Breiðfirðingur - 01.04.1942, Side 25
breiðfirðingur
15
Pálmi Einarssoe, ráðunautur:
Þar bjuggu höfðingjar á höfuðbóli
Frá því landið byggðist hefir einstakar, fáar jarðir i
landinu borið hærra í meðvitund alls almennings heldur
en aðrar. Þær nefndi fólkið höfuðból, voru í sumum hér-
uðum frá öndverðu mörg slík, en í öðrum fá.
Höfuðból risu upp, annað tveggja vegna sögulegra at-
burða, eða menningaráhrifa, sem við jarðirnar voru tengd,
eða annað hitt, að jarðirnar, vegna landkosta sinna og
gæða, báru mjög af öðrum jörðum í viðkomandi héröð-
um,. Þar var þó ekki óalgengt, að hvorttveggja þessi atriði
réðu um orðstír liöfuðbólanna.
Ýmsar þessara jarða liafa ef til vill aðeins um stundar-
sakir skipað það heiðurssæti i hugum fólksins, að vera tald-
ar til höfuðbóla. Ástæður til þess liafa þó jafnan verið þær,
að einn eða fleiri ættliðir, er á jörðunum hafa búið, liafa
gert veg jarðarinnar mikinn, vegna atorku sinnar, um-
svifamikils búreksturs eða ríkilætis, er auður þeii-ra gaf
þeim aðstöðu til að viðhafa.
Aðrar jarðir hafa frá landnámstið verið taldar til liöfuð-
bóla, og eru nefndar þvi nafni enn þann dag i dag. Þetta
eru einkum jarðir, er um langt skeið voru menningarsetur
þjóðarinnar. Til eru jarðir, er á öllum öldum liafa veitt
sérhverjum, er á þeim bjó, betri lífsafkomu en aðrar jarð-
ir gerðu almennt, og þeim, er betri búmenn voru, tækifæri
til auðsöfnunar, enda fór svo jafnan, að valdamenn liér-
aðanna náðu þeim jörðum undir sig, og voru þær þvi
iengst af setnar af höfðingjum landsins.
Yfir þessum jörðum liefir kynslóð fram af kynslóð livílt
lijarmi frá því öryggi, sem búrekstur ó slíkum kostajörð-
um getur veitt.
Eitt þeirra höfuðbóla, er af þessum ástæðum, meira enn