsunum voru 40. Á árinu voru gerðir koparskildir fyrir alla skála félagsins með nöfnum þeirra, byggingarári og merki félagsins. Skálanefndin vinnur nú að uppsetningu skjaldanna en þeim er komið fyrir þegar menn eiga leið um svæðin. Vonast er til að merki verði komin á alla skála næsta sumar. Ólafur W. Nielsen sýnir samferðafólki þann stóra úr Tekjulindinni. – A trout caught in a lake by Jökul- heimar. Ljósmynd/Photo. Bryndís Brandsdóttir. BÍLAMÁL Eftir sex ára dygga þjónustu í erfiðum baslferðum var ljóst að lúi sótti að Dodge bíl félagsins. Því varð að ráði í haust að festa kaup á öðrum bíl svipaðrar gerð- ar. Keyptur var fimm ára gamall Ford F-350 bíll af Björgunarsveitinni í Hafnarfirði. Er hann með tvö- földu húsi og löngum palli. Bílanefndin lagfærði eitt og annað sem á þurfti að halda í nýja bílnum og hyggst JÖKULL No. 53, 2003 69

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.