Breiðfirðingur - 01.04.1942, Side 20
10
BREIÐFIRÐINGUR
eða kvk., sjór; fjöll fyllar = „sægnípur"; 10 veturliði, björn,
sem er ekki í híði aS vetrinum, helzt isbjörn; 11 skautbjörn, o:
björn útjaSars, merking þó torræð, gæti átt við heimskautsbjörn
(sbr. fornu skáldaorðin jarðar skaut og' heimsskaut = jaðar);
12 Glamma skeið, skeiðvöllur sækonungsins Glamma, sjór.
Efni: Hið mjúksynda húnadýr ber ölduþrýsta bógana
vestan hafið (fram undan vænti ég lands, það skafrýkur
um hafþökin). — Hráköld Rán tekur björninn livað eftir
annað í ógnarkjafta sína. En löðrandi slítur hann hlóðlita
hringu úr munni hvítfyssandi Ránar. — Fjöll sjávarins
hrynja yfir, — nú fer veturliði, skautbjörninn, trylltur
fram sækonungsleiðina.
LíkingamáliS: Það er leikur skáldsins að láta menn
hrjóta heilann um, livort t. d. hvalmænir, liafþökin, sé
liafís eða íslaust yfirhorð sjávarins. Sægnípa er tvírætt
orð. En fjöll fyllar hljóta að vera brimöldur. Imyndunar-
afl manns heyr tvísýna baráttu að skilja líkingarnar þann-
ig, að liver sé í samræmi við aðra, baráttan eykur skiln-
ingsnautnina, dýpkar og skerpir mynd þessa jötunheima-
hrims. Rauður steinfarfinn, runninn um hringuna, er það
uokkuð annað en hlóð hjarnarins, þannig kennt? Freist-
andi er sú sjónhverfing Refs.
Hví er kvæðið um björn? — Skáldið lætur liöfuðskepn-
ur berjast, og móti Rán fer björninn, konungur norrænna
rándýra, fulltrúi norrænnar lífsbaráttu, ef svo má segja,
tryllist í hamremrni og hugast ekki milli ófreskjuskolt-
anna, holskeflufjallanna á sækonungsleiðum.
Sé myndin sjónhverfing Refs, er hún veruleiki í djúpi
sálar hans. Sjálfur er liann Rjörninn, snæfellskur sæfari,
sem etur kappi við Rán. Skip lians er hluti af honum sjálf-
um, engu síður en hjálmur lians, klæði eða vopn í hönd.
eins og hreyfingar líkama síns finnur liann á sér fyrirfram
hverja hræring þess, hvert andsvar þess við átökum Kára
og Ránar, snertiskyn hans nær úr stýrisvölnum í liönd-
um hans fram í vogþrýsta skipsbógana.
Um leið og við skiljum, að skáldið og farkostur hans
eru eitt, vera gædd hamremmi bjarnar og hugsun manns,