Breiðfirðingur - 01.04.1942, Qupperneq 14
4
HREIÐFIRÐINGUR
af heljarafli. Rastirnar og eyjastraumar Hvammsfjarðar
geta átt nöfn eins og straumurinn Mannabani inn frá Helga-
felli, en oftar dylgjufull eins og Kolkistungur, og liálf-
kveðnar sagnir með eða forspár þrungnar álaganiætti.
Nesið og sjóleiðir þess veittu skáldum hugmyndagnótt.
Greinarefnið er að sýna nokkra ávexti þess hjá fornskáld-
um og kynna um leið það likingasnið, sem þeim, var tamt
og bragleiknir menn mættu bregða fyrir sig enn, meir en
gert er. Höfuðskáldum héraðsins skal nú fylgt i réttri ald-
ursröð.
Brim skáldlistarinnar.
Einar skálaglamm var af ágætum ættum við Breiða-
fjörð, djarfur maður og framgjarn og gerðist hirðskáld
Hákonar Hlaðajarls. Vellekla er frægust kvæða hans. Að
launum hennar gaf jarl honum metaskálar glymjandi,
sem Einar var síðan kenndur við. Einar varð skammlífur,
drukknaði á Hvammsfirði. Hér skulu aðeins sýndir fjórir
vísuhelmingar úr upphafi Velleklu. Röð þeirra er óviss.
Brotið „Ullar gengr--------“ setur Finnur Jónssón næst-
fyrst, milli vísna, sem eru ávarp á jarl einan, en ég færi
það aftur þangað, sem skáldið snýr sér að hirðinni allri,
hygg þá röð upphaflegri.
1. Hugstóran hið ek heyra
(heyr, jarl, Kvasisdrevra)
foldarvörð á fyrða
fjarðleggjar hrim dreggjar.
2. Eisar vágr fyr vísa
(verk Rögnis mér liagna);
þýtr Óðreris alda
aldrhafs við fles galdra.
3. Nú er þats Boðnar hára
(berg-Saxa) tér vaxa,
gervi í höll (ok lieyri)
Iiljóð (fley) jöfurs þjóðir.
4. Ullar gengi' of alla
asksögn ]>css, er hvöt
magnar
hvrgis höðvar sorgar,
bergs-geymilá dverga.*)
* Til hægðarauka lesendum er hér og síðar farið nokkru nær
rithætti fornra handrita (einkum Snorra-Eddu) en Sievers-
bragfræði og samræmd fornritastafsetning raunar leyfa.