Breiðfirðingur - 01.04.1942, Síða 23
breiðfirðingur
13
lU'gar rýnt er í merkingar einstakra kenninga, kemur þetta
• ljós: 1 mundar dagur, hringur; 2 mergs himinn, leggur, arm-
leggur (hringir runnu upp á arma mönnum); 3 armsól, liringur;
4 vala grundir, hendur (sem báru vali, veiðihauka); 5 sjóðmjöll,
silfur; 6 boga fjöll baugabrjóts, hendur örláts manns, kon-
ungs; 7 gaglfár, bani gagla, valur, svifskiði vals, armur manns.
An likingaskrúðans eru þá vísurnar einvörðungu um örlæti
konungs.
Ekkert þessara skálda er öðru líkl, þau og viðfangsefn-
in eru vafalaust engu fábreyttari en myndir nessins, sem
ól þau upp. Þau vildu snúa minnisverðum atriðum um-
brotasamra tíma í skáldlegt form og bá gjarnan í nýgerv-
inga. Sumt af því er með perlum íslenzkrar ljóðagerðar
enn.
Jón Jóhannesson:
Vísa til Breiðafjarðar
Bráðum vagga bjartar nætur
blómi þínu, föla jörð.
Flýgur lóa senn um sveitir;
senn er vor um Breiðafjörð.
Hlustar bóndans bær í túni,
bláa morgna, kvöldin rjóð,
meðan sælir sunnanvindar
syngja gömul hörpuljóð.
Þar, sem eins og gull í grasi
gengin felast æskuspor,
þar, sem velli tærust titrar
tíbrá dagsins, góða vor.