Jökull - 01.01.2004, Page 131
Jöklarannsóknafélag Íslands
Jökulhlaup
Nokkur jökulhlaup urðu á árinu en engin stór. Skaft-
árkatlar hlupu hvor á eftir öðrum síðastliðið haust.
Athyglisvert er að þeir hafa nú báðir hlaupið með
skömmu millibili tvö ár í röð. Hlaupin er að sama
skapi heldur minni en algengast er, en oftast líða
2–3 ár milli hlaupa úr hvorum katli. Nokkur smá-
hlaup komu í Skeiðará úr Grímsvötnum en þau eru
alger óvera miðað við fyrri hegðun Grímsvatna. Jarð-
hitabreytingar á þröskuldinum norðaustan Grímsfjalls
valda nær samfelldum leka niður til Skeiðarár þ.a.
vatn safnast ekki að ráði í Grímsvötn nú um stund-
ir. Grænalón hljóp nokkrum sinnum á árinu, en ekkert
þeirra hlaupa var stórt.
Eftirlit með Mýrdalsjökli
Áfram var haldið sérstöku eftirliti með Mýrdalsjökli
vegna aukins óróa þar. Auk GPS og jarðskjálftamæl-
inga er stöðugt fylgst með rennsli og leiðni í ám sem
upptök eiga í jöklinum. Hluti þess verkefnis eru reglu-
leg eftirlitsflug yfir jökulinn og sniðmælingar úr flug-
vél á stærð og dýpt sigkatla í jöklinum. Eftirlitið bend-
ir til þess að nú hitni undir Kötlu. Jarðhiti undir jökl-
inum fer vaxandi samfara aukinni jarðskjálftavirkni
og þenslu eldstöðvarinnar. Öll þessi merki benda til
kvikusöfnunar og að líkur á Kötlugosi fara vaxandi.
FUNDIR
Allir reglulegir fundir félagsins fóru fram í Norræna
Húsinu. Aðalfundurinn var 25. febrúar. Eftir venju-
leg aðalfundarstörf sýndi Magnús Sólmundsson kvik-
mynd af flutningi nýja skálans í Esjufjöll í byrjun
maí árið áður. Þann 20. mars flutti jöklafræðingurinn
John Moore erindi um jöklarannsóknir á Svalbarða.
Vorfundurinn var 29. apríl þar sem Guðfinna Aðal-
geirsdóttir sýndi niðurstöður líkanreikninga af flæði
Vatnajökuls en hún lauk nýlega doktorsprófi um það
efni við Tækniháskólann í Zurich. (Fékk bakteríuna í
vorferðinni 10 árum áður). Að loknu kaffihléi sýndi
Þorgrímur Árnason myndir af ferðum um Dranga-
jökul og Hornstrandir. Haustfundurinn var haldinn
21. október. Fyrir hlé fjallaði Freysteinn Sigmunds-
son forstöðumaður Norrænu Eldfjallastöðvarinnar um
landris í Grímsvötnum og Kötlu og hvort segja má fyr-
ir um næstu eldgos. Eftir hlé fjallaði Magnús Hall-
grímsson í máli og myndum um vorferðir í 50 ár.
Fundirnir voru ágætlega sóttir en þó var aðsóknin mest
að haustfundinum. Þá sprakk salurinn enda mættu
160–170 manns og urðu sumir að standa í anddyrinu.
Auk reglulegra funda var haldið bjórkvöld þriðju-
daginn 2. september í veitingahúsinu Gaflinum í
Hafnarfirði. Þar sýndi Magnús Sólmundsson aðra
kvikmynd sem hann setti saman um uppsetningu raf-
stöðvar á Grímsfjalli en fjallað er um hana hér á eftir.
Í myndinni er m.a. stórskemmtilegur bragur Gunnars
Antonssonar um afrekið. Milli 40 og 50 manns komu
á bjórkvöldið og mæltist það vel fyrir.
ÚTGÁFA JÖKULS
Þó svo flestir jöklar hopi var mikill gangur í útgáfu
Jökuls á árinu. 51. heftið kom úr prentsmiðju rétt eft-
ir áramótin. 52. hefti kom svo út í júlí og gengið var
frá 53. hefti til prentunar um síðustu áramót og er það
er nú á leið til skilvísra félagsmanna í pósti. Vinna
við næsta hefti er í fullum gangi og er áformað að það
komi út með haustinu. Verður það merkur áfangi því
þá verður Jökull kominn upp á ár, því 54. hefti er í
raun ársrit 2004. Eru þetta mikil umskipti frá því fyrir
nokkrum árum þegar Jökull var allt að þremur árum á
eftir. Þennan árangur má öðrum fremur þakka Bryn-
dísi Brandsdóttir ritstjóra, sem hefur drifið ritið áfram
af fádæma krafti. Sést það m.a. á því að nú hafa kom-
ið út hafa komið 9 hefti á 6 árum. Í 52. og 53. hefti
eru samtals fimm ritrýndar vísindagreinar auk ýtar-
legra skýrslna um sporðamælingar og jarðskjálfta auk
félagsefnis og frásagna af ferðum.
Ritnefnd Jökuls var endurskipulögð á árinu. Inn
í hana voru fengnir nokkrir þekktir erlendir vísinda-
menn sem gott er að eiga að við yfirlestur vísinda-
greina. Þessi uppstokkun ritnefndarinnar er liður í
því að tryggja stöðu Jökuls sem alþjóðlegs vísindarits
og opna honum aðgang inn í mikilvæga gagnabanka.
Slíkt myndi auka hróður Jökuls erlendis, gera birtingu
vísindagreina í ritinu eftirsókarverðari og auðvelda
styrkumsóknir vegna útgáfunnar. Samhliða þessu hef-
ur stjórnin rætt leiðir til að auka íslenskt efni fyrir hinn
almenna félagsmann.
JÖKULL No. 54, 2004 131