Jökull


Jökull - 01.01.2004, Page 136

Jökull - 01.01.2004, Page 136
Magnús Tumi Guðmundsson Ísing var með almesta móti og stóð mokstur í nokkra daga. – Cleaning of winter snow from the balcony at Grímsfjall was a major task. Ljósmyndir/Photos. Magnús T. Guðmundsson. 4. Breytingar á jarðhita í Grímsvötnum voru kannaðar, m.a. með mælingu valinna DGPS sniða til kortlagn- ingar á jökulyfirborðinu. Mælt var hitastig í gjósku í gígnum frá 1998 og bergi á Grímsfjalli, til saman- burðar við hitamyndir sem teknar voru úr lofti 2001. 5. Til athugunar á hugsanlegri móbergsmyndun í Grímsvötnum var grafin tæplega 3 m djúp hola í vest- ari gígbarminn frá 1998. Hiti hækkaði með dýpi en ekki sáust greinileg merki um samþjöppun og hörðn- un gjóskunnar. Sýni voru tekin til efnagreininga. 6. Mælingar fóru fram á jökulyfirborði í Gjálp með DGPS, og kannaðar breytingar frá síðasta ári. 7. Ísskrið inn að Gjálp var mælt til að kanna hita- ástand Gjálparfjallsins, en það myndaðist í gosinu 1996. Í fyrsta sinn voru notuð mjög nákvæm GPS landmælingatæki sem Raunvísindastofnun og Lands- virkjun hafa fest kaup á. 8. Ísskrið inn að Skaftárkötlum var mælt á sama hátt og í Gjálp, til að kanna hegðun katlanna og samspil ísskriðs og jökulhlaupa. 9. Vitjað var um veðurstöðvar Landsvirkjunar og Raunvísindastofnunar á Vatnajökli. 10. Hæð Hvannadalshnúks var mæld nákvæmlega með GPS landmælingatæki þann 7. júní, í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því J.P. Koch mældi hæð Hnúksins í fyrsta sinn. Þá fékkst talan 2119 m y.s. Niðurstaða mælingarinnar nú var 2111 m. Nauðsyn- legt er að endurtaka þessa mælingu áður en hægt verð- ur að staðfesta nýja hæð á hnúknum. Er stefnt að ann- arri mælingu að ári í samvinnu við Landmælingar Ís- lands. 11. Jöklaskálum var gert til góða í ferðinni. Borin var viðarvörn utan á öll húsin nema hvað suðurhlið Gamla Skála var sleppt vegna ísingar sem og norður- hliðunum. Einnig voru hnit á hornum allra húsa í Jök- ulheimum mæld inn, til að hægt verði að skilgreina mörk „lóðar“ JÖRFÍ á svæðinu. Farartæki í ferðinni voru snjóbíll Landsvirkjunar, Ford JÖRFÍ, jeppar og vélsleðar. Vegagerðin styrkti eldsneytiskaup og flutninga í ferðinni með fjárfram- lagi. Eru Landsvirkjun og Vegagerðinni færðar bestu þakkir fyrir samstarf og stuðning. Fararstjóri var Magnús Tumi en Sjöfn sá um matarinnkaup og stjórn- aði birgðahaldi í ferðinni. 136 JÖKULL No. 54, 2004
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.