Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.2003, Qupperneq 79

Jökull - 01.12.2003, Qupperneq 79
Society report Jarðhitinn á Grímsfjalli Magnús Tumi Guðmundsson Raunvísindastofnun Háskólans, Náttúrufræðahúsi, Sturlugötu 7, 107 Reykjavík; mtg@raunvis.hi.is Undanfarin ár hafa orðið töluverðar breytingar á jarð- hita á austanverðu Grímsfjalli í Vatnajökli, nærri skál- um Jöklarannsóknafélagsins á Eystri Svíahnúk. Um miðjan síðasta áratug var greinilegt að hiti fór vaxandi í ketilsigunum suðvestan við Saltarann. Þá lagðist af ökuleið úr vestri norðan siganna, meðfram Saltaran- um að skálum JÖRFÍ. Hún þótti ekki lengur örugg. Í staðin var farið að aka sunnan siganna og þaðan í norður, upp milli Saltarans og Eystri Svíahnúks. Eftir gosið í Grímsvötnum í desember 1998 varð stórfelld aukning í jarðhita í austanverðri norðurhlíð Gríms- fjalls. Þá mynduðust stórir sigkatlar upp við fjallið í Grímsvatnaskarði. Svo stórfelldar voru breytingarn- ar að þar sem áður var yfir 200 m þykkur ís myndaðist mörg hundruð metra víður sigketill með vatni í botni og skín í beran klettinn rétt ofan vatnsborðs (1. mynd). Uppi á Grímsfjalli eru breytingarnar ekki eins miklar en eigi að síður hefur jökullinn vestan við Saltarann lækkað um allmarga metra á nokkrum árum. Þar er nú langur fjallshryggur kominn upp úr jöklinum og umhverfis hann eru sigdældir og göt í jökulinn. Jökla- menn urðu einnig varir við að gufubað Grímsvatna- hrepps á Eystri Svíahnúk, Sverrisvíti, hitnaði mjög ár- ið eftir gosið. Þann 27. október 2002 var gott skyggni yfir Vatna- jökli. Samkvæmt upplýsingum frá Trausta Jónssyni á Veðurstofunni var hægur andvari af norðri eða norð- vestri og líklega um 15 stiga frost, sem eru kjörað- stæður fyrir gufubólstra. Á 2. mynd, sem tekin er úr flugvél yfir Vestari Svíahnúk, er horft í austur til Gríðahorns og Eystri Svíahnúks. Gufa stígur upp úr Fjallinu á mörgum stöðum. Sól er lágt á lofti enda komið fram undir kvöld þegar myndin er tekin. Sig- in suðvestan Saltarans mynda línu til norðausturs og sést vel á myndinni að þau halda áfram norðan hans allt fram á brún Grímsfjalls. Handan Eystri Svíahnúks rís heilmikill gufubólstur upp úr austasta sigkatlinum í Grímsvatnaskarði. Ketillinn er tæpum kílómetra aust- ar en sá sem sést á 1. mynd. Austasti sigketillinn er nú meira en hundrað metra djúpur með vatni í botni. Hann hefur myndast á undanförnum árum en allt fram til 1996 lá leiðin á Grímsfjall úr austri þar sem ketill- inn er nú. Grímsvötn eru í skugga vinstra megin á myndinni. Skugginn af Grímsfjalli og gufubólstrun- um teygir sig austur á jökulinn. 1. mynd. Flugmynd af sigkatli norðan í Grímsfjalli austanverðu 31. maí 2001. Ketillinn tók að myndast í kjölfar gossins í desember 1998. – Ice cauldron for- med following the 1998 eruption in Grímsvötn, 3 km east of the eruption site. Ljósmynd/Photo. Magnús Tumi Guðmundsson. Summary Geothermal activity has increased conserably over the last 6-8 years on the eastnmost part of Grímsfjall, the southern rim of the Grímsvötn caldera. This has lead to new geothermal cauldrons forming (Figure 1) and local lowering of the ice surface in places. Figure 2 shows geothermal steam rising from various parts of Grímsfjall on October 27, 2002. Steaming was un- usually intense due to calm and cold weather. The huts of the Glaciological society are located on Eystri Svíahnúkur (Figure 2). JÖKULL No. 53, 2003 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.