Jökull - 01.01.2004, Blaðsíða 136
Magnús Tumi Guðmundsson
Ísing var með almesta móti og stóð mokstur í nokkra daga. – Cleaning of winter snow from the balcony at
Grímsfjall was a major task. Ljósmyndir/Photos. Magnús T. Guðmundsson.
4. Breytingar á jarðhita í Grímsvötnum voru kannaðar,
m.a. með mælingu valinna DGPS sniða til kortlagn-
ingar á jökulyfirborðinu. Mælt var hitastig í gjósku
í gígnum frá 1998 og bergi á Grímsfjalli, til saman-
burðar við hitamyndir sem teknar voru úr lofti 2001.
5. Til athugunar á hugsanlegri móbergsmyndun í
Grímsvötnum var grafin tæplega 3 m djúp hola í vest-
ari gígbarminn frá 1998. Hiti hækkaði með dýpi en
ekki sáust greinileg merki um samþjöppun og hörðn-
un gjóskunnar. Sýni voru tekin til efnagreininga.
6. Mælingar fóru fram á jökulyfirborði í Gjálp með
DGPS, og kannaðar breytingar frá síðasta ári.
7. Ísskrið inn að Gjálp var mælt til að kanna hita-
ástand Gjálparfjallsins, en það myndaðist í gosinu
1996. Í fyrsta sinn voru notuð mjög nákvæm GPS
landmælingatæki sem Raunvísindastofnun og Lands-
virkjun hafa fest kaup á.
8. Ísskrið inn að Skaftárkötlum var mælt á sama hátt
og í Gjálp, til að kanna hegðun katlanna og samspil
ísskriðs og jökulhlaupa.
9. Vitjað var um veðurstöðvar Landsvirkjunar og
Raunvísindastofnunar á Vatnajökli.
10. Hæð Hvannadalshnúks var mæld nákvæmlega
með GPS landmælingatæki þann 7. júní, í tilefni þess
að 100 ár eru liðin frá því J.P. Koch mældi hæð
Hnúksins í fyrsta sinn. Þá fékkst talan 2119 m y.s.
Niðurstaða mælingarinnar nú var 2111 m. Nauðsyn-
legt er að endurtaka þessa mælingu áður en hægt verð-
ur að staðfesta nýja hæð á hnúknum. Er stefnt að ann-
arri mælingu að ári í samvinnu við Landmælingar Ís-
lands.
11. Jöklaskálum var gert til góða í ferðinni. Borin
var viðarvörn utan á öll húsin nema hvað suðurhlið
Gamla Skála var sleppt vegna ísingar sem og norður-
hliðunum. Einnig voru hnit á hornum allra húsa í Jök-
ulheimum mæld inn, til að hægt verði að skilgreina
mörk „lóðar“ JÖRFÍ á svæðinu.
Farartæki í ferðinni voru snjóbíll Landsvirkjunar,
Ford JÖRFÍ, jeppar og vélsleðar. Vegagerðin styrkti
eldsneytiskaup og flutninga í ferðinni með fjárfram-
lagi. Eru Landsvirkjun og Vegagerðinni færðar bestu
þakkir fyrir samstarf og stuðning. Fararstjóri var
Magnús Tumi en Sjöfn sá um matarinnkaup og stjórn-
aði birgðahaldi í ferðinni.
136 JÖKULL No. 54, 2004