Jökull - 01.01.2004, Blaðsíða 107
Á ferð með stjórn Norrænu Eldfjallastöðvarinnar við Laka árið 1977. Frá hægri talið eru Arne Noe-Nygaard,
Danmörku, Sveinbjörn Björnsson, Franz Erik Wickman, Svíþjóð, Christoffer Oftedahl, Noregi, Iikka Laitakari,
Finnlandi og Guðmundur Pálmason. Á myndina vantar stjórnarmennina Sigurð Þórarinsson og Svein Jakobs-
son. Guðmundur Sigvaldason tók myndina. – Members of the board of the Nordic Volcanological Institute at
Lakagígar, S-Iceland. From left, Arne Noe-Nygaard, Denmark, Sveinbjörn Björnsson, Franz Erik Wickman,
Sweden, Christoffer Oftedahl, Norway, Iikka Laitakari, Finnland and Guðmundur Pálmason. Photo: Guð-
mundur Sigvaldason, 1977.
Guðmundur var víðförull í starfi sínu og eftirsóttur
fyrirlesari um íslensk jarðvísindi og jarðhita á erlendri
grundu. Hann fór fjölmargar ferðir til fjarlægra landa
til að skoða og kynna sér aðstæður og atburði.
Á starfsferli sínum gegndi Guðmundur fjölda
trúnaðarstarfa bæði hérlendis og erlendis. Auk þeirra
sem áður eru talin sat hann m.a. í stjórn Norrænu eld-
fjallastöðvarinnar, var formaður alþjóðlegs vinnuhóps
um rannsóknir á sprungu- og gliðnunarbeltum jarð-
ar, sat í úthlutunarnefnd rannsóknarstyrkja hjá Vís-
indanefnd NATO og í Geysisnefnd. Guðmundur hlaut
ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín. Hann hlaut verð-
laun dr.phil. Ólafs Daníelssonar og Sigurðar Guð-
mundssonar, heiðursverðlaun Ásu Guðmundsdóttur
Wright og heiðursmerki Verkfræðingafélags Íslands.
Hann var kjörinn félagi í Verkfræðivísindaakademíu
Svíþjóðar og heiðursfélagi í Jarðhitafélagi Íslands.
Þegar Guðmundur lét af starfi forstöðumanns tók
hann að sér að rita bók um jarðhita á Íslandi og þró-
un hans. Þetta reyndist mikið verk og lauk hann við
JÖKULL No. 54, 2004 107