Jökull


Jökull - 01.01.2004, Blaðsíða 102

Jökull - 01.01.2004, Blaðsíða 102
Guðmundur ver doktorsritgerð sína 24. apríl 1971 í Háskóla Íslands. – G. Pálmason presents his D.Sc. thesis, Crustal Structure of Iceland from Explosion Seismology, at the University of Iceland, April 1971. Störf Guðmundar á Jarðhitadeild leiddu hann fljótlega inn á brautir jarðvísindarannsókna og jarð- eðlisfræði varð hans sérgrein. Hann vann að rann- sóknum á jarðskorpu landsins, m.a. með jarðsveiflu- mælingum, þyngdarmælingum, varmastraumsmæl- ingum og líkangerð af landreki. Honum varð fljótt ljóst að greinargóð þekking á jarðfræði Íslands og þeim öflum, sem þar eru að verki, væru forsenda fyr- ir skynsamlegri nýtingu þeirrar miklu auðlindar sem jarðhitinn gæti orðið Íslendingum. Hann vissi að til þess að ná árangri yrði að hafa gott samstarf við erlenda vísindamenn, hvaðan svo sem þeir kæmu. Með því móti myndi hraðast byggjast upp hérlendis sú þekking í jarðvísindum, sem okkur er nauðsyn- leg. Guðmundur átti árangursríkt samstarf við vís- indamenn víðsvegar að úr heiminum, jafnt bandaríska sem sovéska og forðaðist eftir megni að blanda sam- an pólitík og vísindum eins og því miður stundum var gert á dögum kalda stríðsins. Hann vann m.a. sam- tímis að landgrunnsrannsóknum við Ísland í tengslum við rannsóknastofnun bandaríska sjóhersins og sov- ésku vísindaakademíuna og naut trausts beggja. Árið 1959 kom hingað leiðangur frá Uppsölum undir stjórn Markúsar Båth, sem var þekktur prófess- or í jarðskjálftafræðum. Sá leiðangur gerði í sam- vinnu við Jarðhitadeild og Veðurstofu Íslands fyrstu mælingar á gerð og þykkt jarðskorpunnar undir Ís- landi með aðferðum jarðskjálftafræðinnar. Bentu nið- urstöður mælinganna til þess að skorpan væri hátt í 30 km þykk undir landinu. Skömmu seinna hóf Jarðhita- deild slíkar mælingar á kerfisbundinn hátt á öllu land- inu og stóðu þær rannsóknir í áratug undir stjórn Guð- mundar. Niðurstöðurnar voru birtar í heild í doktors- ritgerð hans árið 1971 og mörkuðu þær tímamót í rannsóknum á jarðskorpu landsins. Í ritgerðinni sýndi Guðmundur hvernig jarðskorp- an á Íslandi skiptist upp í fimm lög sem hann nefndi lag 0, 1, 2, 3, og 4. Lag 0 finnst aðeins í gosbelt- inu, hefur lágan P-bylgjuhraða og táknar ung grop- in jarðlög nærri yfirborði. Lög 1 og 2 eru sýnileg á yfirborði utan gosbeltanna og reyndust gerð úr mis- munandi ummynduðum basalthraunum. Þar fyrir neð- an kom þykkt lag með P-bylgjuhraða 6,5 km/s, sem hvergi nær til yfirborðs og svipar mjög til lags 3 í úthafsskorpu. Af þessu dró Guðmundur þá ályktun að Ísland væri gert úr úthafsskorpu. Þessar ályktan- ir hafa staðist tímans tönn þótt nú sé fremur talið að hraði vaxi nær samfellt frá yfirborði og niður að lagi 3. Hafa ber í huga að öll úrvinnsla úr mælingum Guð- mundar var gerð rétt áður en sú tölvuöld gekk í garð, sem margfaldaði möguleika jarðeðlisfræðinga til úr- vinnslu gagna. Neðan lags 3 taldi Guðmundur taka við annað af- markað lag, lag 4, með P-bylgjuhraða 7,2 km/s. Þetta lag túlkaði Guðmundur sem möttul með afbrigðilega lágan hljóðhraða vegna hás hita og studdi þá álykt- un með niðurstöðum hitastigulsmælinga á landinu. Þessi túlkun náði mikilli útbreiðslu en mætti þó alltaf andstöðu sovéskra samstarfsmanna Guðmundar, sem 102 JÖKULL No. 54, 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.