Jökull


Jökull - 01.01.2004, Blaðsíða 131

Jökull - 01.01.2004, Blaðsíða 131
Jöklarannsóknafélag Íslands Jökulhlaup Nokkur jökulhlaup urðu á árinu en engin stór. Skaft- árkatlar hlupu hvor á eftir öðrum síðastliðið haust. Athyglisvert er að þeir hafa nú báðir hlaupið með skömmu millibili tvö ár í röð. Hlaupin er að sama skapi heldur minni en algengast er, en oftast líða 2–3 ár milli hlaupa úr hvorum katli. Nokkur smá- hlaup komu í Skeiðará úr Grímsvötnum en þau eru alger óvera miðað við fyrri hegðun Grímsvatna. Jarð- hitabreytingar á þröskuldinum norðaustan Grímsfjalls valda nær samfelldum leka niður til Skeiðarár þ.a. vatn safnast ekki að ráði í Grímsvötn nú um stund- ir. Grænalón hljóp nokkrum sinnum á árinu, en ekkert þeirra hlaupa var stórt. Eftirlit með Mýrdalsjökli Áfram var haldið sérstöku eftirliti með Mýrdalsjökli vegna aukins óróa þar. Auk GPS og jarðskjálftamæl- inga er stöðugt fylgst með rennsli og leiðni í ám sem upptök eiga í jöklinum. Hluti þess verkefnis eru reglu- leg eftirlitsflug yfir jökulinn og sniðmælingar úr flug- vél á stærð og dýpt sigkatla í jöklinum. Eftirlitið bend- ir til þess að nú hitni undir Kötlu. Jarðhiti undir jökl- inum fer vaxandi samfara aukinni jarðskjálftavirkni og þenslu eldstöðvarinnar. Öll þessi merki benda til kvikusöfnunar og að líkur á Kötlugosi fara vaxandi. FUNDIR Allir reglulegir fundir félagsins fóru fram í Norræna Húsinu. Aðalfundurinn var 25. febrúar. Eftir venju- leg aðalfundarstörf sýndi Magnús Sólmundsson kvik- mynd af flutningi nýja skálans í Esjufjöll í byrjun maí árið áður. Þann 20. mars flutti jöklafræðingurinn John Moore erindi um jöklarannsóknir á Svalbarða. Vorfundurinn var 29. apríl þar sem Guðfinna Aðal- geirsdóttir sýndi niðurstöður líkanreikninga af flæði Vatnajökuls en hún lauk nýlega doktorsprófi um það efni við Tækniháskólann í Zurich. (Fékk bakteríuna í vorferðinni 10 árum áður). Að loknu kaffihléi sýndi Þorgrímur Árnason myndir af ferðum um Dranga- jökul og Hornstrandir. Haustfundurinn var haldinn 21. október. Fyrir hlé fjallaði Freysteinn Sigmunds- son forstöðumaður Norrænu Eldfjallastöðvarinnar um landris í Grímsvötnum og Kötlu og hvort segja má fyr- ir um næstu eldgos. Eftir hlé fjallaði Magnús Hall- grímsson í máli og myndum um vorferðir í 50 ár. Fundirnir voru ágætlega sóttir en þó var aðsóknin mest að haustfundinum. Þá sprakk salurinn enda mættu 160–170 manns og urðu sumir að standa í anddyrinu. Auk reglulegra funda var haldið bjórkvöld þriðju- daginn 2. september í veitingahúsinu Gaflinum í Hafnarfirði. Þar sýndi Magnús Sólmundsson aðra kvikmynd sem hann setti saman um uppsetningu raf- stöðvar á Grímsfjalli en fjallað er um hana hér á eftir. Í myndinni er m.a. stórskemmtilegur bragur Gunnars Antonssonar um afrekið. Milli 40 og 50 manns komu á bjórkvöldið og mæltist það vel fyrir. ÚTGÁFA JÖKULS Þó svo flestir jöklar hopi var mikill gangur í útgáfu Jökuls á árinu. 51. heftið kom úr prentsmiðju rétt eft- ir áramótin. 52. hefti kom svo út í júlí og gengið var frá 53. hefti til prentunar um síðustu áramót og er það er nú á leið til skilvísra félagsmanna í pósti. Vinna við næsta hefti er í fullum gangi og er áformað að það komi út með haustinu. Verður það merkur áfangi því þá verður Jökull kominn upp á ár, því 54. hefti er í raun ársrit 2004. Eru þetta mikil umskipti frá því fyrir nokkrum árum þegar Jökull var allt að þremur árum á eftir. Þennan árangur má öðrum fremur þakka Bryn- dísi Brandsdóttir ritstjóra, sem hefur drifið ritið áfram af fádæma krafti. Sést það m.a. á því að nú hafa kom- ið út hafa komið 9 hefti á 6 árum. Í 52. og 53. hefti eru samtals fimm ritrýndar vísindagreinar auk ýtar- legra skýrslna um sporðamælingar og jarðskjálfta auk félagsefnis og frásagna af ferðum. Ritnefnd Jökuls var endurskipulögð á árinu. Inn í hana voru fengnir nokkrir þekktir erlendir vísinda- menn sem gott er að eiga að við yfirlestur vísinda- greina. Þessi uppstokkun ritnefndarinnar er liður í því að tryggja stöðu Jökuls sem alþjóðlegs vísindarits og opna honum aðgang inn í mikilvæga gagnabanka. Slíkt myndi auka hróður Jökuls erlendis, gera birtingu vísindagreina í ritinu eftirsókarverðari og auðvelda styrkumsóknir vegna útgáfunnar. Samhliða þessu hef- ur stjórnin rætt leiðir til að auka íslenskt efni fyrir hinn almenna félagsmann. JÖKULL No. 54, 2004 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.