Breiðfirðingur - 01.04.1942, Page 13
bbeiðfirðingur
3
Björn Sigfússon:
Náttúrulíkingar snæfellskra fornskálda
Snæfellsnes er margbreytt að náttúrufari. Eldsumbrot
°g bergtegundir fjalla valda minnisstæðum svipbrigðum
°g freista til samlíkinga, og ekki gerir sjórinn það síður,
sem leikur um nesið og eyiar með landi fram.
Alirif náttúru á landnemana sjást í sumum nafngiftum,
°g fjölmörg snæfellsk örnefni eru líkingar. Mörg eru blátt
áfram heitin eftir lögun, eins og Hestur, Skvrtunna eða
Enni. Hreggnasi er skáldlegra nafn á fjallsliaus með fann-
niakka. Helgrindur minna á Helgrind dauðraríkisins í
Asatrú, og því fjallsheiti er við brugðið. Það sýnir fegurð-
arskyn að nefna saman Svörtuloft, Rauðukúlur og þar
npp af Ljósufjöll. Þá var þjóðtrúin, sem „bjó í skyndi
skripitröll, skjaldmeyjar og skóga hugmynda“, eins og
seinna var sagt um Bjarnarbafnarlækninn. Landnemar
dóu i lielga staði, Rauðmelingar i Þórisbjörg og Þórsnes-
ingar í Helgafell. Þar var glatt inni og glaðara þó hjá Snæ-
fellsási og liði hans í jöklasölum. Sjósókn og samskipti
manna og trölla í Bárðarsögu eru skáldskapur með ó-
sviknum þjóðtrúarkjarna. Margt er nú gleymt og glatað,
fða livar skyldi bafa alizt furðuhestur Auðunar stota í
Hraunsfirði, kerlingin á Kerlingarskarði eða tröllkarlinn,
sem Lón-Einar sá sitja á Dröngum og liengja fætur ofan
i sjó og róta upp briminu? Og var ekki í þá tíð brim og
allar náttúruhamfarir óvættum að kenna?
A sjóinn lágu leiðir flestra, og útræði var meira að fomu
á Snæfellsnesi en í öðrum héruðum fjórðungsins. Atlants-
bafsöldur falla víða óbrotnar að landsteinum eða í gný-
skúta svo sem undir Svörtuloftum. Annars staðar sogast
sjórinn tvívegis daglega inn og út úr miklum lónum, eins
og höfuðskepnan Rán dragi andann dræmt og hljótt og