Jökull


Jökull - 01.01.2004, Blaðsíða 139

Jökull - 01.01.2004, Blaðsíða 139
Gos í Grímsvötnum 1. – 6. nóvember 2004 Freysteinn Sigmundsson og Magnús Tumi Guðmundsson Jarðvísindastofnun Háskólans, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík; fs@hi.is, mtg@raunvis.hi.is Eldgos hófst í Grímsvötnum að kvöldi 1. nóvember, 2004. Lokaaðdragandi og upphaf gossins greindist vel á jarðskjálftamælum, en snörp jarðskjálftahrina hófst um þrem tímum áður en gossprunga opnaðist til yfirborðs um kl. 22. Eftir það mældist samfelld- ur gosórói. Rúmum klukkutíma síðar greindist gos- mökkur sem steig þá í yfir 6 km hæð samkvæmt ratsjá Veðurstofunnar. Aðalgosstöðvarnar voru í suðvest- urhorni Grímsvatnaöskjunnar, og þaðan féll aska til norðurs (1. mynd). Að þessu sinni byrjaði Gríms- vatnahlaup fyrir eldgosið og virðist það hafa virkað sem gikkur á eldstöðina og hleypt eldgosinu af stað. Talið er að hlaupvatn hafi byrjað að renna úr Gríms- vötnum þann 26. október og 29. október jókst vatns- magn í Skeiðará. Þannig atburðarás hafði ekki orðið í Grímsvötnum í sjötíu ár, en gos 1934, 1922 og nokkur á 19. öld komu í kjölfar Grímsvatnahlaupa (Sigurður Þórarinsson, 1953; 1974), líkt og nú gerðist. Fróðleik um eldgosið má m.a. finna á heimasíðum Jarðvísinda- stofnunar Háskólans (www.jardvis.hi.is), Veðurstofu Íslands (www.vedur.is), og Jöklarannsóknafélags Ís- lands (www.jorfi.is). Eldgosið kom ekki á óvart því ýmis konar for- boðar þess höfðu greinst. Allt frá síðasta eldgosi í Grímsvötnum árið 1998 hafði mælst stöðugt landris á Grímsfjalli sem benti til aukins kvikuþrýstings í kvikuhólfi undir Grímsvötnum og söfnun kviku þar. Áætlað landris í miðju Grímsvatnaöskjunnar nam um 5–10 cm/ári og út frá þessum gögnum var ljóst að farið væri að styttast í næsta gos (Erik Sturkell o.fl., 2003; Freysteinn Sigmundsson o.fl., 2004). Um mitt ár 2003 jókst jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum og aukning varð einnig í jarðhita. Síðustu vikurnar fyr- ir eldgosið mátti síðan enn greina aukningu í jarð- skjálftavirkni. Á gosstöðvunum í suðvesturhorni Grímsvatna- öskjunnar opnaðist stutt gossprunga samsíða öskju- brúninni sem bræddi um 900 m langan og 700 m breiðan ketil í ísþekjuna. Sprengivirkni var í öllum þessum katli í upphafi gossins (myndir 2–4). Í gosinu myndaðist einnig um 70 m djúp sigdæld rétt austan við aðalgíginn. Nýr sigketill myndaðist við austur- jaðar Grímsfjalls og lítilsháttar gjósku gaus úr öðrum á svipuðum slóðum. Gosmökkur reis hæst í um 13 km hæð og aska barst til norðurs. Í gosinu skiptust á tímabil mikillar og lítillar sprengivirkni. Þegar gosinu lauk hafði hlaðist upp gígur í miðjum sigkatlinum í suðvesturhorni vatnanna (sjá forsíðumynd). 1. mynd. Kort af Grímsvötnum sem sýnir gosstöðv- arnar og megin gjóskugeirann frá þeim til norðurs. Hringar eru dregnir utan um sigkatla við austurjaðar Grímsfjalls þar sem virkni varð einnig vart. Öskju- útlínur eru merktar með tenntri línu. – Map of the eruptive site and the main tephra sector. Circles outline two ice cauldrons at the eastern end of Mt. Grímsfjall where activity occurred as well. Ísþykkt á gosstöðvunum fyrir gos var 150–200 m og rúmmál íss sem bráðnaði yfir gostöðvunum er met- ið um 0.1 km3. Rúmmál gosefna er áætlað minna en 0.1 km3. Þetta er lítið miðað við það sem gerðist í Gjálpargosinu 1996 þegar yfir 3 km3 af ís bráðnuðu JÖKULL No. 54, 2004 139
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.