Jökull


Jökull - 01.12.2003, Page 77

Jökull - 01.12.2003, Page 77
Vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands 2003 Leiðangursmenn í Jökulheimum. – In Jökulheimar. Ljósmynd/Photo. Sóley Stefánsdóttir. mikið á hálfri öld. Í fyrstu ferðinni var snjóbíllinn Gusi fluttur á vörubíl inn yfir Tungnaá á Hófsvaði, en það hafði Guðmundur Jónasson fundið skömmu áður. Þessi ferðamáti var síðan árviss í vorferðum næstu 15 árin, eða þar til Tungnaá var brúuð við Sigöldu. Þau þáttaskil auðvelduðu stórum allar ferðir inn á hálend- ið og vorferðirnar þar með. En eins og glöggt má lesa í frásögn Sigurðar Þórarinssonar af því þegar Hófs- vað var síðast farið í vorferð (í 18. hefti Jökuls), þótti mörgum að heldur drægi úr ævintýraljóma ferðanna við þau umskipti. En vorið 1953 voru allar leiðir nýj- ar. Aldrei áður hafði leiðin upp Tungnaárjökul verið farin í Grímsvötn. Gusi Guðmundar Jónassonar var af Bombardier gerð og eins og margir jöklamenn þekkja eru slíkir bílar heldur vandlátir á færi. Stundum þurfti að ýta bílnum en á öðrum tímum brunaði hann áfram með leiðangursmenn í eftirdragi á skíðum. Í ferðinni gerðu Sigurður Þórarinsson og samferðamenn hans athuganir á vatnshæð Grímsvatna og vetrarafkomu og fóru auk þess í Kverkfjöll. Í þessari ferð fyrir 50 ár- um var því sleginn tónninn fyrir vorferðir Jöklarann- sóknafélagsins. Í ferðinni nú voru engin stór hátíðahöld í tilefni af 50 ára afmæli vorferðanna en þátttakendur minnt- ust tímamótanna í Jökulheimum laugardagskvöldið 7. júní. Þar voru haldnar stuttar tölur. M.a. hvatti ald- ursforsetinn og heiðursfélaginn Ingibjörg Árnadóttir okkur til dáða, að halda áfram á þeirri braut semmörk- uð var á 6. áratugnum með árlegum vorferðum þar sem áhugamenn og vísindamenn taka höndum saman. Þetta bjarta kvöld í Jökulheimum í lok velheppnaðrar ferðar verður þeim minnisstætt sem þar voru. Þátttakendur Allan tímann voru Ágúst Hálfdánarson, Ástvaldur Guðmundsson, Björn Oddsson, Erik Sturkell, Finnur Pálsson, Guðfinna Aðalgeirsdóttir, Halldór Gíslason JÖKULL No. 53, 2003 75

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.