Jökull - 01.01.2004, Blaðsíða 93
Gunnar Guðmundsson
26. desember 1924 – 25. nóvember 2004
Kveðja frá Jöklarannsóknafélagi Íslands
Hörður Hafliðason og Gunnar Guðmundsson í Jökulheimum 17. september 1967.
Ljósm. Halldór Gíslason.
Leiftur. „Ertu ekki með spotta?“ sagði Gunnar og
glotti um leið og hann rauk fram hjá. Í mínum huga
var ekki hlátur, sleðinn stopp í brekkunni fast upp und-
ir snjólitlum grjóthryggnum, húsið tolldi þó á en hall-
inn var skuggalegur. Sviðið, Skálabjörg í Esjufjöllum
á páskum 1977, flutningurinn 15 fermetra skáli, tæp
fjögur tonn að þyngd og aðeins 90 metrar í áfangastað.
Ég færði mig nær átakasvæðinu, þá kom hann aftur og
sagði brosandi; „þetta reddast, þessi er með spotta“ og
benti á stæðilegan karl sem stóð við sleðann og hring-
aði upp blátt nylontóg. Hann beygði sig niður, dró
tógið í gegnum beisli sleðans, hnýtti það saman, setti
lykkjuna yfir stóran stein rétt við hlið sleðans og tróð
hana niður með fætinum. Um leið kom hvellurinn,
blökkin í sundur og sleðinn af stað niður brekkuna en
bláa tógið hélt og steinninn frosinn niður svo ferða-
lag hans varð aðeins 2 metrar af þessum 60 sem voru
niður í kverkina við jökulinn. Mér varð litið á Gunn-
ar og sá að þetta var honum aðeins krydd í tilveruna
nú varð hann í essinu sínu, vandamál til þess að leysa,
flott bara að skella sér í það. Að sjálfsögðu gekk þetta
upp, tók bara svolítinn tíma, góðan dagspart eða svo
en það var bara betra.
JÖKULL No. 54, 2004 93